Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 34
Nú er tilvalið að undirbúa
garðinn fyrir gróðursetningu
trjáa en geyma klippingar.
„Það er talsvert hringt í okkur
um þessar mundir vegna þess að
mörg grenitré eru rauðleit eftir
veturinn,“ segir Jón Geir Pét-
ursson, skógfræðingur hjá Skóg-
ræktarfélagi Íslands. „Ástæð-
an er að hluta til vegna sitka-
lúsa, meindýra, sem herjuðu á
trén í fyrra. Vondum saltveðrum
og öðrum veðurþáttum á Vestur-
landinu er líka um að kenna.“
Jón segir þó enga ástæðu til að
hafa áhyggjur af trjánum, jafn-
vel þótt þau séu búin að glata öllu
barrinu, þar sem þau muni jafna
sig í tímans rás. „Trén munu end-
urheimta sinn græna lit þegar þau
springa út. Þetta verður komið í
samt lag innan nokkurra ára. Ég
ráðlegg því fólki að grípa ekki til
klippunnar enda klippingatíminn
liðinn í bili. Hann stendur yfir
hásumartímann og seinni hluta
vetrar.“
Þótt nú sé ekki heppilegur tími
til klippinga segir Jón góðan tíma
fram undan til að gróðursetja
tré, þar sem jörðin er að þiðna og
plönturnar ekki byrjaðar að vaxa.
„Sá tími er ekki alveg kominn
en fólk má engu að síður fara að
undirbúa gróðursetningu. Standi
til dæmis til að gróðursetja stórt
tré má grafa holu fyrir það og
setja lífrænan áburð í hana. Svo
má gróðursetja tréð um miðjan
maí. Síðan er gott að bera tilbú-
inn áburð á það. Til að hann hafi
tilætluð áhrif verður tréð að vera
útsprungið og byrjað að vaxa.
Annars er hætta á að áburðurinn
skolist bara burtu í næstu rign-
ingu.“
Jón segir enn fremur mikilvægt
að nota rétt áhöld þegar kemur að
því að klippa í sumar. „Best er
að nota beitta sög þegar grein er
söguð af, en betra að klippa minni
greinar með hvössum klippum.
Miklu máli skiptir að áhöldin rífi
ekki eða særi heldur skilji eftir
hrein og snyrtileg sár.
Tréð sér síðan um að loka sár-
inu með kvoðu eða safa á réttu
árstímunum. Safastreymi er hins
vegar minna á haustin og því
hætt við að sárið lokist ekki. Þá
getur óværa komist í sárið og inn
í vef trésins. Þess vegna er betra
að klippa á sumrin.“
Gróðursetning undirbúin
Skólavörðustíg 21
Sími 551 4050 • Reykjavík
Svífðu inn í drauma-
landið í rúmfatnaði frá
Fatabúðinni