Fréttablaðið - 03.05.2007, Page 52

Fréttablaðið - 03.05.2007, Page 52
30 1 2 3 4 5 6 Skessur leggja undir sig Reykja- vík sólarhringana fyrir kosning- arnar. Tilefnið er ekki fardagar heldur Listahátíðin sem skellir sér ofan í síðustu metrana í kosn- ingabaráttu og andlegan undir- búning þjóðarinnar fyrir Euro- vision. Í gær voru kynnt áform Listahátíðar, Franska vorsins í Reykjavík og fjölda stuðnings- aðila með lögreglu og slökkviliði, Glitni og Samskipum, Gámafélag- inu og framkvæmdasviði Reykja- víkur að hleypa á götur Kvosar- innar tveimur tröllum sunnan úr álfu. Það er götuleikhópur- inn Royal de Luxe sem hingað kemur og treður upp í miðborg- inni, börnum og fullorðnum til ánægju. Á blaðamannafundi í gær hélt forkólfur og leikstórji hópsins hjartnæma tölu um kynni sín af Íslandi úr sögu Jules Verne, hing- að hafi hann alltaf langað að koma, á stað þar sem ævintýri og raun- veran mættust, sagan og lífið. Hann smíðaði því ævintýri sem hentaði söguþjóðinni – hún ætti jú orðið saga. Jean Luc Courcoult hefur rekið risabrúðuleikhús sitt í nær tuttugu ár. Hann segir sig þjóna sömu hefð og hleypti helgi- leik kirkjunnar á götur borga Evr- ópu eftir að kirkjunni var ljóst að fornar hefðir skrílsláta og fagn- aðar yrði kirkjan að taka yfir. Sagan sem hann smíðaði fyrir sýningar flokksins í Reykjavík tekur snið sitt af fornum trölla- sögum: við miðpunkt borgar- innar – í Grófinni – hafa fransk- ir fornleifafræðingar verið við rannsókn og vakið úr dái styggan tröllkarl sem við það fer á stjá og veldur skemmdum og öllu laus- legu sem á vegi hans verður, eink- um þó bílum. Til að koma böndum á tröllkarlinn er leitað hjálpar dóttur hans sem kemur og reynir að stilla föður sinn. Þessi feðg- in verða á ferð um borgina, loka ökuleiðum, taka á móti þúsundum barna og berst leikur þeirra frá Hlemmi og niður á hafnarbakka suður í Hljómskála. Taka verður fram að þau eru engin smásmíði: stúlkan sem er minni en karlinn vegur ellefu tonn með fylgihlut- um. Hún tekur börn í hendur sér og lætur blíðlegar en faðir henn- ar sem bæði hrækir á fólk og spýr eldi. Gott að hann sprænir ekki óhreinni vökvum á nærstadda. Þessi tröllaslagur mun ekki fara framhjá neinum sem í Kvosinni verður eða á leið um Sæbrautina. Í allt verða um tvö hundruð tækni- menn og bæjarstarfsmenn við leikinn og ættu allir sem vettlingi geta valdið að fylgjast með ferð- um þeirra feðgina. Ólíkt öðrum borgum sem hafa fengið þau í heimsókn verður uppljóstrað um ferðir þeirra og áfangastaði á vef Listahátíðar, artfest.is, svo ak- andi menn geti gert ráðstafanir. Lúðrablástur og mannfylgd mun annars tefja margra för. Það eru því dótadagar hjá starfsmönnum borgarinnar en þau tröllin eru þessi dægrin við æfingar ásamt öllu sínu hyski og hafa sér til fulltingis starfsmenn borgarinnar og Faxaflóahafna. Það stefnir því í að það verði rosalegt fjör í bænum 11. og 12. maí. Bara tröllin dagi ekki uppi í borginni. Tröllaslagurinn í Kvosinni ónsalir SKEMMTILEG SUMARNÁMSKEIÐ Gítarnámskeið - Trommunámskeið - Bassanámskeið. Þátttakendur mæta tvisvar í viku, 4 vikur í júní. Námskeiðin eru ætluð stelpum og strákum á aldrinum 7-14 ára. Ætlað byrjendum sem vilja kynnast hljóðfærunum og undirbúa sig fyrir frekara tónlistarnám. Upplýsingar og skráning: www.tonsalir.is Lokadagur skráningar er 18. maí. Bæjarlind 2, Kópavogi - Sími 534-3700 www.tonsalir.is „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.