Fréttablaðið - 09.05.2007, Side 42
Margverðlaunuð kvikmynd leik-
stjórans Florians Henckel von
Donnersmarck, Líf annarra, ger-
ist í sundruðu Þýskalandi árið
1984, austanmegin í Berlín hefur
öryggislögreglan Stasi nef sitt í
hvers manns koppi og vænisýkin
er í hámarki. Stasi-liðinn Wiesler
(Ulrich Mühe) er að undirlagi
menningarráðherrans Brunos
Hempf fenginn til að njósna um
leikskáldið Dreymann (Sebastian
Kock) og leikkonuna Christu-
Mariu Sieland (Martina Gedeck)
en peðið Wiesler veit þó ekki að
það vakir helst fyrir ráðherranum
að komast í brækur leikkonunnar.
Wiesler tekur starf sitt alvar-
lega og grunar Dreymann um
græsku en þegar á líður fær hann
sífellt meiri samúð með parinu,
sem hann hlerar og njósnar um
tímunum saman. Bakland sög-
unnar í eftirlitsþjóðfélagi Aust-
ur-Þýskalands er bæði skelfilegt
og grátbroslegt og tekst Donners-
marck að skapa mjög trúverðuga
mynd af andrúmslofti tortryggn-
innar, kerfisbundnum ofsókn-
um og þrúguðum listamönnum.
Pólitíkin tekur aldrei yfir atburða-
rásina, sem fyrst og fremst snýst
um fólk í annarlegum heimi, hug-
myndir um traust, breyskleika og
fórnfýsi. Leikskáldið Dreymann
dansar á línu flokkshollustunnar
þar til félagi hans, sem verið hefur
á svörtum lista stjórnvalda, frem-
ur sjálfsmorð og Dreymann skrif-
ar grein í Der Spiegel sem síst er
þóknanleg Kommúnistaflokknum.
Á þeim tíma hafa hlutverk hans og
Wieslers snúist við og Stasi-mað-
urinn er farinn að skrifa leikritið.
Hér helst allt í hendur við að
skapa eftirminnilegt listaverk með
áhrifamikinn boðskap. Leikaranir,
þá sér í lagi Mühe, eru afbragð og
handrit leikstjórans virkilega vel
úr garði gert. Það eru ekki marg-
ar persónur í myndinni en jafnvel
minnstu hlutverkin eru vel mótuð.
Það var helst óbermisráðherrann
sem var full ýktur – síétandi og
sílspikaður fauti og holdtekning
spillingar. Útlit myndarinnar og
allt yfirbragð var heildstætt og
sviðsetningarnar trúverðugar.
Allt var mátulega temprað og lit-
laust til þess að miðla grámanum.
Þrátt fyrir allt er Líf annarra
líka lúmskt fyndin mynd og nær
leikstjórinn afbragðsvel að spila
á jafnvægið milli hláturs og hroða
– hér er ekki beitt ódýrum brögð-
um né yfirkeyrðri dramatík held-
ur mætti fremur kenna áherslurn-
ar við þýska hófsemi. Líf annarra
er afbragðs spennumynd og eftir-
minnileg sögustund sem allir ættu
að sjá.
Forvitin fluga á veggnum
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is
ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum
Einar Már Guðmundsson
20. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður
rithöfundur
Reykjavík
Lísa Kristjánsdóttir
7. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður
aðstoðarleikstjóri
Reykjavík
Hlynur Hallsson
18. sæti Norðausturkjördæmi
myndlistarmaður
Akureyri
Einar Laxness
21. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður
sagnfræðingur
Reykjavík
Arndís Soffía Sigurðardóttir
8. sæti Suðurkjördæmi
ferðaþjónustubóndi
Fljótshlíð
Gó› rá› og gagnlegar
uppl‡singar um heita vatni›
www.stillumhitann.is