Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 03.05.2007, Qupperneq 58
Jón Sæmundur Auðarson hefur selt tískuverslunina Liborius. Kaupendur eru þeir Svanur Kristbergsson, Jóhann Meunier og Þor- steinn Stephensen. Jóhann verður verslunarstjóri Liborius og hann boðar breyttar áherslur. „Ég ætla að snúa mér að öðru. Það var of mikið fyrir mig einan að vera með þessa búð enda er ég náttúrlega myndlistarmaður fyrst og fremst,“ segir Jón Sæmund- ur Auðarson sem hefur selt tísku- verslunina Liborius. Jón hefur þó ekki alfarið sagt skilið við búðina því hann verður áfram viðloðandi innkaup og stíliseringar. Hann er ánægður með þessa þróun mála. „Já, ég hef nóg að gera með mitt merki og að auki er ég að vinna fyrir Jak- obínurínu.“ Jóhann Meunier tekur við sem versl- unarstjóri í Liborius. Hann telur að reynsla sín nýtist vel í búðinni. „Ég var lengi vel í París og þar kynntist ég hönnun ýmissa tískuhönnuða frá hinum og þessum löndum,“ segir Jóhann sem starf- aði meðal annars í Collette sem er risastór búð sem þykir endurspegla allt það besta í tísku og hönnun. Jóhann kaupir Liborius með þeim Svani Kristbergssyni og Þor- steini Stephensen í Hr. Örlygi. Þeir keyptu einmitt Kaffibarinn ekki alls fyrir löngu. „Það er mjög ánægjulegt að vera með þessu sterka og trausta liði. Svo verða þau viðloðandi, Jón Sæmundur og Hólmgeirsdætur, sem verða inn- kaupastjórar fyrir konur. Þetta er ein stór fjölskylda.“ Jóhann segist þegar vera byrjað- ur að gera breytingar. „Nú eru öll Dead-fötin hans Jóns Sæmund- ar farin og með því fer götutísk- an að mestu úr búðinni. Libori- us færist nú í aðeins fullorðins- legra horf. Það er þegar búið að gera heilmiklar breyt- ingar á búðinni og sumar- vörurnar eru að detta inn. Stóru fréttirnar eru svo þær að við erum að taka inn Dior Homme í haust, það er mikil viðurkenn- ing fólgin í því. Það verð- ur líka mjög gaman að sjá íslenska karlmenn í Dior- jakkafötum. Þau eru af allt öðrum standard en við erum vön.“ is Tónlistarkonan Lay Low er á leið- inni í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna, sem hefst í lok þessa mánaðar. Dagana 27. maí til 3. júní spilar hún í Los Angeles og 4. til 9. júní treður hún upp í New York. Áður en Lay Low fer til Banda- ríkjanna spilar hún 17. og 18. maí á tónlistarhátíðinni The Great Es- cape sem verður haldin í Brighton á Englandi. Í rauninni er allt árið bókað hjá Lay Low því í septemb- er spilar hún á Popkomm-hátíð- inni í Berlín, spilar á CMJ-hátíð- inni í New York í október og fer að lokum í tónleikaferð um Bret- land í nóvember sem stendur yfir í eina viku. Lay Low, sem vann þrefalt á Íslensku tónlistarverðlaunun- um fyrr á árinu, lauk nýverið vel heppnaðri tónleikaferð um landið ásamt Pétri Ben og Ólöfu Arnalds. Síðustu tónleikarnir voru haldnir á Nasa um síðustu helgi og var þeim útvarpað beint á Rás 2. Lay Low fer til Bandaríkjanna Hjartaknúsarinn George Cloon- ey segist ekki hafa neinn áhuga á því að eignast börn. Vill hann því ekki feta í fótspor félaga sinna Matt Damon og Brad Pitt, sem eru báðir orðnir feður. „Ég skil ekki hvers vegna ein- hver vill að ég verði pabbi. Ég er of eigingjarn og verð taugaóstyrk- ur í kringum börn. Ég veit að ég er ekki tilbúinn fyrir þannig líf,“ sagði Clooney. Hann segist jafnframt hafa dregið aðeins úr partílíferni sínu. „Á endanum fær maður nóg af því að vakna upp með rosalega timb- urmenn eftir að hafa farið á fyllirí með vinum sínum.“ Clooney vill ekki eignast börn 4 styrkir til náms í háskólum erlendis, hver að upphæð 500.000 kr. 4 styrkir til náms á háskólastigi á Íslandi, hver að upphæð 300.000 kr. 2 styrkir til náms á framhaldsskólastigi, hvor að upphæð 100.000 kr. Árlega veitir Glitnir 10 félögum í Námsvild veglega námsstyrki. Við tökum við umsóknum til 1. maí ár hvert og veitum styrkina fyrir 1. júní. Styrkirnir eru eftirfarandi: TÍU STYRKIR FYRIR NÁMSFÓLK Sæktu um tímanlega á glitnir.is/namsvild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.