Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 80

Fréttablaðið - 20.05.2007, Page 80
Rafræn innritun nýnema í Menntaskólann í Kópavogi hefst 15. maí og stendur til 12. júní. Nýnemum og forráðamönnum þeirra gefst kostur á að nýta tölvu- kost skólans og fá leiðbeiningu við innritun. Skólameistari Þýska úrvalsdeildin Ítalska úrvalsdeildin Þýska úrvalsdeildin „Þrjú stig á móti KR,“ sagði glaðbeittur Ólafur Helgi Kristjánsson spurður um hvað hann vildi í afmælisgjöf í dag. Breiðablik og KR leiða saman hesta sína í Vesturbænum í kvöld en félögin verma fyrir leikinn botnsætin tvö eftir fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar. Bæði lið töpuðu á heimavelli í fyrstu um- ferðinni, KR fyrir Keflavík en Blikar fyrir Fylkismönnum. „Við þurfum að halda sömu tökt- um og í síðasta leik á móti Fylki og ná því spili og stemningu sem var til staðar þá en skerpa á því að klára færin. Þetta var góður leik- ur en það dugar ekki alltaf í góð úrslit,“ sagði Ólafur sem hefur nýtt vikuna vel. „Við erum búnir að vinna mikið í því í vikunni að bæta okkur á síð- asta þriðjungi vallarins, til dæmis að bæta fyrirgjafirnar, lykilsend- ingarnar til að skapa færin og að sjálfsögðu að klára þau. Við höfum einnig verið að herða varn- arleikinn og skoða taktísk atriði, til dæmis með því að skoða hvað við getum notfært okkur í KR lið- inu og hvað við þurfum að stoppa hjá þeim. Við teljum okkur hafa ákveðna þætti umfram þá,“ sagði þjálfarinn sem skoðaði KR í leikn- um gegn Keflavík síðastliðinn mánudag. „KR var miklu meira með bolt- ann og var sterkari aðilinn lengst af í leiknum en þeir nýttu ekki færin sín. Þeir fengu þrjú góð færi í fyrri hálfleik sem þeir áttu að nýta. Við vitum að þeir eru með gríðarlega sterkt lið og pressan er á þeim á heimavelli, við þurfum að nýta okkur það,“ sagði Ólafur og bætti við að staðan á leikmanna- hópi sínum væri góð. Hlutskipti FH og Keflavíkur voru þau sömu í fyrstu umferð- inni, þrjú góð stig á erfiðum úti- völlum. Liðin mætast í Keflavík í kvöld og Heimir Guðjónsson, að- stoðarþjálfari FH, segir að liðið þurfi svo sannarlega að vera á tánum gegn spræku liði Suður- nesjamanna. „Það er ljóst að við þurfum að spila vel, Keflvíking- ar sýndu það gegn KR að þeir eru til alls líklegir. Eins og alltaf þegar við spilum á útivöllum komum við til með að pressa og reyna að sækja þessi þrjú stig, það er að sjálfsögðu alltaf markmiðið þegar við spilum,“ sagði Heimir. „Keflavík er með sterka liðs- heild og góða miðjumenn, fljóta vængmenn og það er það sem við þurfum helst að hafa í huga í varn- arleik okkar,“ sagði Heimir. Ólafur Kristjánsson vonast eftir því að fá þrjú stig á 39. afmælisdegi sínum í dag þegar Breiðablik heimsækir KR. „Þurfum að vera á tánum,“ segir Heimir Guðjónsson um leik FH gegn Keflavík í kvöld. Stuttgart varð meistari í Þýskalandi í gær í fimmta skipti eftir 2-1 sigur á Energie Cottbus. Stuttgart komst í fyrsta skipti í toppsætið í síðustu viku en Amrin Veh, stjóra liðsins, tókst loks það sem forverum hans, Felix Magath, Giovanni Trapattoni og Joachim Loew landsliðsþjálfara Þjóðverja tókst ekki, að hirða tit- ilinn á sínu fyrsta tímabili. „Þessi titill er verðlaun fyrir stöðugleika okkar. Við höfum allt- af reynt að spila aðlaðandi fót- bolta og tekið nokkra áhættu í leiðinni,“ sagði Veh, alsæll í leikslok. Fernando Meira, fyrir- liði liðsins. var einnig í skýjun- um. „Enginn taldi að við ættum möguleika á titlinum en þetta er verðskuldað eftir alla þá gríðar- legu vinnu sem við höfum lagt á okkur.“ Meistari í Þýskalandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.