Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 17

Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 17
GRENSÁSVEGI 16A Í KVÖLD 9. MAÍ KLUKKAN 20.30 Ögmundur Jónasson, Katrín Jakobsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir flytja barátturæður Villi Naglbítur syngur Hljómsveitin Bardukha slær á létta strengi Birgitta Jónsdóttir les ljóð við undirleik Hjörleifs Valssonar Fjöldasöngur Ásta Arnardóttir sýnir ljósmyndir úr náttúru Íslands KRAFTUR, HUGSJÓN OG BARÁTTUGLEÐI Allir velkomnir! BARÁTTUHÁTÍÐ VINSTRI GRÆNNA Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn reif í hár konu á skemmtistað, sneri hana niður í gólfið og tók hana hálstaki. Konan tognaði á hálsi og fékk vægan heilahristing. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til þess þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Reif í hár konu og sneri niður Stjórnarher Srí Lanka gerði á mánudag loftárás á eina bækistöð Tamíltígra og viðurkenndi í kjölfarið að semja þyrfti upp á nýtt um vopnahlé milli stríðandi fylkinga í landinu. Vopnahléð hefði reglulega verið brotið á báða bóga og öryggi þjóðarinnar væri mikilvægara en vopnahlé. Vopnahléinu var komið á fyrir milligöngu norskra erindreka árið 2002. Síðan hafa árásir verið tíðar en samt segjast stríðandi aðilar hafa virt vopnahléið og einungis gripið til árása til að svara öðrum árásum. Um tugur íslenskra friðargæslu- liða er enn að störfum í eftirlits- sveitunum með vopnahléinu. Nýir vopnahlés- samningar? Ósiðir á almannafæri eru yfirvöldum í Kína mikið áhyggju- efni nú í aðdraganda Ólympíu- leikanna í Peking. Stjórnvöld hafa tekið upp á því að sekta borgar- búa fyrir að hrækja á almanna- færi og voru fimmtíu manns sektaðir í síðustu viku. Markmiðið með sektunum er að bæta ímynd landsins og siða landsmenn til. Fulltrúar borgar- innar heimsóttu helstu ferða- mannastaði borgarinnar og deildu út meira en tíu þúsund ruslapok- um. Einnig hafa leigubílstjórar og starfsmenn hótela og gististaða fengið kennslu í ensku og mannasiðum. Sektir fyrir hráka og rusl H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 FYLGSTU MEÐ GLITNIS PUNKTUNUM SAFNAST UPP Í NETBANKA GLITNIS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.