Fréttablaðið - 09.05.2007, Side 12
Borgarskjalasafni Reykjavík-
ur hafa borist fyrirspurnir frá milli
30 og 40 manns sem óska upplýs-
inga um dvöl sína á opinberum vist-
heimilum.
Tekist hefur að svara flestum
sem dvöldu á vistheimilum á
vegum Barnaverndanefndar
Reykjavíkur en öðrum er ósvarað
þar sem engin eru skjölin.
„Við höfum skjöl Barnaverndar-
nefndar en ekki heimilanna
sjálfra,“ segir Svanhildur Boga-
dóttir borgarskjalavörður sem í
vikunni sendi skjalavörðum og
bókasafnsfræðingum erindi um
hvort þeir viti hvar skjöl um
vistheimili væru að finna. Nefnir
hún Breiðavík, Kumbaravog,
Elliðahvamm, Steinahlíð, Bjarg,
Skóga undir Eyjafjöllum, Laugarás
í Biskupstungum, Löngumýri og
Fitjar í Skagafirði og Keldur á
Rangárvölllum.
Svanhildur segir skjölin ekki á
Þjóðskjalasafninu og veltir fyrir
sér hvort þeim hafi verið eytt. Þó
kunni eitthvað að leynast í
heimahúsum enda sum vistheimil-
anna starfrækt af félagasamtökum.
Hafi fólk upplýsingar um skjöl
biður hún það um að hafa samband
við sig á Borgarskjalasafninu.
„Við fáum fyrirspurnir frá fólki
sem var í vistun jafnvel um árabil
og því finnst skrítið að ekki finnist
um það stafkrókur,“ segir Svan-
hildur.
Mikil vinna hefur farið í verkið
hjá Borgarskjalasafni og segir
Svanhildur það taka allt frá
nokkrum klukkustundum upp í
marga daga að leita upplýsinga svo
að svara megi fólki.
Tugir leita upplýsinga um sig
Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins hefur
hleypt af stað umræðu með þátt-
töku hagsmunaaðila í sjávarútvegi
í aðildarríkjunum um það hvernig
mögulegt sé að betrumbæta fisk-
veiðistjórnun í sambandinu. Er þar
sérstaklega litið til þess að rann-
saka kosti og galla kerfa með fram-
seljanlegum veiðiheimildum, með
það í huga að slík kerfi verði tekin
upp sem víðast.
Þórólfur Matthíasson, hagfræði-
prófessor við Háskóla Íslands, sem
var meðhöfundur að norsk-
íslenskri skýrslu um endurskoð-
aða sjávarútvegsstefnu ESB sem
út kom árið 2003, segir að „ef það
er til alvarlegrar umræðu innan
Evrópusambandsins að taka upp
framseljanlega kvóta í sjávarút-
veginum þá er það eitthvað sem
myndi gjörbreyta upphafsstöðu
Íslands í aðildarviðræðum“.
Val á fiskveiðistjórnunarkerfi
er á valdi hvers aðildarríkis fyrir
sig. En framkvæmdastjórnin vill
víðtæka umræðu um það hvernig
veiðiheimildum er úthlutað, hvort
sem þar er um kvóta- eða sóknar-
stýringu að ræða, í því skyni að
komast nær niðurstöðu um það
hvaða kerfi skilar bestum árangri.
Framkvæmdastjórnin leggur
mat á hin ýmsu kerfi í skjali sem
hún lagði fram í lok febrúar, með
tilliti til þess hversu vel þau gagn-
ast til að uppfylla markmið sam-
eiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.
Skjalinu er ætlað að þjóna sem
grundvöllur fyrir umræðuna. Hún
á að standa yfir allt þetta ár og
framkvæmdastjórnin hyggst taka
málið aftur upp í byrjun næsta
árs.
„Ég vil tryggja að þessi skýrsla
leiði til víðtækrar umræðu um það
hvernig fiskveiðiréttindi hafa þró-
ast innan sambandsins og það hlut-
verk sem þau geta gegnt við að
koma á sjálfbærum fiskveiðum,“
sagði Joe Borg, sem fer með sjávar-
útvegsmál í framkvæmdastjórn-
inni. „Þessi umræða mun hjálpa til
við að varpa ljósi á valkostina sem
aðildarríkjunum standa til boða til
að betrumbæta fiskveiðistjórnun-
arkerfi sín. Þannig er þetta mikil-
vægur þáttur í viðleitni okkar til
að bæta fiskveiðistjórnun sameig-
inlegu sjávarútvegsstefnunnar,“
sagði Borg.
Markmiðið er að með umræð-
unni um kerfi með framseljanleg-
um veiðiheimildum séu kannaðar
leiðir til að auka á gegnsæi slíkra
kerfa, auka lagalegt öryggi og ná
fram hagræðingu, sem einnig felur
í sér að lágmarka kostnað fyrir
samfélagið í heild.
Því á umræðan einnig að beinast
að neikvæðum hliðum slíkra kerfa,
svo sem að veiðiheimildir safnist á
fárra hendur á kostnað smærri
útgerðarstaða, og hvernig hægt er
að mæta þeim.
Rætt um framseljan-
legar veiðiheimildir
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hleypt af stað umræðu meðal hags-
munaaðila í sjávarútvegi í aðildarríkjunum um leiðir til að bæta fiskveiðistjórnunar-
kerfi þeirra, með sérstöku tilliti til kerfa með framseljanlegum veiðiheimildum.
„Ég hlakka til að funda
með Björk,“ segir Björn Ingi
Hrafnsson, formaður fjölskyldu-
nefndar ríkisstjórnarinnar. Björk
Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi
hefur skrifað honum opið bréf,
þar sem hún segir að þrettán mán-
uðir séu frá síðasta fundi nefnd-
arinnar. Óski hún eftir fundi, enda
ekki seinna vænna þar sem örfáir
dagar séu til kosninga.
„Fjölskyldunefnd er vettvang-
ur innan ríkisstjórnarinnar, sem
hefur fjallað um mörg mál sem
hafa orðið að veruleika á kjör-
tímabilinu, meðan nefndin var að
störfum,“ segir Björn Ingi, sem
kveður nefnd-
ina ekki endi-
lega hafa
verið setta á
laggirnar til
að koma með
beinar tillög-
ur sjálf. „Sem
dæmi um
framgang
mála má
nefna ættleið-
ingarstyrki.
Þá höfum við rætt mikið um tólf
mánaða fæðingarorlof, sem mér
sýnist vera komin breið samstaða
um að verði að veruleika á næst-
unni. Við höfum rætt um gjald-
frelsi í leikskólum, samþættingu
skóla, frítíma og vinnudags og nú
er Reykjavíkurborg að fara af
stað með fjörutíu þúsund króna
frístundakort fyrir börn á aldrin-
um sex til átján ára.“
Björn Ingi kveður nefndina
hafa staðið að rannsóknum, ásamt
fleirum, að hag og velferð fjöl-
skyldunnar.
„Sjálfsagt má deila um hvort
fundirnir séu nógu margir eða
ekki, en aðalatriðið er að það er
alltaf verið að vinna að því að
gera Ísland fjölskylduvænna
samfélag.“