Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 74

Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 74
Fæðingardags Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, 20. maí 1893, er minnst með veglegri dagskrá í Ásmundarsafni í Laugardal í dag. Ásmundarsafn hefur fengið íbúasamtök Laugardals til liðs við sig í fyrsta sinn, en fæðingardags mynd- höggvarans hefur verið minnst með einhverjum hætti í áraraðir. „Oftast erum við með opnanir á þessum degi en í ár erum við nýbúin að opna sýningu,“ sagði Ólöf K. Sig- urðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur. „Í fyrra vorum við líka með opinn dag þar sem við buðum fólk velkomið og reynum að draga fram það sem við gerum í safninu alla daga, vera með leiðsagnir og fleira,“ bætti hún við. Á meðal þess sem íbúar í Laugardal og starfsmenn safnsins bjóða upp á er leiðsögn um garðinn við Ásmundarsafn, þar sem margar frægustu höggmyndir hans standa, leiðsögn um húsið sjálft í fylgd Ásdísar, dóttur myndhöggvar- ans, og ganga um Laugardalinn í fylgd Sigríðar Ólafs- dóttur myndlistarmanns og íbúa í hverfinu. Þar verða útilistaverk Ásmundar skoðuð. „Á opnum dögum í Ásmundarsafni kemur mikið af fólki úr hverfinu og deilir sögum, upplýsingum og minningum frá svæðinu. Með þessu erum við að ýta undir það,“ sagði Ólöf, sem kvaðst ánægð með sam- starfið við íbúana. „Það er ótrúlega gaman þegar fólk sýnir verkunum áhuga og hefur áhuga á að vinna með okkur,“ sagði hún. Safnið verður opnað klukkan 10 en formleg dag- skrá hefst klukkan 13. Gönguferð um Laugardal er síðasti dagskrárliðurinn. Lagt verður af stað frá Ás- mundarsafni klukkan 16. 14.00 og 20.00 Sjötta og sjöunda sýning San Francisco ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar verða í Borgarleikhúsinu í dag. Djasssveifla í Reykjanesbæ „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Síðasti sýningardagurinn Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM) Sími: 410 4300 Opið í dag kl. 13:00-18:00 Enginn aðgangseyrir Alltaf heitt á könnunni Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðar- innar samtvinnuð á ýmsan hátt. Dagskráin í dag: Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og Sveinbjörn Guðbjarnarson verða á staðnum, leiðbeina gestum og svara spurningum. Eggert Þór segir m.a. frá miðbæjarbrunanum mikla árið 1915 og styðst við líkan sem er sérhannað fyrir Sögusýninguna. ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 37 68 7 05 /0 7 Athugið að Sögusýningunni lýkur í dag. Misstu ekki af tækifærinu til að upplifa þessa einstöku sýningu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.