Fréttablaðið - 03.05.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 03.05.2007, Síða 26
[Hlutabréf] Hluthafar í VBS fjárfestingar- banka og FSP samþykktu samruna félaganna á hluthafafundum í byrj- un vikunnar. Samruninn er háður samþykki FME. Félögin samein- ast undir merkjum VBS og verð- ur eigið fé hins nýja banka um 6,1 milljarður króna. Bankinn er met- inn á tíu milljarða króna miðað við viðskipti með bréf hans. Hagnaður hins sameinaða félags nam 550 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Hreinar rekstrar- tekjur námu yfir 700 milljónum og vógu tekjur af eignarhlutum þar langþyngst, eða um 410 milljónum. Jón Þórisson fer fyrir þrjá- tíu manna starfsliði, en Kjartan Broddi Bragason, sem stýrði FSP, heldur til annarra starfa. Stjórnar- formaður hins nýja banka er Gísli Kjartansson. VBS og FSP renna saman Bankinn skilaði 550 milljóna hagnaði á 1. ársfjórðungi. Peningaskápurinn ... FL Group og Jötunn Holding, sem samtals eiga 38,82 prósenta hlut í Glitni, mynduðu á mánu- daginn með sér hluthafa- samkomulag sem fól í sér samstarf um kjör stjórnar á hluthafafundum bank- ans án þess að hafa sótt um heimild til Fjármála- eftirlitsins (FME) fyrir auknum virkum eignar- hlut í Glitni. FL Group hafði eitt og sér heimild FME til að fara með allt að 33 prósenta virkan hlut í Glitni. Samkomulagið byggðist á þeim sjónarmiðum sem sett voru fram í bréfi FME, hinn 25. apríl, að það hefði til skoðunar hvort nýr virkur eignarhluti hefði stofnast í Glitni, mögulega milli FL Group og Jöt- uns. Það var gert til að eyða óvissu og upplýsa alla um stöðu mála. Samkvæmt samkomulaginu er félögunum heimilt að auka eða minnka við hlut sinn í Glitni, þó þannig að samanlagður eignarhlut- ur fari ekki upp fyrir 39,9 prósent. Fram kom að FL og Jötunn myndu sækja um þessa viðbótarheim- ild til FME, en á meðan eftirlitið hefði málið til skoðunar væri geng- ið að því vísu að Jötunn, sem á 6,85 prósent í Glitni, hefði ekki atkvæðisrétt. Fyrir hluthafafund Glitn- is mánudaginn 30. apríl var birt tilkynning frá FME um takmörkun sameiginlegs atkvæðisréttar FL Group, Elliðatindur ehf., Jötuns Holding ehf. og Sunds ehf. við 32,99 prósent. Sameig- inlega eiga þessir aðilar er um 44,99 prósent hlutafjár í Glitni. FME telur að þessir aðilar séu í samstarfi um meðferð virks eignar- hlutar í Glitni. „Við töldum ástæðu til þess að taka þessi viðskipti til skoðunar og okkar niðurstaða er sú að þau tengsl væru á milli þeirra félaga sem um ræðir, þ.e.a.s. Jöt- unn Holding, Elliðatindur, Sund Holding og FL Group, færu saman með virkan eignarhlut og væru þar með komin yfir þau 33 prósent sem FL Group hafði heimild til þess að fara með,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME. Forsvarsmenn FL Group eru ósammála niðurstöðu FME að fé- lagið sé í samstarfi við Jötun Hold- ing, Elliðatinda og Sund en eiga eftir að leggja á hana endanlagt mat við nánari skoðun. „Við erum enn að kynna okkur úrskurðinn,“ segir Kristján Kristjánsson, for- stöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Boltinn er hjá FL Group og er þrennt sennilegast í stöðunni: Í fyrsta lagi að FL Group og tengd- ir aðilar, að mati FME, sæki um heimild fyrir auknum virkum eign- arhlut. Þá verður ekki annað séð en að yfirtökuskylda hafi mynd- ast í Glitni. Í öðru lagi að umrædd félög losi um hlutabréf sín í Glitni til ótengdra aðila til að vera undir fjörutíu prósentum. Og í þriðja lagi geta félögin höfðað dómsmál til að hnekkja niðurstöðu FME. Það ferli getur verið langt og tímafrekt. „Það er hlutverk FME að hafa eftirlit með virkum eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum og fylgjast með hæfi þeirra aðila sem með slík- an eignarhlut fara. Erlendir aðilar hafa gagnrýnt þröngt eignarhald og hafa til viðbótar haldið því fram að mikil tengsl séu á milli ýmissa aðila í íslensku viðskiptalífi. Það er því mikilvægt að eignarhaldið sé skýrt,“ segir forstjóri FME. 30. apríl sendi yfirtökunefnd FME bréf þar sem nefndin vildi vekja athygli á hugsanlegri yfir- tökuskyldu vegna eigendaskipta að 19,46 prósenta hlut í Glitni þann 5. apríl. Með ákvörðun FME um takmörkun atkvæðisréttar FL Group og tengdra aðila í Glitni er verið að skora á þá að sækja um heimild fyrir auknum virkum eignar- hlut. Um 45% hlutafjár eru í höndum FL og tengdra aðila. FL er ósammála FME. Bjarni Ármannsson hagnaðist um 564 milljónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögun- um Landsýn og Sjávarsýn, sem eru í eigu Bjarna, sama dag og hann lét af störfum sem forstjóri Glitn- is. Kaupverðið nam um 6.813 millj- ónum króna sem var níu prósenta yfirverð þar sem gengið í viðskipt- unum var 29 krónur á hlut á sama tíma og gengi Glitnis var 26,6 við lokun markaða á mánudaginn. Bjarni á eftir viðskiptin eignar- hlut sem er rúmlega fjórtán millj- óna króna virði miðað við síðasta viðskiptagengi. Lárus Welding, nýráðinn for- stjóri Glitnis, fékk í gær kauprétt að 150 milljónum hluta í bankanum á genginu 26,6 krónur hlut. Kaup- verðið gæti því orðið alls tæpir fjórir milljarðar króna en fimmt- ungur af kaupréttinum ávinnist á hverju ári. Bjarni hagnaðist um 564 milljónir Lárus Welding fékk fjögurra milljarða króna kauprétt. Fimm punkta hækkun á skulda- tryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf Glitnis í kjölfar for- stjóraskipta gekk til baka að hluta í gær. Í lok dags stóð hækkunin eftir breytingar í tveimur punktum. Þrítugasta apríl var álagið milli 24 og 25 punktar, en ná- lægt 30 punktum við opnun markaða í gær. „Í lok dags var álagið svo komið í 27 punkta,“ segir Ingv- ar H. Ragnarsson, forstöðumaður al- þjóðlegrar fjármögnunar bankans. Á sama tíma hefur skuldatrygging- arálag á bréf hinna bankanna svo gott sem staðið í stað. Kaupþing er nálægt 30 punktum og í gær hafði álag á bréf Landsbankans hækkað í 24, um tvo punkta. Ingvar segir viðtökur hafa verið góðar hjá greiningaraðilum en for- svarsmenn bankans, nýr forstjóri og fráfarandi, ásamt stjórnar- formanni kynntu breytingarnar í Lundúnum í fyrradag og á Norður- löndum í gær. Áréttað var á fund- unum að ekki væri stefnubreyting- ar að vænta hjá bankanum. „Þá er jákvætt að Moody‘s staðfesti láns- hæfismat sitt í gær, eins og búist var við,“ bætir Ingvar við. Álag eykst á Glitnisbréf Vinnuréttardagur Háskólans á Bifröst Föstudaginn 4. maí Dagskrá Kl. 13.00 Setning vinnuréttardagsins, Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst Kl. 13.05 Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ Alþjóðlegur vinnuréttur - nýir Evrópusamningar og nýjar samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Kl. 13.25 Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins Lögfræðileg álitaefni varðandi frumvarp endurskoðunarnefndar jafnréttislaga Kl. 13.45 Elín Blöndal, dósent við Háskólann á Bifröst Vottun á jafnlaunastefnu Kl. 14.05 Umræður og fyrirspurnir Kl. 14.20 Kaffihlé Kl. 14.40 Ástráður Haraldsson, dósent við Háskólann á Bifröst Nýjar takmarkanir á rétti atvinnurekenda til að ráða og reka? Kl. 15.00 Bergþóra Ingólfsdóttir, hdl., Mandat lögmannsstofu Ábyrgð notendafyrirtækja á launum leigðra og útsendra starfsmanna Kl. 15.20 Lára V. Júlíusdóttir, lektor við Háskóla Íslands Réttur atvinnurekanda til skaðabóta við brotthlaup starfsmanns úr starfi—heimild til hýrudráttar og fleiri leiðir Kl. 15.40 Umræður og fyrirspurnir Kl. 16.00 Vinnuréttardegi lokið Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála stendur að vinnuréttardeginum í samstarfi við Vinnuréttarfélag Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst Upplýsingar og skráning: bifrost@bifrost.is Þátttökugjald er 4.000 kr. Vinnuréttardagurinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.