Fréttablaðið - 20.05.2007, Síða 75

Fréttablaðið - 20.05.2007, Síða 75
„Sá sem slær tóna hversdagsins er skáld“ sagði Pétur Gunnarsson í fyrstu ljóðabók sinni, Splunkunýjum degi. Og kannski hefur enginn okkar höfunda í seinni tíð verið jafn lunkinn að slá tóna hversdags- ins svo þeir fengju hljóm skáldskapar einsog Pétur. Hann hefur gert það í skáldsögum sínum, ein þeirra ber einmitt heitið Hversdagshöllin, en líka í vasabókunum sínum tveimur, sem heita Vasabók og Dýrðin á ásýnd hlutanna. Alls staðar bregður hann nýju ljósi á hið vanabundna, leitar merkingarinnar í hversdeginum, ekki til að upphefja hann, held- ur kannski af ástæðu sem Pétur lýsir svo í síðustu ljóðabók sinni: „Innst inni heldurðu í vonina um að lífið sé samið verk. Að það sé höf- undur, merking, tilgangur, farsæll endir. / Viðleitnin að innrétta fjög- urra herbergja íbúð í óskapnaðinn.“ (Að baki daganna, 2003). Pétur er að leita hátíðarinnar að baki daganna, svo vitnað sé í hugtak frá Hall- dóri Laxness sem heiti ljóðabókarinnar vísar til. Þessir hlutir og margir aðrir voru ræddir á Pétursþingi sem hald- ið var í Reykjavík á uppstigningardag, þar sem víða var gripið niður í stóru höfundarverki Péturs. Áheyrendur höfðu gaman af að rifja upp Andrabækurnar, mynd þeirra af Reykjavík á sjötta og sjöunda ára- tugnum, af bernsku, ást og höfundardraumum – og tilsvörin. Eftir Kennedymorðið: Hvað verður um Jacqueline og börnin, spurði skóla- stjórinn hrærður. Ykkur finnst ég kannski ekki merkilegur pappír, sagði klósettrúllan. En það var líka rætt um hinar skáldsögurnar, Efstu daga, Heimkomuna, hinn metnaðarfulla bálk sem nefnist Skáldsaga Ís- lands og þrjú bindi eru komin af. Haldi þeim bálki áfram verðum við á endanum öll persónur í sögu eftir Pétur Gunnarsson. Kannski stað- festist þá það sem óbeint má lesa úr mörgum verkum hans, að lífið fær ekki merkingu fyrr en í búningi skáldskaparins. Að öðrum ólöstuðum átti Sigurður Pálsson skáld minnisstæðasta ávarp dagsins. Það helgaðist ekki síst af því að hann gat stutt pæl- ingar sínar í skáldskap Péturs mynd sem hann dró upp af tveimur ungum mönnum í París veturinn 68-69. Mönnum sem áttu sameiginlega skáldadrauma en ólíka skaphöfn og vissu þó báðir að atburðir þessara ára í Frakklandi og víðar, sem þeir voru vitni að, yrðu til þess að ver- öldin yrði ekki aftur söm. Frásögnin var krydduð ógleymanlegum lýs- ingum á því hvernig Sigurður með stríðni reyndi að brjótast í gegnum staðfasta vinnusemi Péturs og draga hann í bæinn: Andri! En fáránlegt nafn á persónu … Eitt af því sem Sigurður nefndi er hversu oft má sjá vísi að helstu yrkisefnum skálds í fyrstu bók þess, og svo er einnig hjá Pétri. Í Splunkunýjum degi frá árinu 1973 eru margir þræðir sem Pétur hefur tekið upp aftur síðar og ofið úr ólíkar myndir. Umtalsverður hluti bók- arinnar er ortur í París og Pétri fór einsog Jónasi Hallgrímssyni, þegar hann kom í erlenda heimsborg lifnuðu yrkisefni heimkynnanna við. Enda er þar að finna eitt minnisstæðasta ættjarðarljóð okkar frá seinni hluta 20. aldar, landsýn: einhversstaðar í öllu þessu grjóti á ég heima. Í lok þings þakkaði Pétur fyrir sig og játaði þá meðal annars að honum hefði alltaf fundist að hann hefði byrjað höfundarferil sinn vel, með þessum tveimur fyrstu línum í fyrsta ljóðinu í Splunkunýjum degi: af jarðarinnar hálfu byrja allir dagar fallega Splunkunýr Pétur 17 18 19 20 21 22 23 Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.verslo.is. BIB NÁMSBRAUT Frá og með hausti 2007 býður Verzlunarskóli Íslands upp á alþjóðlega námsbraut þar sem kennt er á ensku. Námsbrautin sem kallast BIB (Baccalaureate in International Business) tekur mið af viðskiptabraut skólans. Framsækið nám fyrir öfluga einstaklinga - metnaðarfull kennsla á ensku, alþjóðleg sýn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.