Fréttablaðið - 03.05.2007, Side 55
Leikkonan Keira Knightley íhug-
ar alvarlega að hætta kvikmynda-
leik en leikkonan segir að kast-
ljós fjölmiðlanna sé orðið alltof
mikið. Þetta kemur fram í viðtali
við tímaritið Elle.
Knightley er ein stærsta kvik-
myndastjarna heims um þessar
mundir og verður því fyrir mikl-
um ágangi af hendi svokallaðra
paparazzi-ljósmyndara sem sitja
fyrir henni í hverju horni. Mynd-
birting af leikkonunni á vefsíðu hjá
baráttusamtökum gegn átröskun
er þó talin hafa verið kornið sem
fyllti mælinn en Knightley hefur
ávallt neitað því að mæla megrun
bót heldur segist alltaf hafa verið
grönn frá náttúrunnar hendi.
Í gær var síðan greint frá því
að hinn virti konunglegi Shake-
speare-leikhópur í London hefði
lýst yfir miklum áhuga á að fá
Knightley til liðs við sig. Leikkon-
an sagðist vera í skýjunum yfir
þessum áhuga og fannst það mikil
viðurkenning að jafnmikið fagfólk
og þarna störfuðu skyldu hafa trú
á sér í verkefnið. Þannig að allt
stefnir í að Keira Knightley muni
ljúka ferlinum á hvíta tjaldinu.
Knightley býðst
hlutverk í leikhúsi
Sena hefur tekið við rekstri Há-
skólabíós af Sambíóunum og
hyggst gera kvikmyndahúsið að
heimavelli íslenskrar kvikmynda-
gerðar. Af því tilefni hefur verið
ákveðið að bjóða upp á „tveir
fyrir einn“-tilboð á spennumynd-
irnar Köld slóð og Mýrina. Mynd-
irnar tvær nutu mikilla vinsælda
þegar þær voru sýndar en Mýrin
er ein aðsóknarmesta íslenska
kvikmyndin í sögunni, alls sáu
hana 85 þúsund manns. Að sögn
Guðmundar Breiðfjörð hjá Senu
var ákveðið að taka þessar tvær
myndir til sýningar vegna fjölda
áskorana.
Háskólabíó verði
heimavöllur Íslands
Stórsmellurinn 300 og sjóræn-
ingjarnir á Karíbahafinu berjast um
hylli áhorfenda á MTV-kvikmynda-
verðlaununum sem afhent verða
í Los Angeles. Báðar eru tilnefnd-
ar sem besta myndin og keppa þar
við Little Miss Sunshine, Blades of
Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið
að Sarah Silverman muni kynna há-
tíðina, sem verður sýnd í beinni út-
sendingu í fyrsta sinn.
MTV-hátíðin sker sig nokkuð
úr öðrum uppskeruhátíðum enda
eru verðlaunaflokkarnir þar nokk-
uð fjölbreyttari en flestir eiga að
venjast. Nægir þar að nefna að
verðlaunað er fyrir besta kossinn,
besta bardagaatriðið og mesta ill-
mennið en þar berjast gömlu brýn-
in Jack Nicholson og Meryl Streep
um sigurinn.
Johnny Depp og Keira
Knightley eru bæði tilnefnd sem
bestu leikararnir fyrir frammi-
stöðu sína í sjóræningjamynd-
inni Pirates of the Caribbean. Þau
munu berjast þar við Gerard But-
ler úr 300, Will Smith í Pursuit of
Happyness og Draumastúlkurn-
ar Beyoncé Knowles og Jenni-
fer Hudson. Sasha Baron Cohen
verður einnig áberandi en hann
er meðal annars tilnefndur sem
besti gamanleikarinn fyrir Borat
og etur þar kappi við Ben Still-
er, Will Ferrell, Adam Sandler og
Emily Blunt.
Sjóræningjar og Spartverjar
einoka MTV-hátíðina
John Cusack er fyrsti leikarinn
sem skrifar undir samning um
að leika í kvikmyndinni Stoppin
Power en henni er leikstýrt af Jan
De Bont. Íslendingar eiga sinn hlut
í myndinni en tökumaður myndar-
innar verður Óttar Guðnason. Cus-
ack mun leika þotuflugmann sem
heldur í frí til Berlínar en hlutirn-
ir fara á versta veg þegar fangi á
flótta rænir húsbíl hans með dótt-
ur þotuflugmannsins innanborðs.
Í kjölfarið upphefst mikill elting-
arleikur þar sem Cusack reynir að
hafa hendur í hári mannsins.
Jan De Bont þarf sárlega á góðri
mynd að halda því eftir að Speed
gerði allt brjálað í kvikmyndahús-
um borgarinnar fyrir rúmum ára-
tug hefur hann litlu áorkað. Og
Cusack gæti aðstoðað hollenska
leikstjórann til þess en hann hefur
leikið í metsölumyndum á borð við
Con Air, High Fidelity og Bullets
over Broadway.
Cusack til liðs við
Óttar og De Bont