Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 25
Íslenski dansflokkurinn snýr aftur heim eftir vel
heppnaða sýningarferð í Kína.
Uppselt var á allar sýningar Íslenska dansflokksins
í borgunum Sjanghæ, Guangzhou og Peking í Kína,
en ferðalaginu lauk um helgina. Svo mikil var að-
sóknin að sums staðar þurfti að bæta við sætum og
selja sérstök sæti með takmörkuðu útsýni á afslátt-
arverði. Það kom ekki í veg fyrir að fólk stæði í bið-
röðum fram yfir hlé í von um að berja íslensku lista-
mennina augum.
„Viðtökurnar fór fram úr björtustu vonum,“ segir
Guðmundur Elías Knudsen, dansari í Íslenska dans-
flokknum. „Þetta er líka ánægjulegt þar sem þetta er
í fyrsta sinn sem flokkurinn fer til Kína. Það hefur
reyndar lengi staðið til að sýna í Kína, en tækifær-
ið gafst fyrst eftir að Ása Richardsdóttir fór þangað í
fyrra til að mynda tengsl.“
Dansarar og starfsfólk dansflokksins vakti mikla
athygli á meðan á dvölinni stóð. Fyrir kom að beðið
var um eiginhandaráritanir og ekki var laust við að
dönsurunum liði svolítið eins og rokkstjörnum. Guð-
mundur segir erfitt að lýsa reynslunni af Kína í
nokkrum orðum og segir ekkert eitt hafa staðið upp
úr í ferðinni. „Þarna er svo margt áhugavert að sjá.
Mannmergðin er náttúrlega ótrúleg og sömuleið-
is fátæktin en íbúarnir eru engu að síður mjög lífs-
glaðir. Ég vil bara hvetja sem flesta til að heimsækja
þessa þjóð.“
Eftir gott gengi Íslenska dansflokksins í Kína hafa
listahátíðir í Macau, SiDance í Seúl í Suður-Kóreu og
Hong Kong, sem er talin sú stærsta í Suður-Asíu, sýnt
áhuga á að fá hann til að sýna. Dansflokkurinn virðist
því hafa náð tilætluðu markmiði með Kínaferðinni,
sem er að komast inn á Asíumarkaðinn.
Sló í gegn í Kína
Skráning á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400
Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið:
Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting,
jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta.
Náðu forskoti með okkur í sumar!
“Snilldarnámskeið..kom skemmtilega á óvart hversu
miklum hraða ég náði.”
Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskólakennari.
“Loksins sé ég fram á það að geta klárað
lesbækur fyrir próf”
Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi.
“Ég sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum!
Frábært!”
Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, f
yrirlesari og jógakennari.
“Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu
prófunum.”
Jökull Torfason, 15 ára nemi.
“Þetta mun nýtast mér alla ævi.”
Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi.
“...á eftir að spara mér hellings tíma af
námsbókalestri.”
Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari.
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
HEILDARLAUSNIR
Í DRIFSKÖFTUM
Landsins mesta úrval
af hjöruliðum og
drifskaftsvörum
Jafnvægisstillingar
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000