Fréttablaðið - 20.05.2007, Síða 14
E
líza fær sér kaffi amer-
íkanó með espressó út
í. Það er stærðarinnar
koffínskammtur enda
segist hún vera koffín-
fíkill. Ég spyr hvað hún hafi eigin-
lega verið að bauka síðustu miss-
erin.
„Skandinavía var síðasta tónlist-
ardæmið sem ég var í,“ segir hún,
„platan okkar kom út árið 2005.
Eftir það var ég komin með nóg
af London í bili og þreytt á þessu
hjakki svo ég flutti upp í sveit. Var
í Cornwall eitthvað að hippast og
byrjaði þar að semja efnið á vænt-
anlegu plötuna mína. Svo ákvað ég
að skipta um gír, kom heim og fór í
Listaháskólann síðasta haust. Tók
eins árs kúrs og aflaði mér kenn-
araréttinda.“
Þú varst samt búin að vera í ein-
hverju námi fyrir þann tíma, er
það ekki?
„Jú, ég er útskrifuð úr Söngskól-
anum og hafði líka verið í fram-
haldsnámi í söng í London. Er há-
menntuð óperusöngkona, sjáðu til.
Leyni á mér.“
Þú hefur fundið þessa leið út úr
meikdraumnum?
,,Þetta er mjúk lending en draum-
urinn blundar alltaf í manni en
kannski á öðrum forsendum.
Kennsluréttindin er góð leið til að
nota alla þessa reynslu og miðla
henni.“
Segðu mér frá sólóplötunni þinni
væntanlegu.
,,Hún heitir Empire Fall og kemur
út í sumar. Ég gerði hana til hlið-
ar við námið, tók hana upp með
honum Kidda í Hjálmum, bæði í
Geimsteini og í Hljóðrita. Ég fékk
Guðmund Pétursson til að spila á
gítar og bassa og þegar hann kom
inn þá bara gerðist eitthvað. Ég
var búin að hjakka eitthvað sjálf
en þegar hann kom inn þá kvikn-
aði eitthvað alveg nýtt. Helgi
Svavar úr Flís og Biggi Baldurs
spiluðu á trommur en annars spila
ég rest.“
Var ekki stórt skref að gerast
sóló eftir allar þessar hljómsveit-
ir?
,,Ég held ég hafi loksins verið til-
búin núna. Fyrst eftir að Bella-
trix hætti ætlaði ég að vera voða-
mikið sóló og var að spila eitt-
hvað en fannst það rosalega erfitt.
Leið eins og fiski á þurru landi að
vera ekki með þennan stuðnings-
hóp sem hljómsveit er. Nú held
ég að ég geti loksins staðið undir
þessu.“
Er þetta öðruvísi tónlist en þú
hefur gert hingað til?
,,Já, ég held það. Söngstíllinn hjá
mér er mikið breyttur, miklu af-
slappaðari. Ég hef alltaf verið á
garginu en núna reyni ég að gera
eins lítið og ég get. Þetta er mini-
malískt rokk og popp. Enskir og ís-
lenskir textar í bland. Ég er búin að
stofna mitt eigið merki til að gefa
þetta út, Lavaland Records. Ég er
búin að gera dreifingarsamninga
hér heima og í Englandi og Banda-
ríkjunum. Þetta gerðist allt mjög
eðlilega. Ég var ekkert að hlaupa á
eftir þessu heldur buðust mér bara
þessi tækifæri. Mér finnst mjög
spennandi að geta stjórnað þessu
sjálf og þurfa ekki að vera að væla
í einhverjum körlum.“
Þú ert með gífurlega poppmeik-
reynslu eftir allan tímann með
Kolrössu/Bellatrix. Hver er helsti
munurinn á íslenska poppheimin-
um og þeim enska?
,,Þetta er náttúrulega mjög ólíkt.
Íslenski tónlistarbransinn er í
rauninni verndaður vinnustaður.
Það er yndislegt að koma hingað
aftur, eins og að detta í dúnsæng.
Það er ekki þessi harka hér eins og
úti. Þar er harka og töffaraskapur
og þú verður alltaf að berjast fyrir
þínu.“
Þið í Bellatrix voruð í tvö ár í
stífu meikharki í London. Hvernig
fór það með fólk?
,,Misjafnlega held ég, en í heild-
ina þá var þetta skemmtileg lífs-
reynsla. Þessi ár eru allavega með
því skemmtilegra sem ég hef gert.
En ég er kannski bara vitleysing-
ur sem hefur gaman af ævintýra-
mennsku.“
Þið voruð í Keflavík í góðu stuði,
unnuð svo Músiktilraunir og gerð-
Dr. Gunni
tekur viðtal
Íslenski tónlistarbransinn er v
Það hefur lítið heyrst
frá Elízu í Bellatrix um
nokkra hríð, eða Elízu
Maríu Geirsdóttur
Newman, eins og hún
heitir í símaskránni.
Það er samt allt á fullu
hjá henni, fyrsta sóló-
platan á leiðinni og hún
nýkomin með kennara-
réttindi. Ég spjallaði við
hana um nútíðina og
fortíðina í meikharkinu
í London.