Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Maðurinn sem
Framsókn hafnaði
Eins og í borgarstjórn?
í ágúst munu sumarbúðir
KFUM í Vatnaskógi vinna
spennandi verkefni í sam-
vinnu við ADHD samtök-
in og velferðarsjóð barna.
Verkefnið nefnist Gaura-
flokkur og er sumarbúða-
flokkur sérstaklega sniðinn
fyrir 10 til 12 ára drengi
með ADHD.
„Okkur fannst vanta einhvers
konar tómstundaúrræði fyrir
þessa krakka og langaði að bjóða
þeim upp á dvöl í Vatnaskógi sem
væri sérstaklega sniðin að þeirra
þörfum,“ segir Bóas Valdórsson,
sálfræðingur á BUGL, en hann er
einn forsvarsmanna verkefnisins.
Gert er ráð
fyrir að tekið
verði á móti um
70 drengjum í
vikunni eftir
verslunar-
mannahelgina
og fá þeir að
njóta lífsins í
Vatnaskógi í
sex daga. Meðan
á dvölinni
stendur verður
unnið mark-
visst með
vandamál
drengjanna í
gegnum leik og
starf. Hreyfing
og útivera verða í fyrirrúmi en
ramminn verður skýr og föst
regla á hlutunum, sem hentar
drengjum með ADHD vel.
„Við höfum í samvinnu við
ADHD samtökin unnið að því að
móta starfið,“ segir Bóas og bætir
því við að allt krefjist þetta auk-
ins mannafla. „Í þessum hópi
verða talsvert færri drengir en
við eigum að venjast í Vatnaskógi
en á móti kemur að starfsmenn-
irnir verða helmingi fleiri. Þetta
starfsfólk sækir sérstakt nám-
skeið áður en hópurinn kemur og
verður vel undirbúið. Við fengum
styrk frá Velferðarsjóði barna,
sem gerir okkur kleift að ráða
aukinn mannafla án þess að kostn-
aðurinn rjúki upp,“ segir Bóas en
dvöl í Gauraflokknum mun ekki
kosta meira en hefðbundin dvöl í
Vatnaskógi.
Að sögn Bóasar hafa viðbrögð
við Gauraflokknum verið góð
enda veit hann ekki til þess að
áður hafi verið boðið upp á sér-
stakar sumarbúðir fyrir drengi
með ofvirkni og skyldar raskanir.
Skráning er hafin og allar nán-
ari upplýsingar um sumarbúðirn-
ar má nálgast á vefslóðinni: www.
kfum.is/gauraflokkur.
Gaurar með ADHD í Vatnaskógi
Þörf
áminning
Spáir Eika og Framsókn góðu gengi