Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 22
Suðurkjördæmi er hið gamla Suðurlandskjör- dæmi að viðbættum Hornafirði sem áður til- heyrði Austurlandskjördæmi og Suðurnesj- um sem áður voru í Reykjaneskjördæmi. Innan þess eru því ólíkar byggðir og þarf- ir á uppbyggingu atvinnu og þjónustu renn- ur ekki alfarið í sama farvegi. Efstu menn flokkanna sem bjóða fram á landsvísu fyrir alþingiskosningarnar eru sammála um flest það sem brýnast er að framkvæma á næstu árum en áherslur eru þó að nokkru leyti ólík- ar. Samgöngumál nefna allir frambjóðendur sem brýnt framtíðarverkefni en atvinnumál, velferðarmál og umhverfismál eru fram- bjóðendum jafnframt ofarlega í huga. Umtalaðasta samgöngubót innan Suður- kjördæmis eru jarðgöng til Vestmannaeyja eða uppbygging hafnaraðstöðu fyrir ferju í Bakkafjöru. Mikið er undir, því bættar sam- göngur munu hleypa nýju lífi í margs konar starfsemi í Eyjum en gæfi einnig Suðurlandi í heild margvíslega möguleika. Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki, segir nauðsynlegt að ný ferja verði keypt strax á þessu ári og ljúka þurfi rannsóknum á jarð- göngum og Bakkafjöruhöfn á stuttum tíma. Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, segir samgöngur við Eyjar eitt stærsta kosninga- málið í kjördæminu og flokkurinn hafi barist fyrir því lengi að sett verði nægt fé í rann- sóknir. Hann segir Samfylkinguna ekki hafa útilokað jarðgöng sem að hans mati væri lang- besti kosturinn ef það reynist gerlegt. Óháð rannsóknum vill Björgvin nýja ferju án tafar. Grétar Mar Jónsson, Frjálslyndum, leggst al- farið gegn hafnarframkvæmdum í Bakka- fjöru. Hann vill nýja ferju á meðan metið er hvort það sé mögulegt fjárhagslega og tækni- lega að gera göng. Árni M. Mathiesen, Sjálf- stæðisflokki, segir samgöngur við Eyjar sér- stakt verkefni. Þar sé verið að leggja síðustu hönd á að meta hvort einstakar framkvæmd- ir eru raunhæfar og von sé á stórum ákvörð- unum varðandi framtíðarsamgöngur. Hvort aðstæður við Bakkafjöru séu erfiðar til sigl- inga vill hann að sérfræðingar meti auk þess hvort eldvirkni útiloki jarðgöng. Atli Gísla- son, vinstri-grænum, vill nýja ferju strax og aukaferð verði komið á með fisk og aðra þungaflutninga. Hann vill frekari rannsókn- ir á jarðgöngum sem hann trúir að sé hag- kvæmasti kosturinn, en segist hafa veruleg- ar efasemdir um höfn í Bakkafjöru. Ásta Þor- leifsdóttir, Íslandshreyfingu, vill ekki útiloka neina kosti í samgöngumálum fyrr en rann- sóknir hafa farið fram og hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Það á jafnt við um göng til Eyja sem aðrar samgöngubætur í kjör- dæminu. Samgönguverkefni innan kjördæmisins eru margs konar eftir því hvert er litið. Tvöföld- un Reykjanesbrautarinnar á Suðurnesjun- um, tenging Suðurnesja og Suðurlands um Suðurstrandarveg og tenging við höfuðborg- arsvæðið um Suðurlandsveg. Þetta eru þau verkefni sem efstu menn listanna nefna sem mikilvægust auk tengivega í sveitum. Brú yfir Hornafjarðarfljót er mikilvægt verkefni til að styrkja jaðarsvæði kjördæmisins. Þegar horft er til atvinnumála í Suðurkjör- dæmi ber ýmislegt á góma. Þar hefur Grét- ar Mar sérstöðu í áherslum sínum á sjávar- útveg. Fyrir honum eru atvinnumálin brýn- asta málið í kjördæminu því að ef ekki tekst vel með atvinnuuppbyggingu í kjördæminu þá sitji allt annað á hakanum. „Við höfum tækifæri til að auka tekjur í sjávarútvegi, til dæmis með því að setja allan fisk á mark- að og auka veiðar með því að koma í veg fyrir brottkast. Við getum nýtt fiskistofnana betur en við erum að gera núna, fyrir því liggja vísindalegar sannanir,“ segir Grétar. Hann útilokar ekki áltækniiðngarð í Þor- lákshöfn og vill nýta orkuna sem er í kjör- dæminu. Guðni Ágústsson telur að stóriðju- mál séu ekki stærsta eða brýnasta verkefn- ið sem er við að fást í Suðurkjördæmi. „Eitt brýnasta verkefni kjördæmisins er háskóla- menntun og ég bind miklar vonir um að eitt- hvað stórt muni gerast varðandi alþjóðlegan háskóla tengt varnarliðssvæðinu. Hér fyrir austan fjall tel ég afar brýnt að fá háskóla sem myndi þýða gríðarlega uppsveiflu og öryggi til framtíðar.“ Hann leggur áherslu á tækifæri sveitanna til að vaxa. Björgvin G. Sigurðsson vill berjast fyrir uppbyggingu á staðbundnu háskólanámi í kjördæminu og telur menntamál lykilatriði. „Það þarf ekki að vera nýr háskóli, hann getur verið undir merkjum Háskóla Íslands. Þetta er það brýnasta í atvinnumálunum, það er að byggja upp menntastofnanir, nýja fram- haldsskóla í Grindavík og Rangárvallasýslu sem hvíla á sérkennum svæðanna; sjávarút- vegi, landbúnaði og landgræðslu.“ Árni M. Mathiesen leggur áherslu á að styrkja land- búnað, sjávarútveg og ferðaþjónustu en vill einnig auka fjölbreytnina „því þess sterkari eru byggðarlögin að fjölbreytnin sé meiri“, segir Árni. Hann vill því styrkja menntamál- in í kjördæminu með því að byggja undir það sem fyrir er. „Hugmyndir eru uppi um tvo nýja framhaldsskóla í Rangárþingi og á Suð- urnesjunum og við viljum jafnframt styðja háskólastarfið í kjördæminu. Ásta Þorleifs- dóttir vill byggja upp háskóla til að tryggja atvinnu. „Það er kominn vísir að honum með umhverfisháskóla á varnarliðssvæðinu sem sérhæfir sig í orku- og auðlindafræðum. Ég vil líka fiskvinnsluháskóla og frumkvölaset- ur með líftækniívafi í Grindavík.“ Atli Gísla- son vill átak í atvinnumálum en leggja höfuð- áherslu á mismunandi laun karla og kvenna. „Hvað varðar kvenréttindi þá eru mannrétt- indi brotin gegn konum. Mismunandi laun karla og kvenna fyrir sömu störf eru brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.“ Af öðrum verkefnum tiltaka efstu menn ýmisleg verkefni sem þeim finnst að ráð- ast þurfi í. Björgvin G. Sigurðsson segir öldrunarmálin gríðarlega aðkallandi og vill átak. Atli Gíslason tiltekur umhverfismál- in sem forgangsmál. Guðni Ágústsson vill tryggja að nærþjónusta við aldraða í hér- aði sé trygg og Árni M. Mathiesen segir að opinber þjónusta sé mjög mikilvæg í sínum huga, sama hvort um þjónustu ríkisins eða sveitarfélaganna sé að ræða. Grétar Mar Jónsson vill að betur sé gert í heilbrigðis- málum innan kjördæmisins, sérstaklega hvað varðar aðbúnað aldraðra og öryrkja. Ásta Þorleifsdóttir segir umhverfismál skipta sig meginmáli. Efstu menn eru sammála um að jaðar- svæði og sveitir kjördæmisins þurfi að hafa sérstaklega í huga. Öll segja þau koma til greina að staðsetja þyrlu á Suðausturlandi til að bæta búsetuöryggi og fylgja eftir mögu- leikum sem felast í nýjum Vatnajökuls- þjóðgarði sem er einn mesti vaxtarbroddur kjördæmisins. Menntir fela vaxtarmöguleika Frambjóðendur allra flokka í Suðurkjördæmi eru sammála um brýnustu verkefni kjördæmisins á næstu árum. Áherslur eru þó ólíkar. Samgöngumál eru þeim efst í huga ásamt atvinnu-, velferðar- og umhverfismálum. Svavar Hávarðsson innti efstu menn á listum flokkanna sem bjóða fram fyrir alþingiskosningarnar eftir því hvaða verkefni væru mest aðkallandi í kjördæminu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.