Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 6
Skólastjórar Ísaks-
skóla og Landakotsskóla segja
viðmót borgaryfirvalda í garð
einkarekinna grunnskóla hafa
breyst til hins betra eftir að meiri-
hluti Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks tók við völdum fyrir
rúmu ári.
„Við sjáum það núna, bæði í
orðum og athöfnum ráðandi
borgarmeirihluta, að viðhorfið er
annað,“ segir Edda Huld Sigurðar-
dóttir, skólastjóri Ísaksskóla.
„Waldorfskólinn er til dæmis
búinn að fá lóðir í Sóltúni til að
byggja á og við erum að bæta við
okkur heilli bekkjardeild fyrir níu
ára börn. Það eru aðgerðir sem
við hefðum aldrei getað farið út í
fyrir tveimur árum. Rekstrarskil-
yrðin voru svo þröng að það var
ekki inni í myndinni.“
Meginástæðu breytinganna
segir hún vera fimmtán prósenta
hækkun fjárframlaga á hvern
nemanda einkarekinna grunn-
skóla, sem gekk í gegn fyrr í
vetur. Þá ákvað borgarráð að
hækka framlögin. Það hefði þó
ekki þurft að gera fyrr en í ágúst.
Þá skilar Hagstofan af sér upplýs-
ingum um meðalkostnað við hvern
nemanda í opinberum skólum
landsins. Framlag á nemendur í
einkareknum skólum reiknast svo
sem 75 prósent af þeirri upphæð.
Borgaryfirvöld gerðu hins vegar
ráð fyrir að ákveðin lágmarks-
hækkun yrði að veruleika og
hækkuðu framlögin strax.
„Það er bara hið besta mál að
þeir skyldu snara sér í þessa
hækkun strax og sýnir vott um
jákvæða afstöðu þeirra gagnvart
sjálfstæðu skólunum,“ segir
Edda.
Fríða Regína Höskuldsdóttir,
skólastjóri Landakotsskóla, tekur
í sama streng. „Það hefur gjör-
breytt rekstrarstöðunni hjá okkur
að borgaryfirvöld hafi hækkað
fjárframlögin. Borgin tók mjög
vel við sér og hækkaði framlagið
fyrr en þurfti. Mér finnst nýr
meirihluti hafa staðið sig afskap-
lega vel það sem af er. Við gátum
lækkað skólagjöldin okkar tölu-
vert.“
Fríða segist vona að enn betur
verði gert við einkareknu skólana
í tíð meirihlutans. „Við fáum núna
75 prósent af framlagi til opin-
berra skóla, en við erum að von-
ast til að það fari í níutíu prósent.
Það er stefma Samtaka sjálf-
stæðra skóla að ná framlaginu að
því marki.“
Reykhólar – Króksfjarðarnes
Til sölu
Rekstur matvöruverslananna á
Reykhólum og í Króksfjarðarnesi
er til sölu. Verslunarhúsnæðin fást annað
hvort keypt eða leigð. Rekstraraðili er
umboðsaðili fyrir N1, bæði á
Reykhólum og Króksfjarðarnesi.
Nánari upplýsingar veita:
Ingólfur hjá Informa ehf. í síma 820-5505
Jón Kjartansson rekstraraðili í síma 434-7890 892-3830
Tilboð óskast.
Ekki er talið að pilt-
urinn sem var fluttur með sjúkra-
flugi frá Egilsstöðum til Reykja-
vikur aðfararnótt fimmtudags
eftir að hafa ælt upp poka með
fíkniefnum hafi verið að smygla
efnunum. Lögreglu grunar að
hann hafi stungið efnunum upp í
sig þegar höfð voru afskipti af
honum á Egilsstaðaflugvelli á
þriðjudagskvöld.
„Pilturinn kom hingað að sunn-
an á þriðjudagskvöld og okkur
þótti ástæða til að fylgjast með
honum þá,“ segir Óskar Bjart-
mars, yfirlögregluþjónn á Egils-
stöðum. Ekki fundust fíkniefni á
piltinum við komuna til Egilsstaða
en pokinn sem hann ældi á lög-
reglustöðinni aðfaranótt fimmtu-
dags innihélt tæp tíu grömm af
ætluðu amfetamíni.
Lögreglumaður fingurbrotnaði
og brákaði rifbein í átökum við
piltinn, sem streittist á móti við
handtöku. Líklegt er að pilturinn
verði kærður fyrir brot gegn
vandstjórninni.
Pilturinn, sem er liðlega
tvítugur, er í vinahópi að sunnan
sem hefur haldið til á Héraði und-
anfarna daga. Hafa piltarnir, sem
eru um fimm talsins, valdið usla
víða og er hópurinn viðriðinn
líkamsárásir sem áttu sér stað á
unglingatónleikum í Selskógi um
liðna helgi.
Á fréttavefnum Austurland.is
kemur fram að piltarnir hafi verið
settir í bann í flestum sjoppum
bæjarins en þeir hafa meðal ann-
ars hellt vatni á lottókassa.
Var ekki að smygla efnunum
Er söluverð raforku til álvers í
Helguvík viðunandi?
Fylgist þú með hrakförum
Parísar Hilton?
Nýr meirihluti gerir
vel við einkaskólana
Viðmót borgaryfirvalda í garð einkarekinna grunnskóla er umtalsvert jákvæðara
eftir að nýr meirihluti tók við völdum, segir skólastjóri Ísaksskóla. Hækkun fjár-
framlaga fyrr í vetur gjörbreytti rekstrarstöðunni, segir skólastjóri Landakotsskóla.
Alls voru 337 nemendur útskrifaðir frá
Háskólanum í Reykjavík í gær í brautskráningu
sem var um margt söguleg. Svafa Grönfeldt, sem
tók við starfi rektors af Guðfinnu Bjarnadóttur í
upphafi árs, brautskráði nemendur í fyrsta sinn í
gær, þar af 43 nemendur sem útskrifuðust með
embættispróf í lögfræði. Er það í fyrsta sinn sem
skólinn útskrifar lögfræðinga með fullnaðarpróf í
lögum.
Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir
að stofnun lagadeildar skólans árið 2002 hafi vakið
mikla athygli og meðal annars mætt andstöðu víða
samfélaginu. Hún hafi hins vegar fyrir löngu
sannað tilverurétt sinn og séu útskriftarnemend-
urnir í gær skýr vitnisburður um það.
Flestir þeirra brautskráðu í gær komu úr tækni-
og verkfræðideild skólans, 121 nemandi, en
Viðskiptadeild brautskráði 105 nemendur. Elsti
útskriftarneminn er 54 ára, en hann útskrifaðist
einmitt með embættispróf í lögfræði.
Tala látinna eftir
fellibylinn Gonu er orðin yfir
sjötíu eftir að hann reið yfir
nokkur smærri eyðimerkurþorp
syðst í Íran í gær. Mikil flóð ollu
gríðarlegri eyðileggingu og eru
dæmi um að heilu þorpin hafi
hreinlega þurrkast út vegna
þeirra. „120 fjölskyldur bjuggu í
þessu samfélagi okkar áður. Ekki
eitt einasta hús náði að standa af
sér flóðin í dag. Við getum hvergi
leitað skjóls,“ sagði íbúi í Kahir,
en þar standa nú rústir einar.
Vindhraði Gonu hefur hríðlækk-
að eftir að hann náði inn á
meginlandið og flokkast nú sem
kröftugur hitabeltisstormur.
Flæddi yfir
heilu þorpin