Tíminn - 10.08.1980, Qupperneq 17
16
Sunnudagur 10. ágúst 1980.
Sunnudagur 10. ágúst 1980.
17
„Það hvarflaði stundum að mér, hvort
mín biðu sömu örlög og föður míns”
Rætt við Ágúst Benediktsson, fyrrum bónda á Hvalsá við Steingrímsfjörð,
sem verður áttræður á morgun
— NIu ára gamall var ég
sendur i aðra sýslu til þess aö
sitja þar yfir ám sumarlangt —
alltaf einn nema fyrstu dagana.
Ég grenjaöi eins og nærri má
geta, og mér leiddist svo mikiö,
aö ég missti matarlyst. Ég
skildi matinn, sem mér var
fenginn eftir frammi á dal I hjá-
setulandinu, svo aö enginn
kæmist aö þvi, aö ég haföi ekki
einu sinni rænu á aö nærast.
Þetta hefur grópast djúpt I sál-
ina.
Þetta sagöi Agúst Benedikts-
son, fyrrum bóndi á Hvalsá i
Steingrimsfiröi, sem veröur átt-
ræöur á morgun. Foreldrar
hans, Oddhildur Jónsdóttir og
Benedikt Arnason, bjuggu á
þessum árum I Steinadal, innsta
bæ i Kollafiröi á Ströndum.
— Þetta var á þeim tfmum,
þegar börnin voru ekki spurö
eins og nú: Viltu þetta? Boö-
oröiö var: Þú átt aö vinna fyrir
þér.
Og ekkert vantaði á, aö hann
byrjaði snemma aö gera gagn:
Sex ára gamall sat hann yfir
kviaánum heima hjá foreldrum
sinum. Frá fyrstu tiö haföi hann
eitthvað fyrir stafni.
En ekki veröur séö á Agústi að
þaö hafi oröib honum til likams-
legs hnekkis, þótt hann væri
snemma látinn fara aö vinna og
bera ábyrgö, sem okkur kann nú
að viröast meiri en leggjandi er
á smádreng. Hann er meö þrek-
legustu mönnum og enginn efi,
aö hann hefur verið meö mestu
burðamönnum á meöan hann
var enn á þvi aldursskeiöi er
menn njóta sin vel. Og er ef til
vill enn. Ellimerki sjást ekki svo
mjög á honum. Hann er styrkur
og vörpulegur og þykkar
hendurnar benda til þess, aö
hann hafi ekki lagt þær i skaut
sér.
— Jú, ég vinn enn, segir
Agúst, þegar hann er spurður
um þaö. Ég set upp net i ver-
búðunum hérna vestur á
Grandagarði.
Þau Agúst og kona hans, Guö-
rún Einarsdóttir frá Þórustöð-
um I Bitru, bjuggu um langan
aldur á Hvalsá i Steingrims-
firði. Fyrst bjó þó Agúst tvö ár á
Felli i Kollafirði.
A Hvalsá stundaði Agúst bæði
landbúskap og sjósókn. Hann
byggöi allt upp, bæöi ibúðarhús
og gripahús. Þau hjón
eignuðust sjö drengi og áriö
1972 seldu þau jöröina sem þau
áttu þá skuldlausa, fluttust til
Reykjavikur, þar sem flestir
synirnir voru.
— Ég kveiö þvi mest að ég
fengi ekkert aö gera hér fyrir
sunnan, sagöi Agúst. Ég hef litið
gertaö þvi aö sitja auðum hönd-
um. En þaö rættist úr þessu. Ég
byrjaöi á þvi aö salta grá-
sleppuhrogn og svo komu netin.
Og þreklegur Strandamaður-
inn brosir.
— Faöir minn drukknaöi fyrir
landi á Stóru Hvalsá, þegar ég
var sextán ára, segir hann. Þeir
voru aö koma úr verstöö á Þorp-
um. Ég neita þvi ekki aö þaö
hvarflaöi stundum aö mér, þeg-
ar ég fór sjálfur aö sækja sjó á
þessum slóöum og lenti i slæmu
veöri á smákænu hvort min
kynnu aö biða sömu örlög og
fööur mins. En þá var aö taka
þvi. Maður byrjaði aö róa eftir
sláturtiö á haustin og þaö gat
veriö slarksamt i skammdeg-
inu, sker viö ströndina, og ekki
bætti úr skák, aö á kvöldin varð
maður ab fara meö aflann inn
aö Smáhömrum, þar sem hann
var tekinn i söltun. Beitu varð
maöur aö sækja til Hólmavikur
og þaö gat lika gefið á á leiöinni
þangaö.
Lengst af stundaði ég fisk-
veiðarnar á árabátum, en svo
fékk maöur trillu og þóttist fær i
flestan sjó. Á henni gat ég sótt
suður I Bitru og austur I Vatns-
nesál og á henni fór ég ótaldar
ferðir til Hólmavikur með flutn-
ing og til aðdráttar bæði fyrir
sjálfan mig og bændurna i ná-
grenninu.
— Ég mun hafa þótt vinnu-
harður, segir Agúst og horfir út
um gluggann og synir okkar
Guðrúnar voru ekki háir i loft-
inu, þegar þeir fóru aö fara á sjó
meö mér. Þeir voru sjö,
drengirnir og reru með mér,
þegar þeir voru orönir þetta
ellefu til þrettán ára, en hinir
sem yngri voru, beittu i landi,
þegar þeir voru orönir svo
vaxnir, aö þeir næöu upp i bal-
ann.
Þaö var sagt, þegar þeir voru
að alast upp að ég dræpi þá á
vinnu. En ég svaraði þvi til að ef
þeir fengju nóg að éta og nóg að
sofa, myndi það ekki saka þá,
þótt þeim væri haldið aö vinnu.
Ég sæi ekki eftir þeim aö vinna,
ef önnur aöbúð væri I lagi. Og
mér varð að trú minni. Þeir
hafa spjarað sig á sjó og landi,
og sumir orðið skipstjórar, sem
standa fyrir sinu.
— Þaö urðu alls meira en
fjörutiu ár sem við bjuggum á
Hvalsá. Þar er talsverður reki,
og þennan reka nýtti ég mér,
ekki sist þegar að byggingunum
kom. Þarna er ekki bratt upp úr
fjöru og ég gat beitt hestum
fyrir trén og dregið þau þannig
heim. Allur viöur, grind sem
annaö i útihúsum á Hvalsá er úr
rekaviði og sama er að segja um
þakviðina i ibúöarhúsinu. Ég
byrjaöi á þvi aö koma mér upp
hlöðu og þar fékk ég góða að-
stöðu til þess aö saga viðinn I
önnur hús. Þegar ég réöst i aö
byggja ibúðarhús, fór ég suöur
til þess aö leita fyrir mér um
lán. Ég naut þar fyrirgreiöslu
Hermanns Jónassonar, og þeg-
ar ég kom i Búnaöarbankann
sagði ég þeim, aö ég ætti nógan
rekavið. Ég var þá spurður,
hvort ég ætti verkfæri til þess aö
vinna hann. Nei, ekki nema
hendurnar svaraði ég. Raunar
átti ég væna sög, tviskeptu, til
þess að saga stærstu trén. Þeg-
ar þess konar sög var notuð,
drógu tveir hana á milli sin —
annar stóö uppi á borðum, en
hinn var fyrir neöan.
— Ég fór aldrei aö dæmi
Strandamannsins sem sagt er,
aðhafthafi þunganstein neöan i
söginni og látið hann draga á
móti sér, segir Agúst og hlær
við.
Ef þetta meö steininn bæri
ekki öll merki þjóðsögunnar,
sem menn rif ja annaö veifiö upp
sér til gamans, þá gæti manni
dottið i hug, að einmitt Agúst
heföi veriö einna liklegastur til
sliks, svo þreklegur er maður-
inn enn, þótt áttræður sé.
Agúst er sýnilega ekki flas-
gefinn maöur. Hann talar hægt
og rólega, hagar orðum sinum
gætilega og lætur sér ekki mikl-
ast neitt, sem honum hefur að
höndum borið eöa hann orðiö að
takast á viö. Hann er dæmi-
gerður hinn æörulausi maöur,
sem orðið hefur aö treysta á
mátt sinn og megin, staðráðinn i
að láta ekki bugast, en þó viö
búinn aö taka þvi sem verða
vill.
Eina mótlætiö sem viröist
sitja i honum, er sumarvistin
suöur I Baröastrandarsýslu
þegar hann var þar niu ára i
hjásetunni og fékk ekki á sér
heilum tekiö fyrir leiðindum —
það dapra sumar fylgir honum
auöheyranlega enn. En hann
talar ekki um þaö meö sárind-
um. Hann hefur engar ásakanir
eöa áfellisdóma uppi. Þetta var
venjan, segir hann bara. Þannig
hafði þaö lengi veriö og þannig
var þaö enn á þeim dögum, er
hann var barn: Þú átt að vinna
fyrir þér, ef ekki heima, þá
annars staöar.
Þeim, sem nú eru uppi og hafa
tileinkaö sér annan hugsunar-
hátt, kann aö þykja það hörku-
legt, sem Agústi Benediktssyni
var boðiö niu ára. En þegar öllu
er á botninn hvolft, kann okkar
tiö aö hafa siði sem einnig mis-
bjóöa börnum, þótt ekki sé það
gert meö vinnu. Kannski rifjar
eitthvert lyklabarnið það upp
eftir sjötiu ár, hvernig þaö sá
tæpast foreldra sina i bernsku
sinni.
JH
Agúst Benediktsson frá Hvalsá.
Hart barist á siöustu metrunum 1250 metra folahlaupi.
Anægöur kaupandi, brosandi út aö eyrum eftir hæsta boö I ungan fola á uppboöinu.
Kolfinna varö hæst gæöinga i A-flokki. Knapi Jón Friöriksson.
íslandsmet á Vindheimamelum:
Verðlaun nær tveimur milljónum
Kappreiðar Skagfirðinga um Verslunarmannahelgina
Skagfirsku hestamannafélögin
héldu sinar árlegu kappreiðar aö
Vindheimamelum um verslunar-
mannahelgina. Góö aösókn var á
mótinu þrátt fyrir dumbungs
veöur. Voru um 2000 manns á
mótssvæðinu þegar mest var.
Ekki fuku sex Islandsmet eins og
um siöustu verslunarmannahelgi
en Melarnir brugöust þó ekki aö-
dáendum sinum frekar en fyrri
daginn og svo fór að eitt islands-
met fauk i 800 metrunum en það
var Sesarhins áhugasama Akur-
eyrings og bónda aö Króksstöð-
um, Herberts ólafssonar sem
hljóp 800 m. á 57,3 sek. Knapi var
Harpa Karlsdóttir. Sýnir þetta
enn hvað beina brautin á Vind-
heimamelum er vel viö hæfi
stökkhestanna og allt getur gerst
þegar miklir garpar mæta á Mel-
ana.
Helstu úrslit voru sem hér seg-
ir:
Gæöingar A flokkur:
1. Kolfinna Sigriöar Þorsteins-
dóttur eink. 8,12.
2. Blakkur Sigri'ðar Þorsteins-
dóttur eink. 7,97
3. Snarfari Jósafats Felixsonar
eink. 7,89
Gæöingar B flokkur:
1. Hrimnir Bjöms Sveinssonar
eink. 8,68
2. Háfeti Ingimars Jónssonar
eink. 8,42
3. Dama eig. kynbótabúiö að Hól-
um eink. 8,22
Ólafur Magnússon, forstjóri, hinn
kunni hestamaöur i Reykjavik, var
stóránægöur meö mótiö.
Unglingaflokkur:
1. Jóhann B. Magnússon á Fjósa
2. Anna Þóra Jónsdóttir á Gló-
brúnu
3. Þórður Erlingsson á Bæjar-
Skjónu.
Kappreiðar: skeiö 250 m.
1. Skjóni Helga Valmundarsonar
22,5 sek.
2. Villingur Haröar Albertssonar
22,5 sek.
3. Frami Erlings Sigurössonar
23.1 sek.
150 m. skeið, nýliöar:
1. Lyfting Ingimars Ingimarsson-
ar 14,9 sek.
2. Börkur Ragnars Tómassonar
15.1 sek.
3. Snarfari Jósafats Felixsonar
15.2 sek.
Lyfting og Ingimar stóöu sig vei aö vanda.
Framhald á bls. 31
Níðsterk stigaefni - verð frá kr. 10.400
Ódýr teppi - verð frá kr. 5.400
Þéttofin rýjateppi - einstakt verð, aðeins kr. 18.800 og við
gerum enn betur og bjóðum 10% afslátt í viðbót!
Greiðslukjör í sérflokki: Þjónustan ofar öllu:
Útborgun 1/4 - Við mælum gólfflötinn og
eftirstöðvar á 6-9 mán. gerum tilboð án skuldbindinga
Teppadeild
Altt undir
einu þaki
Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600