Tíminn - 10.08.1980, Page 25
Sunnudagur 10. ágúst 1980.
25
Hjörtur Pálsson:
Hvers
vegna
norrænt málaár?
Frá þvl var skýrt um slöustu
áramót aö áriö sem nú er aö llöa
yröi kallaö norrænt málaár og
nokkuö á þaö drepiö I fjölmiölum,
hvaö átt væri viö meö þvl. Samt
er mér ekki grunlaust um aö þaö
hafi fariö framhjá fleirum en
skyldi og getur margt valdiö. Eitt
er þaö aö nú oröiö liöur varla ár
án þess aö fyrirfram hafi veriö
ákveöiö einhvers staöar i veröld-
inni aö nota þaö til þess aö vekja
athygli á einhverju sem þykir
mega betur fara og reka áróöur
fyrir umbótum eöa haröari sókn
aö settu marki. Sem betur fer er
oftast um málefni aö tefla sem
þorri fólks getur sameinast um af
þvi aö tilgangurinn þykir góöur.
En baráttan er hörö um athygli
almennings og I ágengum fjöl-
miölum gætir stundum ofmettun-
ar sem veldur þreytu. baö er eitt
af einkennum nútimallfs og illt
viö þaö aö ráöa. Ariö 1980 er „ár
trésins” og listahátiö og forseta-
kosningar hafa sett mark sitt á
efnisval fjölmiöla siöustu vikur
og mánuöi. Hljóöara hefur veriö
um norræna málaáriö og ætti þvi
ekki aö saka aö fara um þaö og
tilgang þess nokkrum oröum.
Þaö voru hvorki stjórnarvöld
né alþjóöasamtök sem fengu þá
hugmynd aö efna til norræns
málaárs, heldur er hún komin frá
Norrænu félögunum. A bakviö
hana stendur ekkert valdboö,
heldur fæddist hún i frjálsum fé-
lagasamtökum þeirra fjölmörgu
Noröurlandabúa sem bundist
hafa samtökum um aö efla sam-
starf sittá sem allra flestum sviö-
um og nærist á þeirri trú aö gagn-
kvæmur skilningur Noröurlanda-
þjóöa á máli og menningu hver
annarrar sé sterkasti hlekkurinn
sem bindur þær saman og réttlæt-
ir samvinnu þeirra og sameigin-
lega sjálfsvitund gagnvart öörum
þjóöum.
Þetta er þó ekki öllum jafn ljóst
og skyldi og þar sem góö vlsa er
aldrei of oft kveöin ákváöu Nor-
rænu félögin fyrir rúmum tveim-
ur árum aö gangast fyrir norrænu
málaári 1980. Þaö hófst um slö-
ustu áramót, en þar sem
almanaksáriö og skólaáriö fara
ekki saman er hugmyndin sú, ef
skólarnir fást til samstarfs, aö
þar veröi málaársins einkum
minnst frá þvl á hausti komanda
og til loka skólaársins 1981.
Hjá Norrænu félögunum er ætl-
unin aö beita afli samtakanna til
þess aö vekja athygli Noröur-
landaþjóöa á þeim tungum sem
þær tala og er þá oröiö Noröur-
landaþjóöir notaö i viöustu merk-
ingu og tungumálin talin átta:
danska, finnska, færeyska, græn-
lenska, Islenska, norska, sama-
mál og sænska. Þetta sést glöggt
af merki málaársins sem fylgir
þessari grein. Þar getur aö lita
táknmýnd hnattarins og átta
kringlótta depla sem hnappast
saman á noröurhjaranum, einn
fyrir hvert Noröurlandamál.
Saga þessa merkis er sú aö efnt
var til samkeppni á Noröurlönd-
um um gerö málaársmerkis sem
tákna skyldi málin átta sem þar
eru töluö. Af 341 tillögu var þessi
talin best, en 5 aörar hlutu einnig
viöurkenningu. Merkiö teiknaöi
Svlinn Michel Ostlund frá Uppsöl-
um og voru honum afhent verö-
launin á fundi sem haldinn var i
Norræna húsinu meöan þing
Noröurlandaráös stóö I Reykja-
vik I vetur. Þar var þá jafnframt
haldin sýning á teikningum sem
bárust og var hún seinna sett upp
I menningarmiöstöö norrænu höf-
uöborganna I Hasselby-höl! I
Stokkhólmi.
Hvarvetna á Noröurlöndum var
sá háttur haföur á aö Norrænu fé-
lögin tilnefndu fólk I málaárs-
nefndir sem setja áttu fram hug-
myndir og tillögur um hvaö gera
mætti og beita sér fyrir þvi eftir
föngum. Islensku málaársnefnd-
ina skipa: Aöalsteinn Davíösson
menntaskólakennari sem er
formaður, Guörún Egilson blaöa-
maöur, Haraldur Ólafsson dósent
og Stefán Karlsson handritafræö-
ingur auk höfundar þessarar
greinar. Vegna dvalar Aöalsteins
og Haralds erlendis tóku Jón
Sigurösson ritstjóri og Vésteinn
Ólason lektor sæti þeirra I nefnd-
inni og undirritaöur tók viö
formennsku um sinn. Af augljós-
um ástæöum hefur nefndin náiö
samstarf viö Hjálmar ólafsson,
formann Norræna félagsins á Is-
landi.
Það veröur aö taka skýrt fram
aö íslenska málaársnefndin hefur
engan launaöan starfsmann á
sinum snærum og engu fé úr aö
spila. Nefndarmenn gegna allir
fullu starfi hver á slnu sviöi. Þeir
hafa einungis oröiö viö ósk Nor-
ræna félagsins um aö fórna nor-
rænni samvinnu nokkru af tima
sinum og kröftum I þeirri trú og
von aö tilgangur málaársins sé
góöur og gagnlegur og þaö starf
sem unniö veröur i anda þess
megi bera sem mestan og skjót-
astan árangur. Nefndin er miklu
fremur hugmyndabanki en fram-
kvæmdastofnun og áróöur hennar
kemur fyrir lltiö, ef fáir sem eng-
ir veröa til þess aö taka undir
hugmyndir hennar og hrinda
þeim i framlcvæmd. Hún á þess
vegna mikið undir þvi aö almenn-
ingur og stofnanir ljái þeim eyra
og geri markmiö málaársins aö
slnum aö einhverju leyti. Þess
vegna heitir hún á alla Islendinga
sem geta og vilja leggja henni liö
aö láta ekki ónotuö þau tækifæri
sem til þess bjóöast.
Norræn samvinna I vlöustu
merkingu er hvorki viöfangsefni
málaársnefndarinnar né þessar-
ar greinar. Um hana mætti skrifa
langt mál, en veröur ekki gert
hér, þar sem málaársnefndinni er
einungis ætláö aö sinna ákveön-
um þætti hennar, þótt gildur sé og
fléttist hinum æöi vlöa, ef aö er
gáö. Óhjákvæmilegt er þó aö taka
fram aö um ágæti norrænnar
samvinnu og gildi hennar eru
skiptar skoöanir meöal lands-
manna, ef marka má orö þeirra
sem mestar efasemdir láta I ljós
opinberlega eöa á förnum vegi.
Liklega kannast flestir viö fljót-
færnislegar fullyrðingar á borö
viö þær aö norræn samvinna sé
ekki annaö en innantómt oröa-
gjálfur I skálaræöum fáeinna sæl-
kera og vinsvelgja sem séu á
eillfum þeytingi út og suöur ,,á
kostnaö almennings” og þyki gott
aö hafa hana aö yfirvarpi. Býsna
margir hljóta lika aö hafa heyrt
órökstudda sleggjudóma um aö
þessi norræna samvinna hafi
aldrei boriö árangur I neinu sem
máli skipti og þvi sé best aö
sverja hana af sér. Kannast nokk-
ur viö þá fordóma aö Sviþjóö sé
heimkynni hins illa af þvl aö öll-
um dáma ekki áhrif sem þeir
þykjast geta rakið þangaö eöa aö
danska sé hlægilegt hrognamál
sem löngu sé oröiö timabært að
hætta aö kenna Islenskum skóla-
nemendum fyrst erlendra mála,
ef þaö er þá ekki beinllnis talið
skaölegt? Hversu oft heyrist þvi
ekki fleygt að grannþjóöir okkar
á Noröurlöndum séu útkjálka-
þjóöir sem viö höfum ekkert aö
sækja til og heimsmennirnir ís-
lendingar eigi þvi aö láta sigla
sinn sjó, en halla sér að stórþjóö-
unum i staöinn til þess aö fá
fyrsta flokks menningu beint i æö
— milliliöalaust.
Þetta þykir mér hörö kenning
og margt viö hana aö athuga.
Þegar tslendingar halda sliku
fram er engu likara en þeir séu
búnir aö gleyma öllu I senn:
hnattstööu tslands, sögu sinni og
uppruna, menningu, lifsviöhorfi
og þjóöfélagsskipan. Sllk
heimska I bókstaflegri merkingu
hjá upplýstri þjóö eins og tslend-
ingar veröa aö kallast er vonandi
fátitt fyrirbæri. En ætlö finnst
mér jafn raunalegt aö veröa
hennar var af því aö ég er þess
fullviss aö meö engum þjóöum á
jaröarkringlunni eiga tslendingar
eins sjálfsagöa samleiö I jafn
mörgum greinum og frændþjóð-
um sinum og grönnum á noröur-
hjaranum. 1 einni blaöagrein er
þess ekki kostur aö rökstyöja þá
skoöun, en rökin ættu aö vera
hverjum fullvaxta Islendingi svo
sjálfsögö og tiltæk aö ekki þurfi á
þau aö minna. Dapurlegast er þó
aö hlusta á rangfærslur og útúr-
snúninga úrtölumanna af þvi aö
norrænnar samvinnu nýtur þjóöin
öll eins og stundum hefur sannast
best þegar mest lá viö og svo
Framhald á bls 27
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
DEILDARSTJÓRI á kvenlækn-
ingadeild 5-C óskast frá 15. sept-
ember. Umsóknir sendist fyrir 1.
september til hjúkrunarforstjóra,
sem jafnframt veitir nánari upp-
lýsingar i sima 29000.
H JC KRUN ARFRÆÐIN GAR og
ljósmæður óskast á kvennadeild
nú þegar. Ennfremur óskast nú
þegar HJÚKRUNARFRÆÐ-
INGAR og sjúkraliðar til starfa á
ýmsar deildir Landspitalans. Upp-
lýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i
sima 29000.
AÐSTOÐAMENN við sjúkra-
þjálfun óskast frá 1. september eða
eftir samkomulagi við endurhæf-
ingadeild Landspitalans. Upplýs-
ingar gefur yfirsjúkraþjálfari i
sima 29000.
VÍFILSSTAÐASPÍTALI.
AÐSTOÐARMAÐUR á deildir
óskast við Vifilsstaðaspitala frá 1.
september n.k. Upplýsingar gefur
hjúkrunarframkvæmdastjóri i
sima 42800.
BLÓÐBANKINN.
HJUKRUNARFRÆÐINGUR
óskast til starfa við Blóðbankann.
Fullt starf eða hlutastarf. Upplýs-
ingar veitir yfirlæknir Blóðbank-
ans i sima 29000.
TJ ALD ANESHEIMILEÐ
MATRAÐSKONA og ÞROSKA-
ÞJALFI óskast. Upplýsingar veit-
ir forstöðumaður i sima 66266.
KLEPPSSPÍTALINN
STARFSMAÐUR óskast nú þegar
við barnaheimili Kleppsspitalans.
Upplýsingar gefur forstöðumaður
barnaheimilisins i sima 38160.
Reykjavik, 10. ágúst 1980.
SKRIFSfOFA
RÍKISSPÍTALANNA ?
Eiríksgötu 5 — Simi 29000
Stórmót sunnlenskra hestamanna
Dagskrá:
verður haldið á Rangárbökkum
dagana 15. til 17. ágúst
Föstudagur
kl. 14.00 Dómar á kynbótahryssum.
Laugardagur
kl. 10.00 Unglingakeppni
kl. 13.00 B-flokkur gæöinga, hryssur kynntar, A-flokkur gæöinga.
kl. 17.00 Undanrásir kappreiöa.
Sunnudagur
kl. 13.00 Dómar á hryssum kynntir.
Úrslit I unglingakeppni og A og B flokk gæöinga. Úrslit kappreiöa.
Auk þess sem kynbótahryssur verða dæmdar veröur keppt I eftirtöld-
um greinum og er lágmarkstimi til þátttöku sem hér segir:
150 m. skeið 17 sek.
250 m. skeiö 26 sek.
250 m. unghrossahlaup 20 sek.
350 m. hlaup 27 sek.
800 m. hlaup 64 sek.
800 m. brokk l mln og 50 sek.
Þátttaka tilkynnist til Gunnars Jóhannssonar 99-5906 og Agústs Inga
ölafssonar 99-5173 fyrir miövikudagskvöld 13. ágúst.
Hestamannafélögin
Geysir— Kópur — Ljúfur — Logi ■
Sleipnir — Smári — Trausti.
Sindri