Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 59
Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er hætt störfum fyrir undirfatarisann Victoria´s Secret. „Við óskum henni alls hins besta og viljum þakka henni fyrir frá- bært starf. Hún mun halda áfram að vera áberandi hluti af kyn- þokkafyllsta vörumerki heims það sem eftir er ársins,“ sagði Edward Razek hjá Victoria´s Secret. Gisele, sem er 26 ára, er ein þekktasta fyrirsæta heims. Hún átti á sínum tíma í ástarsambandi við leikarann Leonardo DiCaprio en er núna með ruðningskapp- anum Tom Brady. Ofurfyrirsæt- an Gisele hefur margoft verið of- arlega í kjöri á kynþokkafyllstu konum heims og fyrirsætustörf hjá Victoria‘s Secret hafa ekki skemmt þar fyrir. Gisele hætt hjá Victoria‘s Secret Söngkonan Amy Winehouse og Shaun Ryder, forsprakki Happy Mondays, verða að öllum líkindum í gestahlutverki á annarri plötu Babyshambles. Sveitin er í við- ræðum við Ryder um þátttökuna og næst á blaði er síðan Wine- house, sem er mikil vinkona Pete Doherty og félaga. Ryder og Amy gestir Japanskur dreifingaraðili kvik- myndarinnar Babel hefur varað fólk við því að því gæti liðið illa við að horfa á myndina. Að sögn dreifingaraðilans hafa fimmtán manns kvartað undan ógleði eftir að hafa horft á myndina. Um er að ræða atriði þar sem persóna japönsku leikkonunnar Rinko Kikuchi fer á næturklúbb með ljósum sem blikka ákaft. Hefur áhorfendum orðið óglatt við það að horfa á ljósin. Áhorfendur varaðir við 150 íslenskir línudansarar stíga sporin við undirleik Baggalúts í Laugardals- höll á laugardagskvöld á línudanshátíð. Jóhann Örn Ólafsson segir að 500-600 manns stundi línudans að staðaldri á Íslandi. „Þetta hefur verið í lægð út á við en alls ekki inn á við. Ákveð- inn kjarni stundar línudans af kappi,“ segir Jóhann Örn Ólafs- son, dansari og danskennari. Mikil línudanshátíð hófst í gær og verður fram haldið yfir helgina. Í gær var efnt til línu- dans í Ráðhúsinu klukkan 17.30 og verður það endurtekið í dag. Hápunktar hátíðarinnar verður á laugardagskvöldið á Broadway þar sem Rob Fowler, línudansari frá Liverpool, verður með sér- staka sýningu og klukkan 23.00 leikur svo kántrísveitin Bagga- lútur undir gríðarmiklum hóp- línudansi í Laugardalshöll. „Það verður magnað að sjá einhverja 150 línudansara taka sporið fyrir framan þá,“ segir Jóhann Örn. Hann segir svo frá að línu- dansinn hafi komið fram á sjón- arsviðið árið 1994 þegar RÚV sjónvarpaði frá Kántríbæ en þar var hópur kana af Vellinum sem steig línudans. „Nokkru seinna var ég farinn að sýna þetta á Ömmu Lú og þá byrjar þetta.“ Jóhann Örn metur það svo að um land allt sé línudans- inn stundaður af kappi af ein- hverjum fimm til sex hundruð manns. „En stærsti kjarninn er hér í Reykjavík. Þetta er fólk á öllum aldri. En meðalaldurinn er kannski í kringum fimmtíu. Ég er með ansi marga hressa í tímum, til dæmis er ein áttræð sem rúllar upp öllum flóknustu dönsunum. Fólk lifir svo lengi sem dansar línudans,“ segir Jó- hann Örn. Jóhann er frábær dansari sjálfur og jafnvígur á hinar ýmsu tegundir. En hann hefur einkum lagt fyrir sig línudansinn. „Mér fannst þetta sniðugt fyrir tólf árum og finnst það enn þá. Þetta er svo stór partur af mínu lífi og mínu lifibrauði. Þetta er svo skemmtilegt form að kenna.“ Konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.