Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 44
„Þetta er óskaplega skemmtilegt og íslenska sauðkindin er mikið módel,“ segir Guðni Ágústsson en Gunnlaugur Ingivaldur Grétars- son, annar eigandi bolabúðarinn- ar Ósóma, afhenti landbúnaðarráð- herranum eitt stykki Kind-bol í gær. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu notast ungir fram- sóknarmenn við íslensku sauðkind- ina í sinni auglýsingaherferð fyrir alþingiskosningarnar en þau Þórdís Claessen og Gulli í Ósóma hafa gert kindina nánast ódauðlega í reyk- vískri götutísku með kindarbolum sínum. Bauðst Þórdís í kjölfarið til þess að gefa landbúnaðarráðherr- anum alvöru kindarbol enda hefði það verið langþráður draumur hjá henni. Og nú hefur hann ræst. „Mér þótti mjög vænt um þetta boð því mér þykir mjög vænt um ís- lensku sauðkindina,“ sagði Guðni en bolurinn sem hann fékk er grænn eins og litur Framsóknarflokksins. „Við getum étið kindina upp til agna og svo er ullariðnaðurinn í mikl- um blóma enda unga fólkið allt í ull- arpeysum um þessar mundir,“ sagði hann. „Og það er eitt sem er svolítið merkilegt við íslensku kindina og það er að hún er í eðli sínu íslensk en líka ákaflega alþjóðleg. Og þannig nær hún til hjarta allra,“ bætir Guðni við. „Svo er íslenska kindin líka í tísku og ég vil tolla í henni.“ Flestir spá Úkraínu sigri í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Lagið þykir ekki það besta en dragdrottningin sem það syngur nær athygli allra. Flutningur Eiríks Hauks- sonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Ís- lendinga. Kynþokki Eiríks Haukssonar er mikið til umræðu meðal fjöl- miðla- og áhugafólks á Eurovision í Helsinki. „Það er alltof mikið af einhverjum píslum þarna, Ís- lendingurinn er sá eini sem geisl- ar af alvöru karlmennsku á svið- inu. Slíkt hefur lengi vantað,“ varð Ninu Talmén, finnskri blaða- konu, að orði í samræð- um blaðamanna og áhuga- manna um keppendur í fjölmiðlahöll keppn- innar. Undir þau orð tóku aðrir heilshug- ar og kinkuðu kolli til samþykkis. Ein kona lét sér það þó ekki nægja heldur æpti upp yfir sig á ensku með sænsk- um hreim. „Já, hann er svo ótrúlega sexí.“ Þótt kynþokki Eiríks þyki ærandi er laginu frá Úkr- aínu mun oftar spáð sigri í keppninni. Ekkert annað lag virðist jafn sigurstranglegt og það. Flestir kunna lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum, Verka Serduchka. Meira að segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær. „Úkraína notar sér þá arf- leifð sem þið Íslendingar skylduð eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikk- landi,“ sagði Martti Imm- onen, einn fremsti Eur- ovision-spekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undar- legt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex-skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu. „Mér fannst Eiríkur frábær í Gleðibankanum en þá fékk hann ekki að njóta sín eins og hann er. Leðrið nú fer honum miklu betur, hann tekur sig rosalega vel út á sviðinu, eiginlega vona ég að hann vinni. Það væri gott fyrir keppnina að fá mann eins og hann í sigursæt- ið,“ bætti Martti því næst við. Það leikur enginn vafi á því að ekkert vantar upp á kyntöfra Eiríks í Helsinki. Spurningin er hvort þeir og lag hans Valentine- Lost dugi til þess að koma Íslend- ingum upp úr undankeppninni. Landbúnaðarráðherra klæðist kindinni H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 MARGBORGAR SIG PUNKTUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.