Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 74
Fæðingardags Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, 20. maí 1893, er minnst með veglegri dagskrá í Ásmundarsafni í Laugardal í dag. Ásmundarsafn hefur fengið íbúasamtök Laugardals til liðs við sig í fyrsta sinn, en fæðingardags mynd- höggvarans hefur verið minnst með einhverjum hætti í áraraðir. „Oftast erum við með opnanir á þessum degi en í ár erum við nýbúin að opna sýningu,“ sagði Ólöf K. Sig- urðardóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur. „Í fyrra vorum við líka með opinn dag þar sem við buðum fólk velkomið og reynum að draga fram það sem við gerum í safninu alla daga, vera með leiðsagnir og fleira,“ bætti hún við. Á meðal þess sem íbúar í Laugardal og starfsmenn safnsins bjóða upp á er leiðsögn um garðinn við Ásmundarsafn, þar sem margar frægustu höggmyndir hans standa, leiðsögn um húsið sjálft í fylgd Ásdísar, dóttur myndhöggvar- ans, og ganga um Laugardalinn í fylgd Sigríðar Ólafs- dóttur myndlistarmanns og íbúa í hverfinu. Þar verða útilistaverk Ásmundar skoðuð. „Á opnum dögum í Ásmundarsafni kemur mikið af fólki úr hverfinu og deilir sögum, upplýsingum og minningum frá svæðinu. Með þessu erum við að ýta undir það,“ sagði Ólöf, sem kvaðst ánægð með sam- starfið við íbúana. „Það er ótrúlega gaman þegar fólk sýnir verkunum áhuga og hefur áhuga á að vinna með okkur,“ sagði hún. Safnið verður opnað klukkan 10 en formleg dag- skrá hefst klukkan 13. Gönguferð um Laugardal er síðasti dagskrárliðurinn. Lagt verður af stað frá Ás- mundarsafni klukkan 16. 14.00 og 20.00 Sjötta og sjöunda sýning San Francisco ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar verða í Borgarleikhúsinu í dag. Djasssveifla í Reykjanesbæ „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Síðasti sýningardagurinn Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM) Sími: 410 4300 Opið í dag kl. 13:00-18:00 Enginn aðgangseyrir Alltaf heitt á könnunni Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðar- innar samtvinnuð á ýmsan hátt. Dagskráin í dag: Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og Sveinbjörn Guðbjarnarson verða á staðnum, leiðbeina gestum og svara spurningum. Eggert Þór segir m.a. frá miðbæjarbrunanum mikla árið 1915 og styðst við líkan sem er sérhannað fyrir Sögusýninguna. ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 37 68 7 05 /0 7 Athugið að Sögusýningunni lýkur í dag. Misstu ekki af tækifærinu til að upplifa þessa einstöku sýningu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.