Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 44
„Þetta er óskaplega skemmtilegt
og íslenska sauðkindin er mikið
módel,“ segir Guðni Ágústsson en
Gunnlaugur Ingivaldur Grétars-
son, annar eigandi bolabúðarinn-
ar Ósóma, afhenti landbúnaðarráð-
herranum eitt stykki Kind-bol í gær.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
fyrir skömmu notast ungir fram-
sóknarmenn við íslensku sauðkind-
ina í sinni auglýsingaherferð fyrir
alþingiskosningarnar en þau Þórdís
Claessen og Gulli í Ósóma hafa gert
kindina nánast ódauðlega í reyk-
vískri götutísku með kindarbolum
sínum. Bauðst Þórdís í kjölfarið til
þess að gefa landbúnaðarráðherr-
anum alvöru kindarbol enda hefði
það verið langþráður draumur hjá
henni. Og nú hefur hann ræst.
„Mér þótti mjög vænt um þetta
boð því mér þykir mjög vænt um ís-
lensku sauðkindina,“ sagði Guðni en
bolurinn sem hann fékk er grænn
eins og litur Framsóknarflokksins.
„Við getum étið kindina upp til agna
og svo er ullariðnaðurinn í mikl-
um blóma enda unga fólkið allt í ull-
arpeysum um þessar mundir,“ sagði
hann. „Og það er eitt sem er svolítið
merkilegt við íslensku kindina og það
er að hún er í eðli sínu íslensk en líka
ákaflega alþjóðleg. Og þannig nær
hún til hjarta allra,“ bætir Guðni við.
„Svo er íslenska kindin líka í tísku og
ég vil tolla í henni.“
Flestir spá Úkraínu sigri í
Söngvakeppni Evrópskra
sjónvarpsstöðva í ár. Lagið
þykir ekki það besta en
dragdrottningin sem það
syngur nær athygli allra.
Flutningur Eiríks Hauks-
sonar þykir hrífandi en
það eru kyntöfrar hans
sem helst eru til umræðu
í tengslum við framlag Ís-
lendinga.
Kynþokki Eiríks Haukssonar
er mikið til umræðu meðal fjöl-
miðla- og áhugafólks á Eurovision
í Helsinki. „Það er alltof mikið
af einhverjum píslum þarna, Ís-
lendingurinn er sá eini sem geisl-
ar af alvöru karlmennsku á svið-
inu. Slíkt hefur lengi vantað,“
varð Ninu Talmén, finnskri blaða-
konu, að orði í samræð-
um blaðamanna og áhuga-
manna um keppendur í
fjölmiðlahöll keppn-
innar. Undir þau orð
tóku aðrir heilshug-
ar og kinkuðu kolli
til samþykkis. Ein
kona lét sér það þó
ekki nægja heldur
æpti upp yfir sig á
ensku með sænsk-
um hreim. „Já, hann
er svo ótrúlega sexí.“
Þótt kynþokki Eiríks þyki
ærandi er laginu frá Úkr-
aínu mun oftar spáð sigri í
keppninni. Ekkert annað lag
virðist jafn sigurstranglegt og
það. Flestir kunna lagið þeirra
Dancing Lasha Tumbai og dilla
sér eins og dragdrottningin í
álklæðunum, Verka Serduchka.
Meira að segja þeir sem þola
ekki lagið spá því orðið sigri
vegna þeirrar athygli sem það
fær.
„Úkraína notar sér þá arf-
leifð sem þið Íslendingar
skylduð eftir með Silvíu
Nótt. Fólk þolir orðið
meira sprell eftir að hún
gerði allt vitlaust í Grikk-
landi,“ sagði Martti Imm-
onen, einn fremsti Eur-
ovision-spekingur Finna
þegar hann var spurður
álits á því hvaða lið væri
sigurstranglegast. Hann
kvaðst mjög ánægður með
þær breytingar sem Silvía gerði
en segir líklegt að ef jafn undar-
legt lag og það úkraínska vinni nú,
á eftir latex-skrímslunum í Lordi,
eigi einhverjum eftir að finnast
sem keppnin sé komin út í of mikla
vitleysu.
„Mér fannst Eiríkur frábær í
Gleðibankanum en þá fékk hann
ekki að njóta sín eins og hann er.
Leðrið nú fer honum miklu betur,
hann tekur sig rosalega vel út á
sviðinu, eiginlega vona ég að hann
vinni. Það væri gott fyrir keppnina
að fá mann eins og hann í sigursæt-
ið,“ bætti Martti því næst við.
Það leikur enginn vafi á því
að ekkert vantar upp á kyntöfra
Eiríks í Helsinki. Spurningin er
hvort þeir og lag hans Valentine-
Lost dugi til þess að koma Íslend-
ingum upp úr undankeppninni.
Landbúnaðarráðherra klæðist kindinni
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
MARGBORGAR SIG
PUNKTUR!