Fréttablaðið - 03.05.2007, Side 70

Fréttablaðið - 03.05.2007, Side 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbóka- sali um verðlagningu á Hvala- sögu Jóhannesar S. Kjarval á upp- boðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níu- tíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarks- upphæðina 58.500 bandaríkjadali. Sú upphæð samsvarar tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. At- hygli vekur að á uppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag var málverkið Skúta í kvöldsól, einnig eftir Kjarval, slegið á sama verði, eða 3,8 millj- ónir íslenskra króna. „Þetta er bara alveg út í bláinn,“ ítrekaði Bragi. „Við höfum verið að selja þessi rit hans Kjarvals á svona sjö til tólf þúsund krónur, og jafnvel lægra en svo,“ sagði hann. Bragi og sonur hans, Ari Gísli, reka fornbókasöluna Bók- ina á Klapparstíg í Reykjavík. Seljandi Hvalasögunnar á eBay skrifar þar í lýsingu að um- rætt eintak sé það eina sem til sé með áritun Kjarvals. Á því stend- ur: „Ásta, frú Austurstræti. Kær kveðja, Jóhannes S. Kjarval.“ Bragi segir hins vegar senni- lega vera til fleiri árituð eintök af ritum Kjarvals en óárituð. „Yfir- leitt áritaði karlinn nú öll eintök sem hann lét af hendi, þannig að það er ekkert sérstaklega merki- legt. Karlinn var náttúrlega snill- ingur og gjafmildari en allir menn á Íslandi. Hann gaf þetta yfirleitt hverjum sem hafa vildi sem hann hitti niðri í bæ,“ sagði Bragi. Hvalasaga Kjarvals er „óður til hvalsins“ að sögn Braga. „Ég held það hafi verið prentuð svona átta til tólf hundruð eintök, sem var bara eins og venjulegt upp- lag á þessum tíma í kringum 1950,“ sagði Bragi. Ritið er gefið út 1957 og telst Braga til að það sé um sextán blaðsíður. „Þetta er smábæklingur með litprentaðri kápu og teikningu af hval eftir Kjarval,“ útskýrði hann. Hann telur verðlagninguna á eBay því vera fyrir neðan allar hellur. „Langt út í allan himinbláma, af því að þetta er prentað í um þús- und eintökum og áritanirnar hans Kjarvals eru yfirleitt á öllum hans verkum,“ sagði Bragi. Enn hafa engin tilboð borist í Hvalasöguna á eBay, en uppboð- inu lýkur í dag. „Ég fæ mér alltaf tvöfaldan sojalatte. Það er eiginlega orðið þannig að ef ég fæ ekki minn tvöfalda sojalatte þá kemst ég bara ekki í gang.“ „Hann verður í nýju sniði og sér- saumuðum buxum,“ segir Grétar Baldursson, hinn landskunni leð- urhönnuður í Kós-leðurvörum, en hann hefur skilað af sér leðurfatn- aðinum sem Eiríkur Hauksson á að klæðast á sviðinu í Helsinki. Væntanlega hefur Grétar gert ráð fyrir tveimur af hvorri sort enda ólíklegt að Eiríkur klæðist sama fatnaði bæði kvöldin. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu ríkir mikil spenna um það í hvaða fatnaði Eiríkur verður enda skiptir klæðaburð- ur ekki síður miklu máli í keppni á borð við Eurovision þegar geng- ið er til atkvæða. Greinilegt er að taugarnar eru þandar til hins ýtr- asta því Fréttablaðið hafði sam- band við Sigurð Frey Björnsson hjá BaseCamp, sem sagði að leðr- ið yrði saumað í London en hannað hjá Grétari. Leðurkóngurinn Grét- ar vísar þessu alfarið á bug. „Þetta verður enginn pabbajakki og ég sauma þetta sjálfur,“ segir Grétar og bætir því við að þegar hafi tíu einstakl- ingar óskað eftir því að fá svona jakka fyrir Eurovision-kvöld- ið mikla. „Það kemur ekki til greina, þessi jakki er bara fyrir Eirík,“ lýsir Grétar yfir. Stífar æfingar voru í allan gær- dag í Loft- kastalanum hjá hópnum þótt Eirík- ur sjálfur væri víðs fjarri. Verið var að æfa svið- setningu gítarstrák- anna og þótti hún heppnast vel. Í dag verður síðan síðasta rennsli áður en hópur- inn heldur út snemma á föstu- dagsmorgni. Leðrið sérhannað og saumað á Eika Auddi níundi á Íslandsmóti í skvassi Skemmtikrafturinn Auðunn Blön- dal keppti á Íslandsmótinu í skvassi í Veggsporti um síðustu helgi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í mótinu og endaði hann í níunda sæti í A-flokki, sem er næstefsti flokkurinn. „Þetta gekk ágætlega. Ég tapaði þremur leikjum og vann tvo. Ég hef orðið mér til skammar á öðrum stöðum þannig að mér fannst bara allt í lagi að kíkja á þetta mót,“ segir Auðunn, sem hefur stund- að skvass í fjóra mánuði. „Það er samt eitt sem böggar mig. Ég er búinn að vera að leika mér í fót- bolta og körfubolta í gegnum árin og er 26 ára, á fínum aldri. Svo koma 45 til 50 ára menn með bumbu og salta mann. Það er eitt- hvað rangt við það og ég var mjög reiður út af því. Ég veit ekki hvort ég keppi á svona Íslandsmóti aftur í bráð.“ Auðunn fer um næstu helgi til New York þar sem dagskrárliður- inn Fríkað úti verður tekinn upp fyrir þáttinn Leitin að strákunum. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.