Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 16
Sjö öryrkjar, sem allir
hafa reynslu af því að vera með
geðsjúkdóm, starfa nú að sérstöku
nýsköpunarverkefni á vegum AE
starfsendurhæfingar og félags-
málaráðuneytisins. Um 25 pró-
senta starf er að ræða. Verkefnið
byggir á þjónustusamningi ráðu-
neytisins og AE starfsendurhæf-
ingar, sem rekur Hlutverkasetur í
samvinnu við samtökin Hugarafl.
„Um er að ræða gæðaþróunar-
verkefni sem kallað er Notandi
spyr Notanda, eða NsN,“ segir
Kristjana Milla Snorradóttir iðju-
þjálfi, sem starfar hjá Hlutverka-
setrinu. „Að því starfa tveir iðju-
þjálfar og umræddir sjö
einstaklingar sem hafa reynslu af
því að vera með geðsjúkdóm. Þess-
ir sjö einstaklingar eru öryrkjar
en eru ráðnir hjá Hlutverkasetr-
inu í 25 prósenta starf hver. Miðað
er við það starfshlutfall því bæði
er vinnuúthald þessara einstakl-
inga minna, eftir langa fjarveru
frá vinnumarkaði, og svo er þetta
viðmiðið sem þeir geta unnið án
þess að til tekjuskerðingar á
vegum ríkisins komi.“
Kristjana Milla segir Hlutverka-
setrið vera fyrsta fyrirtækið á
Íslandi sem hafi það að markmiði
að ráða til sín fólk sem misst hafi
hlutverk og sé á örorku.
„Markmið okkar er að skapa
einstaklingum sem misst hafa
starfshlutverk tækifæri til þess
að skapa sér hlutverk og auka lífs-
gæði. Það gefur lífinu gildi og til-
gang, eins og glögglega hefur
komið fram hjá starfsfólki okkar,
að vakna á morgnana og sinna
verkefni sem hefur markmið, upp-
haf og endi. Þessi hópur er að skila
einhverju mikilvægu af sér.“
Kristjana Milla segir enn frem-
ur að um nýsköpunarverkefni og
frumkvöðlastarf á Íslandi sé að
ræða, sem unnið sé eftir valdefl-
ingu og á jafningjagrunni.
„Við teljum að við séum að gefa
einstaklingum á örorkubótum
aukið val, tækifæri til þátttöku og
möguleika til að vaxa,“ bætir hún
við. „Verkefnin sem við sköpum
tengjast starfsfólki okkar beint,
þar sem það fær að nýta eigin
styrkleika og reynslu með því að
leita í þann mikla þekkingarbrunn
sem einstaklingarnir luma á. Með
þátttökunni eflast þau í starfshlut-
verkinu og við fjölgum þátttak-
endum á atvinnumarkaðinum.
Félagsmálaráðuneytið hefur
með gerð samningsins tekið stórt
og merkilegt skref í þá átt að gefa
öryrkjum tækifæri og fjölga þeim
á atvinnumarkaði, sem til lengri
tíma litið eykur lífsgæði og sparar
ríkinu fjármuni.“
Sjö öryrkjar vinna
frumkvöðlaverkefni
Sjö öryrkjar sem reynslu hafa af því að vera með geðsjúkdóm starfa nú að
ákveðnu frumkvöðlaverkefni. Það byggir á þjónustusamningi AE starfsendur-
hæfingar og félagsmálaráðuneytisins. Öryrkjarnir eru allir í 25 prósent starfi.
Eldri borgarar 60+
Byrjendur
30 kennslustunda byrjenda-
námskei›. Engin undirsta›a
nau›synleg, hæg yfirfer› me›
reglulegum endurtekningum í
umsjá flolinmó›ra kennara.
A›almarkmi› námskei›sins er
a› gera flátttakendur færa a›
nota tölvuna sjálfstætt, m.a. til
a› skrifa texta og prenta, nota
Interneti› sér til gagns og
gamans, taka á móti og senda
tölvupóst.
Kennsla hefst 16. maí og lýkur 11. júní. Kennt er mánudaga og
miðvikudaga kl. 13-16.
Ver› kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin.
Framhald I
30 kennslustundir. Hentar fleim sem loki› hafa byrjendanámskei›inu
e›a hafa sambærilega undirstö›u.
Byrja› er á upprifjun á›ur en haldi› er lengra í ritvinnslu í Word.
Framhaldsæfingar á Internetinu og í allri me›fer› tölvupósts.
Kennsla hefst 15. maí og lýkur 7. júní. Kennt er þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 13-16.
Ver› kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin.
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW.TSK.IS
SKOLI@TSK.IS
SÍMI: 544 2210
SÓMABAKKAR
Nánari uppl‡singar á somi.is
*Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr.
PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*
Sigurður Friðleifsson,
framkvæmdastjóri Orkuseturs,
hefur útbúið reiknivél sem reiknar
út hve mikið sparast hjóli maður í
vinnuna. Með því að fylla inn réttar
upplýsingar fást tölur um orku-
sparnað, peningasparnað og hita-
einingabruna.
„Ég hef sett ýmsar reiknivélar í
loftið í gegnum tíðina og langaði að
leggja mitt af mörkum í verkefninu
Hjólað í vinnuna,“ segir Sigurður.
Reiknivélina má nálgast á heima-
síðu Orkuseturs. Þar setur maður
inn upplýsingar um hversu langt er
hjólað og hversu margar ferðirnar
eru. Þá er einnig tekið fram hvers
konar bifreið er skilin eftir heima.
Reiknivélin tekur að auki tillit til
bensínverðs sem og líkamsþyngdar
hjólreiðamannsins svo hægt sé að
reikna út hversu mörgum hitaein-
ingum er brennt.
„Ég hef lengi verið talsmaður
þess að menn brenni líkamsfitu í
stað jarðefnaeldsneytis,“ segir Sig-
urður og bætir því við að mörgum
þyki sláandi að sjá tölurnar um
útblásturinn sem sparast með því
að hjóla.
Maður sem hjólar fimm kílómetra
til vinnu, fimm daga vikunnar (10
km á dag) og skilur eftir heima bein-
skipta bifreið af tegundinni Toyota
Yaris með 1497 cc slagrými sparar
3,5 lítra af bensíni og þar með um
400 krónur. Færi hann á bílnum
myndi hann losa 8,2 kíló af koltvíox-
íði. Sé maðurinn 80 kg á þyngd má
hann einnig búast við því að brenna
um 1.692 hitaeiningum.
Sláandi tölur um mengun