Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 73

Fréttablaðið - 20.05.2007, Qupperneq 73
Rokkarinn ófrýnilegi, Marilyn Manson, var í algjöru rusli eftir skilnað sinn við fyrirsætuna Dita Von Teese á síðasta ári. Manson, sem heitir réttu nafni Brian Warn- er, kvæntist Teese í nóvember árið 2005 en hún sótti um skilnað í desember í fyrra. „Ég var algjörlega í rusli. Ég var alveg búinn að vera,“ sagði Manson í viðtali við Spin. „Hún segist hafa umborið lífsstíl minn vegna þess að hún vonaði að ég myndi breyt- ast og hún hótaði því að fara ef ég gerði það ekki. Ég kom út úr þessu öllu sem nakinn, fjaðralaus fugl.“ Í rusli eftir skilnaðinn Söngkonan Madonna hefur gefið út lagið Hey You á netinu í tilefni af Live Earth-tónleikunum 7. júlí næstkomandi. Madonna tók lagið upp í samvinnu við Pharrell Willi- ams. Fjallar það um ást og um- hyggju. Hægt er að finna lagið á msn. com. Milljón fyrstu niðurhölin verða ókeypis en eftir það verður hluti af ágóðanum gefinn til um- hverfisverndarsamtaka. Madonna kemur fram á tónleikum Live Earth á Wembley í London ásamt hljómsveitum á borð við The Red Hot Chili Peppers, Genesis og The Bestie Boys. Nýtt lag á netinu Ljósmyndarar bauluðu á kyn- bombuna Pamelu Anderson fyrir að mæta of seint til myndatöku á Cannes-hátíðinni í Frakklandi. Auk þess gaf hún ljósmyndurunum að- eins nokkrar mínútur til að mynda sig og féll það í grýttan jarðveg. Pamela var stödd í Cannes til að kynna mynd sína Blonde and Blonder. Skömmu fyrir mynda- tökuna hafði hún kvartað undan ágengni ljósmyndaranna í Cann- es. „Þegar ég horfði á þetta í sjón- varpinu í morgun var eins og leik- ararnir væru nautgripir og þeim snúið hingað og þangað,“ sagði Pamela. Bætti hún því samt við að umgjörð Cannes-hátíðarinnar væri glæsileg. Bauluðu á Pamelu Stórleikararnir og Óskarsverð- launahafarnir Robert De Niro og Al Pacino ætla að leika saman í kvikmyndinni Righteous Kill. Fara þeir með hlutverk lögreglumanna sem leita að fjöldamorðingja. Þetta verður í annað sinn sem þeir félagar leika saman á hvíta tjaldinu. Síðast léku þeir í Heat árið 1995 í leikstjórn Michael Mann þar sem þeir þóttu ná vel saman. Þeir höfðu áður leikið í myndinni The Godfather Part II en sáust þó aldrei báðir í sama atriði. Tökur á Righteus Kill hefjast í ágúst í Connecticut og í New York. De Niro, sem er 63 ára, sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni Stardust. Hinn 67 ára Pacino leikur aftur á móti í Ocean´s 13 á móti Brad Pitt og George Clooney Leika aftur saman Spænski leikarinn Antonio Band- eras segir það mikinn heiður að fá að tala fyrir köttinn í Shrek-mynd- unum, sérstaklega vegna þess að hann talar ekki á sínu eigin tungu- máli. „Ég kom til Bandaríkjanna án þess að kunna orð í ensku og nokkr- um árum síðan vildu þeir fá að nota röddina mína. Ég er mjög stolt- ur af því,“ sagði Banderas, sem er 46 ára. Fyrsta mynd kappans vestanhafs var The Mambo Kings árið 1992 sem vakti mikla athygli á honum. Nýjasta Shrek-myndin, Shrek the Third, verður frumsýnd hérlendis í næsta mánuði. Heiður að vera köttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.