Fréttablaðið - 20.05.2007, Side 73

Fréttablaðið - 20.05.2007, Side 73
Rokkarinn ófrýnilegi, Marilyn Manson, var í algjöru rusli eftir skilnað sinn við fyrirsætuna Dita Von Teese á síðasta ári. Manson, sem heitir réttu nafni Brian Warn- er, kvæntist Teese í nóvember árið 2005 en hún sótti um skilnað í desember í fyrra. „Ég var algjörlega í rusli. Ég var alveg búinn að vera,“ sagði Manson í viðtali við Spin. „Hún segist hafa umborið lífsstíl minn vegna þess að hún vonaði að ég myndi breyt- ast og hún hótaði því að fara ef ég gerði það ekki. Ég kom út úr þessu öllu sem nakinn, fjaðralaus fugl.“ Í rusli eftir skilnaðinn Söngkonan Madonna hefur gefið út lagið Hey You á netinu í tilefni af Live Earth-tónleikunum 7. júlí næstkomandi. Madonna tók lagið upp í samvinnu við Pharrell Willi- ams. Fjallar það um ást og um- hyggju. Hægt er að finna lagið á msn. com. Milljón fyrstu niðurhölin verða ókeypis en eftir það verður hluti af ágóðanum gefinn til um- hverfisverndarsamtaka. Madonna kemur fram á tónleikum Live Earth á Wembley í London ásamt hljómsveitum á borð við The Red Hot Chili Peppers, Genesis og The Bestie Boys. Nýtt lag á netinu Ljósmyndarar bauluðu á kyn- bombuna Pamelu Anderson fyrir að mæta of seint til myndatöku á Cannes-hátíðinni í Frakklandi. Auk þess gaf hún ljósmyndurunum að- eins nokkrar mínútur til að mynda sig og féll það í grýttan jarðveg. Pamela var stödd í Cannes til að kynna mynd sína Blonde and Blonder. Skömmu fyrir mynda- tökuna hafði hún kvartað undan ágengni ljósmyndaranna í Cann- es. „Þegar ég horfði á þetta í sjón- varpinu í morgun var eins og leik- ararnir væru nautgripir og þeim snúið hingað og þangað,“ sagði Pamela. Bætti hún því samt við að umgjörð Cannes-hátíðarinnar væri glæsileg. Bauluðu á Pamelu Stórleikararnir og Óskarsverð- launahafarnir Robert De Niro og Al Pacino ætla að leika saman í kvikmyndinni Righteous Kill. Fara þeir með hlutverk lögreglumanna sem leita að fjöldamorðingja. Þetta verður í annað sinn sem þeir félagar leika saman á hvíta tjaldinu. Síðast léku þeir í Heat árið 1995 í leikstjórn Michael Mann þar sem þeir þóttu ná vel saman. Þeir höfðu áður leikið í myndinni The Godfather Part II en sáust þó aldrei báðir í sama atriði. Tökur á Righteus Kill hefjast í ágúst í Connecticut og í New York. De Niro, sem er 63 ára, sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni Stardust. Hinn 67 ára Pacino leikur aftur á móti í Ocean´s 13 á móti Brad Pitt og George Clooney Leika aftur saman Spænski leikarinn Antonio Band- eras segir það mikinn heiður að fá að tala fyrir köttinn í Shrek-mynd- unum, sérstaklega vegna þess að hann talar ekki á sínu eigin tungu- máli. „Ég kom til Bandaríkjanna án þess að kunna orð í ensku og nokkr- um árum síðan vildu þeir fá að nota röddina mína. Ég er mjög stolt- ur af því,“ sagði Banderas, sem er 46 ára. Fyrsta mynd kappans vestanhafs var The Mambo Kings árið 1992 sem vakti mikla athygli á honum. Nýjasta Shrek-myndin, Shrek the Third, verður frumsýnd hérlendis í næsta mánuði. Heiður að vera köttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.