Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 75
„Sá sem slær tóna hversdagsins er skáld“ sagði Pétur Gunnarsson í
fyrstu ljóðabók sinni, Splunkunýjum degi. Og kannski hefur enginn
okkar höfunda í seinni tíð verið jafn lunkinn að slá tóna hversdags-
ins svo þeir fengju hljóm skáldskapar einsog Pétur. Hann hefur gert
það í skáldsögum sínum, ein þeirra ber einmitt heitið Hversdagshöllin,
en líka í vasabókunum sínum tveimur, sem heita Vasabók og Dýrðin á
ásýnd hlutanna. Alls staðar bregður hann nýju ljósi á hið vanabundna,
leitar merkingarinnar í hversdeginum, ekki til að upphefja hann, held-
ur kannski af ástæðu sem Pétur lýsir svo í síðustu ljóðabók sinni:
„Innst inni heldurðu í vonina um að lífið sé samið verk. Að það sé höf-
undur, merking, tilgangur, farsæll endir. / Viðleitnin að innrétta fjög-
urra herbergja íbúð í óskapnaðinn.“ (Að baki daganna, 2003). Pétur er
að leita hátíðarinnar að baki daganna, svo vitnað sé í hugtak frá Hall-
dóri Laxness sem heiti ljóðabókarinnar vísar til.
Þessir hlutir og margir aðrir voru ræddir á Pétursþingi sem hald-
ið var í Reykjavík á uppstigningardag, þar sem víða var gripið niður í
stóru höfundarverki Péturs. Áheyrendur höfðu gaman af að rifja upp
Andrabækurnar, mynd þeirra af Reykjavík á sjötta og sjöunda ára-
tugnum, af bernsku, ást og höfundardraumum – og tilsvörin. Eftir
Kennedymorðið: Hvað verður um Jacqueline og börnin, spurði skóla-
stjórinn hrærður. Ykkur finnst ég kannski ekki merkilegur pappír,
sagði klósettrúllan. En það var líka rætt um hinar skáldsögurnar, Efstu
daga, Heimkomuna, hinn metnaðarfulla bálk sem nefnist Skáldsaga Ís-
lands og þrjú bindi eru komin af. Haldi þeim bálki áfram verðum við
á endanum öll persónur í sögu eftir Pétur Gunnarsson. Kannski stað-
festist þá það sem óbeint má lesa úr mörgum verkum hans, að lífið fær
ekki merkingu fyrr en í búningi skáldskaparins.
Að öðrum ólöstuðum átti Sigurður Pálsson skáld minnisstæðasta
ávarp dagsins. Það helgaðist ekki síst af því að hann gat stutt pæl-
ingar sínar í skáldskap Péturs mynd sem hann dró upp af tveimur
ungum mönnum í París veturinn 68-69. Mönnum sem áttu sameiginlega
skáldadrauma en ólíka skaphöfn og vissu þó báðir að atburðir þessara
ára í Frakklandi og víðar, sem þeir voru vitni að, yrðu til þess að ver-
öldin yrði ekki aftur söm. Frásögnin var krydduð ógleymanlegum lýs-
ingum á því hvernig Sigurður með stríðni reyndi að brjótast í gegnum
staðfasta vinnusemi Péturs og draga hann í bæinn: Andri! En fáránlegt
nafn á persónu …
Eitt af því sem Sigurður nefndi er hversu oft má sjá vísi að helstu
yrkisefnum skálds í fyrstu bók þess, og svo er einnig hjá Pétri. Í
Splunkunýjum degi frá árinu 1973 eru margir þræðir sem Pétur hefur
tekið upp aftur síðar og ofið úr ólíkar myndir. Umtalsverður hluti bók-
arinnar er ortur í París og Pétri fór einsog Jónasi Hallgrímssyni, þegar
hann kom í erlenda heimsborg lifnuðu yrkisefni heimkynnanna við.
Enda er þar að finna eitt minnisstæðasta ættjarðarljóð okkar frá seinni
hluta 20. aldar, landsýn: einhversstaðar í öllu þessu grjóti á ég heima.
Í lok þings þakkaði Pétur fyrir sig og játaði þá meðal annars að honum
hefði alltaf fundist að hann hefði byrjað höfundarferil sinn vel, með
þessum tveimur fyrstu línum í fyrsta ljóðinu í Splunkunýjum degi:
af jarðarinnar hálfu
byrja allir dagar fallega
Splunkunýr Pétur
17 18 19 20 21 22 23
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.verslo.is.
BIB
NÁMSBRAUT
Frá og með hausti 2007 býður Verzlunarskóli Íslands upp á alþjóðlega námsbraut þar sem
kennt er á ensku. Námsbrautin sem kallast BIB (Baccalaureate in International Business) tekur
mið af viðskiptabraut skólans.
Framsækið nám fyrir öfluga einstaklinga - metnaðarfull kennsla á ensku, alþjóðleg sýn