Fréttablaðið - 03.05.2007, Síða 48
Nú í aðdraganda kosn-
inganna varð mér hugs-
að til Frankfurts próf-
essors sem samdi grein
um kjaftæði fyrir nokkr-
um árum og kallaði hana
„On Bullshit“. Þessi
grein kom síðar út á bók og nýtur
hún nokkuð almennra vinsælda.
Í ritgerð sinni setur Frankfurt fram
kenningu um kjaftæði, skilgreinir
hugtakið og virkni þess, ekki síst út
frá hugmyndinni um lygi. Kenning
Frankfurts um að kjaftæði sé skað-
legra en lygin finnst mér afar áhuga-
verð í fyrrgreindu samhengi. Hann
heldur því fram að á meðan lygar-
ar fara vitandi með fleipur og fals
hafi froðusnakkar og kjaftaskar ein-
faldlega ekki áhuga á sannleikanum.
Markmið þeirra sé fyrst og fremst að
heilla aðra og þeir þurfi, ólíkt lygur-
unum, ekki að „vita“ sannleikann til
að ana af stað með sitt slúður og hjal.
Því telur Frankfurt að kjaftæði sé
skaðlegra sannleikanum en lygin.
Afstæði sannleikans er vitanlega
botnlaust, ekki síst í pólitíkinni, en
mér finnst þetta vel athugað hjá próf-
essornum. Nú þegar stjórnmálamenn
keppast við að skrafa við kjósend-
ur og fjölmiðla um hvernig allt muni
fara ef þeir komist bara á þing þá
fer kjaftæðisskynjarinn minn í gang.
Ekki svo að segja að mér finnist þeir
allir vera eintómir froðusnakkar og
blöðruselir en það er nokkuð grunnt
á því þessa dagana.
Í skrifum Frankfurts er kjaftæðið
ekki tengt illum ásetningi þess sem
ætlar að blekkja aðra, þvert á móti
getur viðkomandi meinað vel með
raupi sínu, og það er ég viss um að
allir frambjóðendurnir gera. Kosn-
ingaloforð eru afar fallegar hug-
myndir í hentugum búningi sem
hægt er að kasta fram í krafti þess að
þegar á hólminn er komið vita flest-
ir að efndirnar verða litlar. Og ef það
verða einhverjar efndir þá er ekki
einsýnt að fólk verði sammála um
hvort þær séu til góðs eða ills.
Stundum væri ósköp gott ef til væri
sía sem hægt væri að beita á stjórn-
málamenn og annað fólk sem hefur
hag af því að móta skoðanir annarra.
Kannski myndi pólitískt argaþras
minnka eða verða markvissara eða
myndi þá kannski ekki heyrast neitt
í þeim?
SENDU SMS JA FSP
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR Á SPID
ERMAN,
SPIDERMAN TÖLVULEIKIR, TÓNLIS
T ÚR SPIDERMAN,
DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA
SMS
LEIKUR
SJÁÐU MYND
INA!
SPILAÐU LEI
KINN!J
I !
IL L I I
!
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b
. 9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
Bannað!
Er orð sem við
þekkjum ekki
Zúúber – morgunþáttur
alla virka morgna frá
kl. 7.00–10.00.
Upptökur úr þættinum
er að finna á FM957.is