Fréttablaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 54
„Skjótt skipast veður í þessum
bransa. Þetta er vissulega súrt í
broti en svona getur þetta verið,“
segir Ingvar Þórðarson, framleið-
andi hjá Kvikmyndafélagi Íslands.
Þau leiðu tíðindi hafa nú borist að
Brynhildur Guðjónsdóttir rétt
missti af aðalhlutverkinu í hryll-
ingsmyndinni Lordi: Dark Floors
með finnsku skrímslahljómsveit-
inni Lordi. Kvikmyndafélag Ís-
lands er meðframleiðandi mynd-
arinnar og þegar tilkynnt var um
samstarfið var talið nánast öruggt
að eitt af aðalhlutverkunum væri
eyrnamerkt íslenskri leikkonu.
Bresk leikkona hefur hins vegar
verið ráðin í hlutverkið.
Hins vegar gætu tveir íslensk-
ir karlleikarar af eldri kynslóð-
inni fengið stór hlutverk í kvik-
myndinni. Þeir Pétur Einars-
son og Theódór Júlíusson hafa
að undanförnu mætt í pruf-
ur hjá Reykjavík Casting og
var talið líklegt að þau mál
myndu skýrast seint í
gær eða í dag. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins
þykir Theódór þó líklegri og
var Mýrin meðal ann-
ars send út til leik-
stjórans en þar
fór leikarinn á kostum sem smá-
glæpamaðurinn Elliði. Um er að
ræða hlutverk drykkfellds
heimilislauss manns og
er áætlað að tökudag-
arnir verði hátt í tut-
tugu hjá Theódóri ef
af verður.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt
sem DJ Sóley, og unnusti hennar
Freyr Frostason gengu í það heilaga
um helgina. Í athöfninni sjálfri var
brúðhjónunum komið á óvart, þegar
vinahópur parsins stóð upp og söng.
„Þetta var alveg æðislegt. Ég tárað-
ist alveg, mér brá svo,“ sagði Sóley,
sem var á leiðinni í sprautu hjá lækni
vegna yfirvofandi brúðkaupsferð-
ar til stranda Indlandshafs þegar
Fréttablaðið náði tali af henni.
Magnús Jónsson, þekktur sem
Maggi Jóns og oft á tíðum kennd-
ur við Gus Gus, er vinur brúðhjón-
anna. Hann söng fyrir hjónakornin
lag sem hann samdi fyrir Silfurtóna
á sínum tíma. „Það var ekki óvænt,
það var alltaf planið að hann myndi
syngja. Hann breytti bara textanum
svo hann passaði betur við okkur,“
útskýrði Sóley. „En svo stóðu þrjá-
tíu manns upp og sungu bakraddir
með honum. Strákarnir öðru megin
og stelpurnar hinum megin. Það var
ótrúlega flott,“ sagði hún.
Sóley segir uppátækið hafa sleg-
ið þau dálítið út af laginu, en kveðst
þó mæla með óvæntum uppákom-
um af þessu tagi. „Athöfnin end-
aði á þessu og allir komust í brjál-
að stuð fyrir veisluna,“ sagði hún.
„Þetta var alveg geðveikt.“
Óvænt uppákoma í brúðkaupi Sóleyjar
„Þeir eru þekktir fyrir að sprengja
upp allt verð. Ég er ekki viss um
að það verði góður kostur í fram-
tíðinni að fara til Yokanga fyrir
hinn almenna veiðimann,“ segir
Hilmar Hansson, umboðsmaður
veiðiferðaskrifstofunnar Fronti-
ers hér á landi.
Hilmar hefur undanfarin ár
verið að selja íslenskum stang-
veiðimönnum ferðir á Kólaskaga
í Rússlandi – nánar tiltekið í Yok-
anga-á. Að sögn Hilmars hefur
Frontiers samning við eigend-
ur árinnar til ársins 2008. En nú
hefur Lax ehf, Jón Þór Júlíusson
og Gísli Ásgeirsson með fulltingi
Peter Rippin, gripið inn í og und-
irritað samning við Yokanga-menn
um umboðssölu í ánna.
Hilmar segir ekki öll kurl komin
til grafar í þeim efnum. „Það á
eftir að fara yfir þetta af lögfræð-
ingum. En skrýtið að þeir skuli
vilja Yokanga sem þeir hafa talað
illa um. Erfitt fyrir þá núna að
„presentera“ hana. Það mun koma
út eins og Ragnar Reykáss sé að
selja,“ segir Hilmar ósáttur við að
missa Yokanga en hann hefur lagt
talsvert í að kynna þennan kost ís-
lenskum veiðimönnum.
„Það er naumast,“ segir Jón Þór
hjá Lax ehf. þegar þessi ummæli
eru borin undir hann. Jón Þór
hafnar því alfarið að fara í sand-
kassaleik eins og hann kallar yfir-
lýsingar Hilmars og neitar að hafa
talað illa um Yokanga enda aldrei
þangað komið.
„Tveir ættingja minna eru að
fara í sumar og ég hafði mikinn
áhuga á að komast þangað sjálfur.
Nei, það er ekki verið að sprengja
upp verð á Kólaskaga. Menn þurfa
ekki að hafa af því áhyggjur. Eftir
sem áður mun íslenskum veiði-
mönnum bjóðast góðir dagar í
Yokanga á sambærilegu verði og
verið hefur.“
Jón Þór segir þetta til komið
í gegnum Peter Rippin og enskt
umboðsfyrirtæki sem Lax á hlut
í. Og talsvert flóknara sé hvern-
ig veiðiréttur og leyfi í Rússlandi
gangi fyrir sig en hér. Lax ehf. er
að verða eitthvert umfangsmesta
fyrirtæki á Íslandi í sölu laxveiði-
leyfa og er til dæmis með Laxá í
Kjós og Grímsá á sínum snærum...
og nú nýlega, Langá í Borgarfirði,
þar sem ráðið hefur ríkjum sjálfur
Ingvi Hrafn Jónsson.
„Allt gert með fullu samþykki
Ingva Hrafns. Hann er ekkert
hættur í Langá þó við tökum við
og hann verður okkur innan hand-
ar með allar breytingar.“
Hilmar er síður en svo búinn að
gefa Kólaskaga upp á bátinn þó allt
líti út fyrir að Yokanga sé runnin
honum og Frontier úr greipum.
„Sumarið er vel selt. Við erum
einnig með ánna Ponoi sem er
flaggskip Frontier á Kólaskaga.
Þar geta allir veitt. Vikan gefur
að meðaltali 50 laxa. Yokanga er
meira fyrir mjög vana veiðimenn,“
segir Hilmar og upplýsir að hann
sé búinn að selja 90 stangveiði-
mönnum íslenskum ferð á Kóla-
skagann í sumar. Fyrir það borga
menn 300 þúsund auk flugfars til
Rússlands.
„Þessi mynd er úr kvikmyndinni
65. grein lögreglusamþykktar-
innar svo ég er í búningi. Ég lék
pjattaðan einkabílstjóra sem
var algjör snobbhæna og fuss-
aði og sveiaði í allar áttir.“
Brynhildi skipt út fyrir breska leikkonu