Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 80
Rafræn innritun nýnema í Menntaskólann í Kópavogi hefst 15. maí og stendur til 12. júní. Nýnemum og forráðamönnum þeirra gefst kostur á að nýta tölvu- kost skólans og fá leiðbeiningu við innritun. Skólameistari Þýska úrvalsdeildin Ítalska úrvalsdeildin Þýska úrvalsdeildin „Þrjú stig á móti KR,“ sagði glaðbeittur Ólafur Helgi Kristjánsson spurður um hvað hann vildi í afmælisgjöf í dag. Breiðablik og KR leiða saman hesta sína í Vesturbænum í kvöld en félögin verma fyrir leikinn botnsætin tvö eftir fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar. Bæði lið töpuðu á heimavelli í fyrstu um- ferðinni, KR fyrir Keflavík en Blikar fyrir Fylkismönnum. „Við þurfum að halda sömu tökt- um og í síðasta leik á móti Fylki og ná því spili og stemningu sem var til staðar þá en skerpa á því að klára færin. Þetta var góður leik- ur en það dugar ekki alltaf í góð úrslit,“ sagði Ólafur sem hefur nýtt vikuna vel. „Við erum búnir að vinna mikið í því í vikunni að bæta okkur á síð- asta þriðjungi vallarins, til dæmis að bæta fyrirgjafirnar, lykilsend- ingarnar til að skapa færin og að sjálfsögðu að klára þau. Við höfum einnig verið að herða varn- arleikinn og skoða taktísk atriði, til dæmis með því að skoða hvað við getum notfært okkur í KR lið- inu og hvað við þurfum að stoppa hjá þeim. Við teljum okkur hafa ákveðna þætti umfram þá,“ sagði þjálfarinn sem skoðaði KR í leikn- um gegn Keflavík síðastliðinn mánudag. „KR var miklu meira með bolt- ann og var sterkari aðilinn lengst af í leiknum en þeir nýttu ekki færin sín. Þeir fengu þrjú góð færi í fyrri hálfleik sem þeir áttu að nýta. Við vitum að þeir eru með gríðarlega sterkt lið og pressan er á þeim á heimavelli, við þurfum að nýta okkur það,“ sagði Ólafur og bætti við að staðan á leikmanna- hópi sínum væri góð. Hlutskipti FH og Keflavíkur voru þau sömu í fyrstu umferð- inni, þrjú góð stig á erfiðum úti- völlum. Liðin mætast í Keflavík í kvöld og Heimir Guðjónsson, að- stoðarþjálfari FH, segir að liðið þurfi svo sannarlega að vera á tánum gegn spræku liði Suður- nesjamanna. „Það er ljóst að við þurfum að spila vel, Keflvíking- ar sýndu það gegn KR að þeir eru til alls líklegir. Eins og alltaf þegar við spilum á útivöllum komum við til með að pressa og reyna að sækja þessi þrjú stig, það er að sjálfsögðu alltaf markmiðið þegar við spilum,“ sagði Heimir. „Keflavík er með sterka liðs- heild og góða miðjumenn, fljóta vængmenn og það er það sem við þurfum helst að hafa í huga í varn- arleik okkar,“ sagði Heimir. Ólafur Kristjánsson vonast eftir því að fá þrjú stig á 39. afmælisdegi sínum í dag þegar Breiðablik heimsækir KR. „Þurfum að vera á tánum,“ segir Heimir Guðjónsson um leik FH gegn Keflavík í kvöld. Stuttgart varð meistari í Þýskalandi í gær í fimmta skipti eftir 2-1 sigur á Energie Cottbus. Stuttgart komst í fyrsta skipti í toppsætið í síðustu viku en Amrin Veh, stjóra liðsins, tókst loks það sem forverum hans, Felix Magath, Giovanni Trapattoni og Joachim Loew landsliðsþjálfara Þjóðverja tókst ekki, að hirða tit- ilinn á sínu fyrsta tímabili. „Þessi titill er verðlaun fyrir stöðugleika okkar. Við höfum allt- af reynt að spila aðlaðandi fót- bolta og tekið nokkra áhættu í leiðinni,“ sagði Veh, alsæll í leikslok. Fernando Meira, fyrir- liði liðsins. var einnig í skýjun- um. „Enginn taldi að við ættum möguleika á titlinum en þetta er verðskuldað eftir alla þá gríðar- legu vinnu sem við höfum lagt á okkur.“ Meistari í Þýskalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.