Fréttablaðið - 09.05.2007, Side 2
Átta Rúmenar sem
lögreglan á Akureyri handtók og
yfirheyrði í gær verða sendir úr
landi í dag. Að sögn Daníels Guð-
jónssonar, yfirlögregluþjóns á
Akureyri, voru mennirnir níu hluti
sama hóps og Rúmenarnir nítján
sem sendir voru af landi brott í
fyrrakvöld.
Rúmenarnir átta eru allir karl-
menn, á milli tvítugs og sextugs.
Kvartanir höfðu borist lögreglu
um ónæði vegna mannanna, sem
höfðu viðurværi sitt af því að leika
á harmónikku á götum bæjarins
og betla.
Að loknum yfirheyrslum í gær
voru mennirnir sendir til Reykja-
víkur, og fengu þeir sem það kusu
inni hjá lögreglu í nótt. Þeir sem
fóru af landi brott á mánudag
höfðu komið frá Noregi og Dan-
mörku og voru sendir þangað
aftur. Þessi átta manna hópur kom
allur frá Noregi og fer með flugi
frá Keflavík til Óslóar síðdegis í
dag. Enginn í hópnum átti farseðil
til baka og þarf því að kaupa flug-
miða undir þá alla, eins og hluta
þeirra sem fóru úr landi á mánu-
dag. Slíkur farmiði kostar líklega
á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund
krónur.
Daníel segir ekkert hafa komið
fram við yfirheyrslurnar sem
styrkti þann grun lögreglu að
Rúmenarnir væru komnir til
landsins á vegum erlends glæpa-
hrings, sem hefði sent þá hingað
að betla.
Þórunn, er þetta risastórt
vandamál?
Sáttanefnd lögreglu
hefur leitt tíu brotamál til lykta
með sáttum gerenda og þolenda
frá því að hún tók til starfa 1.
október, að sögn Hafsteins G.
Hafsteinssonar, verkefnisstjóra
fyrir hönd dómsmálaráðuneytis-
ins og lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu. Málin sem um ræðir
eru minni háttar brotamál.
„Flest öll þessara mála hefðu
farið fyrir dómstóla að óbreyttu,“
segir hann. „Nefna má þrjú minni
háttar líkamsárásarmál, þar sem
ungar stúlkur komu við sögu, og
tvö skemmdarverkamál þar sem
sparkað var í bíla og þeir
skemmdir. Þarna var meðal ann-
ars um að ræða stúlkur sem
höfðu verið vinkonur lengi, en
svo slest upp á vinskapinn. Þær
voru leiddar til sátta í sínum
málum.
Þá má nefna þrjú brotamál
gegn valdstjórninni, þar sem
drukknir menn slógu til lögreglu-
manna við störf. Lögreglumenn-
irnir hittu þessa menn, leiddu
þeim brot þeirra fyrir sjónir og
þeir kváðust ekki myndu gera
svona nokkuð aftur.“
Auk þessa hafa brot falist í
skemmdarverkum á húsum og
eigendur þeirra hafa hitt skemmd-
arvargana fyrir milligöngu sátta-
manna.
Sem stendur eru fjögur brota-
mál í ferli, að sögn Hafsteins.
Auk þessa hafa komið upp mál
þar sem þolendur og gerendur
hafa ekki viljað leiða mál til lykta,
heldur kosið dómstólaleiðina.
„Í þeim tilvikum er um að ræða
ákvörðun hlutaðeigandi sem hafa
þá ekki viljað mæta á sáttafundi,“
segir Hafsteinn.
Sérþjálfaðir lögreglumenn sjá
um að leiða brotaþola og geranda til
sátta. Brotin þurfa að vera innan
ramma sem skilgreindur er
nákvæmlega samkvæmt tilmælum
ríkissaksóknara. Innan rammans
eru þjófnaðarmál, húsbrot og minni
háttar líkamsárásir, svo dæmi séu
nefnd. Þetta úrræði er ætlað sak-
hæfu fólki sem hefur játað brot sitt,
ekki áður gerst sekt um alvarleg
eða ítrekuð hegningarlagabrot og
hefur vilja til að leiða sín mál til
lykta í sáttamiðlun.
„Sáttamiðlunin er tilraunaverk-
efni til tveggja ára, sem nær um allt
land,“ segir Hafsteinn. „Nú erum
við að hefja kynningarátak, þar sem
við munum kynna þetta úrræði
fyrir öllum embættunum úti á landi
og fá þau til að taka þetta upp. Það
er mikill vilji en það þarf líka að
láta verkin tala.“
Lögregla leitar sátta í
líkamsárásarmálum
Líkamsárásarmál, þjófnaðarmál, brot gegn valdstjórninni og skemmdarverk
eru meðal þeirra mála sem komið hafa á borð sáttamanna lögreglunnar. Sátt
hefur náðst í tíu málum, fjögur eru í ferli en sumir velja dómstólaleiðina.
Átta Rúmenar úr landi í dag
Íslensk NýOrka
vinnur að því að setja vetnis-
ljósavél um borð í hvalaskoðunar-
skipið Eldingu. Ætlunin er að
sigla út frá Reykjavíkurhöfn á
sumardaginn fyrsta á næsta ári
og gera tilraunir með vetnisvél-
ina á hafi úti.
Jón Björn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar
NýOrku, segir í samtali við
Markaðinn, að gangi verkefnið
eftir muni þetta verða í fyrsta
sinn í veröldinni sem vetnisvél
er sett í skip. Hann segir að
þekking Íslendinga á vetni muni
verða verðmæt eign í framtíð-
inni.
Vetnisvél í Eld-
inguna að ári
Íbúar Austur-
Tímor ganga að kjörborðinu í dag
og kjósa sér nýjan forseta í úrslita-
umferð forsetakosninga. Í fram-
boði eru Jose Ramos-Horta, hand-
hafi friðarverðlauna Nóbels og
Francisco „Lu-Olo“ Guterres en
þeir hafa báðir heitið því að hlíta
niðurstöðum kosninganna.
Austur-Tímor hlaut sjálfstæði
árið 1999 eftir tuttugu og fjögurra
ára harðstjórn Indónesíu. Samein-
uðu þjóðirnar fóru með stjórn
landsins til ársins 2002. Í fyrra
brutust út átök þegar þáverandi
forsætisráðherra landsins, Mari
Alkatiri, rak þriðjung hersins eftir
uppreisn hans. Um 155 þúsund
manns flúðu heimili sín og 37 létu
lífið í átökunum áður en stjórnin
féll. Þá tók Ramos-Horta við
embætti forsætisráðherra.
Friði var komið á eftir að
Ástralir sendu 1200 manna friðar-
gæslulið til landsins.
Flestir telja Ramos-Horta sigur-
stranglegri en fimm frambjóðend-
ur úr fyrri kosningaumferðinni
hafa hvatt stuðningsmenn sína til
að kjósa hann. Fransisco Guterres
er forsetaefni Fretelin-flokksins
sem tengdist vopnaðri andstöðu
gegn stjórn Indónesa.
„Það var sagt við
mig að líklega væri ástæðan fyrir
þessari athygli sú að keppnin
hefur verið svolítið einokuð af
kvenlegum ungum mönnum. Ég
þyki víst svolítið karlmannlegri
en flestir hérna,“ sagði Eiríkur
Hauksson, þegar hann var
spurður út í ástæður hinnar miklu
kvenhylli sem hann nýtur í
Finnlandi.
„Við erum nú búin að vera
saman í 32 ár þannig að ég nenni
nú varla að vera afbrýðisöm
núna,“ sagði Helga Steingríms-
dóttir, kona Eiríks, þegar Hanna,
sem keppir fyrir hönd Finnlands,
rak Eiríki rembingskoss á
vangann.
Þykir mesti
karlmaðurinn
Jacques Chirac,
fráfarandi forseti Frakklands, tók
í gær þátt í hátíðahöldum í París í
tilefni af 62 ára afmæli stríðslok-
anna í Evrópu. Þetta var í síðasta
sinn sem franskur forseti með
eigin minningar um stríðsárin fer
fyrir hinni árlegu minningarat-
höfn.
Ný kynslóð tekur við forseta-
embættinu í næstu viku, þegar
Nicolas Sarkozy, sem er fæddur
árið 1955, tekur við af Chirac.
Óeirðir í kjölfar sigurs Sarkozy
í úrslitaumferð forsetakosning-
anna á sunnudag héldu áfram í
fyrrinótt.
Eitt síðasta
embættisverkið
Sundfélagið Óðinn
hyggst gera athugsemdir við
hvernig staðið var að breytingu á
deiliskipulagi á lóð sundlaugar
Akureyrar fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar. Þar á að reisa
2000 fermetra líkamsræktarstöð.
„Þetta er allt hið undarlegasta
mál og illa að staðið,“ segir Ásta
Birgisdóttir, formaður Óðins.
Sundfélagið taldi þetta „vafa-
sama stjórnsýslu“ og safnaði um
1.400 undirskriftum í mótmæla-
skyni.
Ætlar að gera
athugasemdir