Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 13
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
3
76
72
0
5/
07
• Orkuveitan styrkir skógrækt í Skólaskógum, Bernskuskógi, Straumnesi við Úlfljótsvatn og á fleiri stöðvum. Með skógræktinni leggur
Orkuveitan sitt af mörkum til þess að binda CO2 í andrúmsloftinu og hjálpar til við að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrifin. www or.is
Frá árinu 1990 hefur OR gróðursett meira en 350 þúsund plöntur og þannig bundið tæplega 1.400
tonn af koltvísýringi sem er töluvert meira en fellur til vegna eigin orkunotkunar. Í ljósi sögu og stefnu
OR í umhverfismálum er eðlilegt framhald að fyrirtækið eigi aðild að Kolviði. Með þátttöku sinni mun
OR skuldbinda sig til að binda meiri koltvísýring en fellur til af orkunotkun fyrirtækisins sjálfs og allra
starfsmanna hennar, hvort sem er í vinnutíma eða frítíma.
Við hvetjum landsmenn til að gera slíkt hið sama og
kolefnisjafna bílinn sinn á www.kolvidur.is
Við viljum
gera
enn betur
FÆDDUST ÞENNAN DAG
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var
endurkjörin forseti Skáksam-
bands Íslands á aðalfundi sam-
bandsins í gær. Á sama fundi voru
konur kjörnar í meirihluta í stjórn
Skáksambandsins. „Það eru held
ég merkari tíðindi en flestir gera
sér grein fyrir,“ sagði Guðfríður
Lilja í samtali við Fréttablaðið.
„Skákheimurinn, og íþróttirnar
yfirleitt, eru náttúrulega gríðar-
legur karlaheimur í svona stór-
um samböndum,“ sagði Guðfríð-
ur. Aðspurð hvort vegur kvenna
fari vaxandi innan skákheims-
ins segist Guðfríður ekki ætla
að skera úr um það. „Það er að
minnsta kosti flott skref í rétta
átt að þær séu kosnar á aðalfundi
í stjórn Skáksambandsins,“ sagði
hún. „Nú skora ég bara á Knatt-
spyrnusambandið að gera slíkt
hið sama.“
Guðfríður sagði áframhaldandi
forsetastarf leggjast vel í sig.
„Þetta er búið að ganga vel og ég
hlakka bara til að halda áfram,“
sagði hún. Á dagskrá Skáksam-
bandsins eru helst erlend mót í
sumar. „Við ætlum að senda ungl-
ingalandsliðið á Ólympíuskákmót
ungmenna, sem hefur ekki verið
gert í fleiri ár. Við höfum náð að
byggja upp fjárhagsstöðu sam-
bandsins á undanförnum árum,
svo við munum gera ýmislegt sem
ekki hefur fengist fjármagn fyrir
áður,“ sagði hún. Guðfríður segir
Skáksambandið jafnframt stefna
að því að auka umsvif sín úti á
landi. Haldið verður hraðskákmót
í Bolungarvík í haust, samband-
ið stendur fyrir stórri, alþjóðlegri
skákhátíð á starfsárinu og Guð-
fríður kveðst láta sig dreyma um
alþjóðlegt kvennaskákmót. „Svo
höldum við áfram að breiða út
fagnaðarerindið,“ sagði hún og
hló við.
Konur nú í meirihluta