Fréttablaðið - 10.06.2007, Page 2

Fréttablaðið - 10.06.2007, Page 2
Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Eiríkur, orka þessar tölur ekki tvímælis? Geir H. Haarde forsætisráðherra full- vissaði forsvarsmenn álrisans Alcoa um það í ræðu sinni á Reyðarfirði í gær að ný ríkisstjórn Íslands myndi eiga í áframhaldandi samstarfi við fyrirtækið í sama anda og verið hefði. For- stjóri Alcoa sagðist vona að fyrirtækið gæti ráðist í verkefni á Norðurlandi á næstunni. Reyðfirðingar komu saman í íþróttahöllinni á staðnum í gær ásamt mörgum af fyrirmennum þjóðarinnar til að fagna því að álver Alcoa í bænum hefði verið tekið formlega í notkun. Fyrirhugað er að fjörutíu ker verði gangsett í þessum fyrsta áfanga. Alls eru 336 ker í álver- inu og er áætlað að þau verði öll komin í gang í árslok. Alan Belda, forstjóri Alcoa, ávarpaði hátíðar- gesti. „Þetta er stór stund,“ sagði hann. Hann þakkaði ríkisstjórninni fyrir hugrekkið og áræðnina og vék orðum að gróðursetningu trjáa sem fram fór eftir hin formlegu hátíðahöld. „Gróðursetningin á eftir er táknræn fyrir fram- sýnina. Með því erum við að segja að þessar framkvæmdir snúist ekki bara um sement, heldur ekki síst fólk og lifandi hluti.“ Geir H. Haarde steig næstur í pontu og þakk- aði sérstaklega Valgerði Sverrisdóttur, fyrr- verandi utanríkisráðherra, sem áður var iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fyrir sinn hlut í að af framkvæmdunum hefði orðið. „Þetta er merkur áfangi. Hér er draumur að rætast sem hefur verið vakandi á þessu svæði í mörg ár.“ Hann sagði álver Alcoa-Fjarðaáls hátæknivinnustað. „Stóriðjutækifærin munu í vaxandi mæli felast í útflutningi á hátækni- vörum.“ Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa- Fjarðaáls, sagði í ræðu sinni að stefnan væri að gera Austfirði að næststærsta atvinnusvæði á landinu, á eftir suðvesturhorninu, og að álverið væri nauðsynlegur liður í því. „Við sjáum menntaða unga Austfirðinga snúa aftur heim frá höfuðborgarsvæðinu [...] til að leggja hönd á plóg við uppbygginguna.“ Þá tók Ryan Bechtel, forstjóri og stjórnarfor- maður Bechtel, sem sá um byggingu álversins, til máls og sparaði ekki stóru orðin. „Þetta er ein allra flottasta verksmiðja sem reist hefur verið á þessari plánetu,“ sagði hann stoltur. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði að loknum formlegum hátíðahöldum að opnun álversins væri „örugglega mjög mikilvægt skref fyrir Austfirði og íslenskt atvinnulíf.“ Hann skaut jafnframt föstum skotum að ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo sem starfar á Kárahnjúkum. „Mér finnst alveg makalaust hversu öryggi og eftirlit með framkvæmdinni hefur tekist vel. Og mættu nú þeir verktakar sem eru að vinna uppi á Kárahnjúkum taka sér Bechtel til fyrirmyndar, því þar er allt annað uppi á teningnum.“ Öryggisteymið sem starfaði við byggingu álversins uppskar mikið hrós og að lokum lófa- klapp gesta fyrir vel unnin störf. Margir ræðu- manna minntust sérstaklega á öryggismálin og góðan árangur. Einungis fimm slys hafa orðið við framkvæmdina á þeim rúmlega sjö milljón vinnustundum sem inntar hafa verið af hendi, ekkert þeirra alvarlegt. Að hátíðahöldunum loknum var haldið í átt að álverinu sjálfu, þar sem gróðursett voru nokkur tré í hlíðinni ofan álversins. Samskipti verða í sama anda Forsætisráðherra lofar Alcoa að ný ríkisstjórn muni starfa með fyrirtækinu í sama anda og verið hefur. Álverið var formlega tekið í notkun í gær. Forstjóri Bechtel sagði verksmiðjuna þá flottustu í heimi. Lögreglan lýsir eftir vitnum að tilraun til nauðgunar sem átti sér stað á Hverfisgötu á móts við Þjóðleikhúsið. Karlmað- ur dró konu á tvítugsaldri inn í port og reyndi að nauðga henni þar. Henni tókst með harðfylgi að komast undan árásarmanninum. Maðurinn sem leitað er að er um þrítugt, 185-190 cm á hæð með stutt mjög dökkt hár og svarta skeggbrodda eða svart skegg. Hann er grannvaxinn og var klæddur í rauða eða vínrauða peysu eða jakka og svartar buxur. Þeir sem kynnu að geta veitt upplýsingar hringi í síma 444- 1000 eða 444-1100. Tókst að sleppa með harðfylgi Kona slapp með lítils háttar meiðsli eftir að bíll hennar valt á Bústaðavegi síðdegis í gær. Atvikið varð með þeim hætti að verið var að snúa bíl við á Bústaðavegi við gatnamótin hjá Ásgarði, rétt vestan Bústaða- kirkju, þegar annar bíll kom á eftir honum, rakst á hann og valt. Engin slys urðu á fólki í hinum bílnum. Stöðva þurfti umferð á veginum í um klukkutíma því bíllinn lá á miðjum veginum. Valt á hinn vegkantinn Maður á sextugs- aldri sem ógnaði eiginkonu sinni með haglabyssu aðfaranótt laugar- dags á heimili þeirra hjóna í Hnífsdal hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. júní. Að sögn lögreglu var ekki hægt að sleppa manninum úr haldi vegna rannsóknarhagsmuna, en málið er enn í rannsókn. Ekki er vitað hvað manninum gekk til með athæfi sínu en hann hefur ekki komið áður við sögu lögreglu. Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning um að hleypt hefði verið af skotvopni í íbúðar- húsi í Hnífsdal rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld. Eftir rúmlega þriggja klukkustunda umsáturs- ástand gafst maðurinn upp, að til- stilli sérsveitarmeðlima sem höfðu verið fluttir á staðinn með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann var mjög ölvaður og reynd- ist hafa skotið úr haglabyssu. Síðar kom í ljós að tilkynningin um manninn hafði borist frá nágrönnum sem eiginkona manns- ins hafði náð að flýja til. Hún var með áverka á andliti og var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Maðurinn mun hafa hleypt af skotinu á meðan hún var enn í húsinu. Yfirheyrslum yfir manninum lauk vel á níunda tímanum í gær- kvöldi eftir að hafa staðið yfir í um sex klukkustundir. Byssumaður í gæsluvarðhald

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.