Fréttablaðið - 20.05.2007, Síða 86
Örlög Eiríks í Eurovision mestu vonbrigðin
Fangarnir í Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg hafa ekki setið að-
gerðarlausir undanfarna daga því
þeir hafa verið að stinga upp og
setja niður kartöflur og fleira í
garðinum. „Hugmyndin kom bara
þegar við sátum hér þrír á spjalli,
ég, annar vistmaður og Reynir
fangavörður,“ segir Davíð Garð-
arsson, sem afplánar nú dóm í
Hegningarhúsinu. „Þessi blettur
var hérna og lítið notaður í annað
en að labba á honum. Reynir tók
svona vel í hugmyndina og kýldi
þetta í gegn. Svo kom hann einn
daginn með hrífur og haka þannig
að þá var ekkert aftur snúið,“ segir
Davíð og hlær. „Það var haugur
hér af grjóti sem við þurftum að
byrja á að færa áður en við settum
moldina í beðin þannig að þetta var
heilmikil vinna,“ bætir hann við.
„Þegar beðin voru tilbúin sett-
um við niður kartöflur, gulræt-
ur, spergilkál og rabarbara sem
fangaflutningamennirnir gáfu
okkur enda hefur fréttin um garð-
yrkjuna farið eins og eldur um
sinu út um allt síðan við byrjuð-
um, þannig að við erum búnir að
gera garðinn frægan,“ segir Davíð
hlæjandi og bætir því við að allir
verði jú að rækta sinn eigin garð.
Davíð segir kartöflurnar reynd-
ar sérstaklega ætlaðar í skóinn
hjá þeim sem ekki séu tilbún-
ir til að taka á fangelsismálun-
um en bætir síðan við alvarlegri
í bragði: „Hugmyndin á bak við
þetta er í rauninni sú að maður
situr hér inni og reynir að finna
eitthvað jákvætt í þessu umhverfi
en það getur verið erfitt. Hvað er
þá jákvæðara en að vera að rækta
eitthvað, hugsa um eitthvað og
hirða eitthvað?“
Þá segir hann að þetta sé að
vissu leyti táknrænt og gefi þeim
mjög mikið. „Ég vona að ég fái að
vera hér eitthvað áfram og hlakka
til þegar arfinn fer að koma upp.
Síðan vona ég að ég geti komið
hingað aftur í haust til að taka upp
kartöflurnar en það veltur á því
hvort fangaflutningamennirnir
séu tilbúnir til að skutla mér. Ann-
ars ætlum við að fá einhverja til
að taka við þessu og halda þessu
gangandi,“ segir Davíð og bætir
því við að þeir væru alveg tilbúnir
til að rækta eitthvað fleira í garð-
inum enda séu þar kjöraðstæður
fyrir hvers kyns ræktun. „Það er
ekki nokkur spurning um að það
er hægt að gera miklu fleira hér í
garðinum. Við erum búnir að sýna
að það sé hægt að gera eitthvað án
þess að það kosti mikla peninga
eða fyrirhöfn. Það er bara einn
fangavörður sem hrindir þessu í
framkvæmd svo það ætti að vera
hægt að gera mun meira ef þeir
sem stjórna og ráða einhverju
setja sig í málið.“
Davíð segir það muna öllu að
hafa einhverja afþreyingu og eitt-
hvað að stefna að því það stytti
tímann heilmikið. „Þetta er bara
spurning um að tala við menn
sem eru jákvæðir og tilbúnir til
að gera eitthvað eins og Reynir,
sem er með fullt af hugmyndum,“
segir Davíð og bætir því við að nú
eigi eflaust fleiri vistmenn eftir
að taka þátt í ræktuninni. „Þeir
koma hlaupandi um leið og þeir
sjá okkur hina orðna brúna og
sæta hér úti í garði,“ bætir hann
við og hlær.
„Áskrifendahópurinn er eiginlega orðinn
eins og ein þjóð í sýndarveruleika og svona
viðbrögð eru ekki óalgeng,“ segir Hilm-
ar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri
CCP, sem á og rekur netleikinn Eve Online.
Í bandaríska dagblaðinu Miami Herald var
nýlega fjallað um allsérstakt mál þar sem
notendur Eve Online syrgja fallinn félaga í
leiknum sjálfum.
Verslunarkonan Dorothy Jean McReynolds
var myrt fyrir framan heimili sitt í Holly-
wood skömmu áður en hún átti að bera vitni
í sakamáli. Morðinginn braust inn á heimili
hennar og skaut hana til bana og særði nítj-
án ára dóttur. Dorothy og eiginmaður henn-
ar, Kenny McReynolds, voru virkir notend-
ur í Eve Online-leiknum, Kenny sem iðnað-
arsérfræðingurinn Fordfan og Dorothy sem
aðstoðarmaður hans. „Þetta er hræðileg-
ur atburður sem þarna átti sér stað og það
finna allir spilarar til samkenndar þegar
eitthvað kemur fyrir meðspilarana, rétt eins
og þegar Íslendingar í útlöndum lenda í ein-
hverjum hremmingum. En eftir því sem leik-
urinn hefur stækkað hefur samhugur á borð
við þennan orðið algengari,“ útskýrir Hilm-
ar og nefnir sem dæmi að þegar hamfarirn-
ar í Suðaustur-Asíu hafi riðið yfir stofnuðu
áskrifendur Eve styrktarsjóð að eigin frum-
kvæði og var upphæðin afhent Rauða krossi
Íslands.
Í frétt Miami Herald kemur fram að eig-
inmanninum hafi borist blóm og samúðar-
kveðjur frá löndum á borð við Ísland, Hol-
land og England. Og í samtali við blaðið
kemur fram að hann sé hrærður yfir þeim
viðbrögðum sem spilendur Eve Online hafa
sýnt. Þá hafa yfir fimm hundruð manns
skrifað minningarorð um Dorothy og per-
sónu hennar, Beachie88, á spjallþráð sem
var stofnaður vegna þessa atburðar.
Notendur Eve Online syrgja fallinn félaga
„Lærdómur vikunnar er sá
hvað Sjálfstæðisflokkurinn er
flinkur við að hafa vinstri öflin
að fíflum. Það hlýtur að vera
hlegið dátt í Valhöll.