Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 72
Forkeppni EM 2008
Norska úrvalsdeildin
Sænska 1. deildin
Spænska úrvalsdeildin
Hin belgíska Justine Henin
fagnaði í gær sínum fjórða sigri á
fimm árum á opna franska meist-
aramótinu í tennis. Í gær bar
hún sigurorð af Önu Ivanovic frá
Serbíu, 6-1 og 6-2. Hún var í sér-
flokki á mótinu og tapaði ekki setti
í öllum sínum sjö viðureignum.
Hún sagði eftir leikinn að
stundin virtist óraunveruleg.
„Þegar ég var lítil stúlka hélt ég
að ég myndi aldrei standa hér
á aðalvellinum í París,“ sagði
Henin.
Sigur Henin var hennar þriðji í
röð á opna franska meistaramót-
inu í tennis.
Henin vann í
fjórða sinn
Alltaf ánægður þegar ég spila undir pari
Ísland tapaði í gær fyrir
Serbíu á útivelli, 30-29, í forkeppni
EM 2008. Íslendingar voru með
þriggja marka forystu þegar tíu
mínútur voru eftir en misstu hana
niður á lokasprettinum. Úrslitin
eru engu að síður góð því heima-
völlur Serba telst afar sterkur og
var stemmningin á vellinum gríð-
arlega góð.
Serbarnir byrjuðu betur og
komust í 3-1 forystu. En þá kom
góður leikkafli hjá Íslendingum,
sem skoruðu þrjú mörk í röð, og
mest varð forystan í fyrri hálfleik
þrjú mörk, 11-8 og 13-10. Staðan í
hálfleik var 14-13, Íslendingum í
vil.
Serbar komust svo aftur yfir
snemma í síðari hálfleik en um
miðbik hálfleiksins bitu Íslend-
ingar frá sér og komust sem fyrr
segir í þriggja marka forystu.
Lokamínúturnar voru æsispenn-
andi en Íslendingum tókst að
minnka muninn í eitt mark þegar
skammt var til leiksloka og fengu
tækifæri til að jafna metin á loka-
sekúndunum. Af því varð þó ekki.
„Jú, það er svekkjandi að missa
þetta niður í lokin,“ sagði Alfreð
Gíslason landsliðsþjálfari í leiks-
lok. „Við fengum nokkra mjög sér-
staka dóma gegn okkur og áttum
til að mynda að fá nokkur víti í við-
bót. Úrslitin eru engu að síður frá-
bær fyrir strákana í þessari miklu
stemmningu sem ríkti í höllinni og
því mótlæti sem þeir lentu í.“
Hann sagði að sínir menn hefðu
getað unnið leikinn með þremur
til fjórum mörkum og hefðu átt
það skilið.
„Síðari leikurinn leggst vel í
mig. Ég veit að þeir geta spilað
betur og er sannfærður um að við
getum spilað miklu betur. Ég von-
ast líka eftir troðfullri Laugar-
dalshöll.“
Ólafur Stefánsson átti stórleik
í gær og skoraði níu mörk úr tíu
skotum. Birkir Ívar Guðmundsson
átti einnig mjög góðan leik í mark-
inu, sér í lagi í fyrri hálfleik.
„Óli var alveg brilljant í leikn-
um og ég var líka mjög ánægður
með marga aðra. Guðjón Valur,
Snorri, Alex og Robbi voru góðir
og Hannes Jón átti góða innkomu
í síðari hálfleik. Sverre var frá-
bær í 5-1 vörninni og hann og Sig-
fús voru eins og Kínamúrinn í 6-0
vörninni í síðari hálfleik.“
Hann segir að allir sínir leik-
menn hafi komist heilir frá þessu
verkefni. „Þeir eru allir heilir og
mjög spenntir fyrir seinni leikn-
um.“
Þrátt fyrir stórleik Ólafs Stefánssonar tókst Íslendingum ekki að sigra lið Serba
á útivelli í gær í leik liðanna um sæti á EM. Niðurstaðan var þó vel viðunandi.
Barcelona missti af
gullnu tækifæri til að taka for-
ystuna í spænsku úrvalsdeild-
inni en næstsíðasta umferð deild-
arinnar fór fram í gær. Bör-
sungar voru með 2-1 forystu
gegn Espanyol þegar þeir fengu
á sig jöfnunarmark á lokamín-
útu leiksins. Á sama tíma jafn-
aði Real Madrid metin gegn Real
Zaragoza eftir að hafa lent 2-0
undir. Fyrir vikið er Real Madrid
enn í kjörstöðu fyrir lokaum-
ferð en bæði lið eru með 73 stig
á toppi deildarinnar. Real Madr-
id er þó með betri árangur í inn-
byrðis viðureignum og það telur
ef liðin verða jöfn að stigum eftir
lokaumferðina.
Espanyol komst yfir gegn grönn-
um sínum í gærkvöldi en Lionel
Messi jafnaði metin á ótrúlegan
máta. Hann skoraði með höndinni,
rétt eins og Diego Maradona gerði
á HM 1986.
Messi kom liðinu yfir með fínu
marki á 57. mínútu. Eftir það virt-
ist sigur heimamanna ekki vera í
hættu en hinn magnaði Tamudo
þaggaði niður í áhorfendum á 90.
mínútu þegar hann jafnaði fyrir
Espanyol.
Eiður Smári Guðjohnsen var
í byrjunarliði Barcelona en var
skipt af velli á 78. mínútu.
Ekki var dramatíkin minni
þegar Real Zaragoza tók á móti
Real Madrid. Þar komust heima-
menn í 2-0 í hálfleik með tveimur
mörkum frá Diego Milito, því
fyrra úr víti.
Markahrókurinn ótrúlegi Ruud
van Nistelrooy skoraði á 57. mín-
útu og jafnaði svo metin á 89.
mínútu. Diarra fékk svo dauða-
færi fyrir Real þegar komið var
í uppbótartíma en skallaði yfir
fyrir opnu marki eftir hornspyrnu
David Beckham.
Real og Barcelona eru því enn
efst og jöfn þegar aðeins ein um-
ferð er eftir, en Real nægir sigur
í siðasta leiknum á heimavelli til
að tryggja sér titilinn vegna betri
stöðu í innbyrðisviðureignum
sínum við Barcelona. Börsungar
verða að vinna og treysta á að Real
verði á í messunni. Sevilla átti
raunar möguleika á að ná topplið-
unum að stigum í dag en liðið varð
að sætta sig við 0-0 jafntefli á úti-
velli við Mallorca.
Börsungar misstu af gullnu tækifæri
Ungstirnið Lewis Ham-
ilton á McLaren tryggði sér í
kvöld sinn fyrsta ráspól á ferlin-
um í Formúlu 1 þegar hann náði
besta tíma í tímatökum fyrir
Kanadakappaksturinn sem fram
fer í Montreal á morgun. Félagi
hans Fernando Alonso náði öðrum
besta tímanum og Nick Heidfeld
stakk sér framúr Ferrari-menn-
ina Raikkönen og Massa í þriðja
sætið.
Hamilton á rás-
pól í fyrsta sinn
Roger Federer segir að
stemmingin á opna franska meist-
aramótinu líði fyrir að VIP sætin
við miðju vallarins séu oftar en
ekki tóm og því sé stemming-
in ekki eins góð og til að mynda
á Wimbledon-mótinu. Federer
mætir Rafael Nadal í úrslitaleik
mótsins í dag.
„Munurinn liggur í því að miðja
vallarins er alltaf pökkuð af fólki
á Wimbledon, en á þessu móti
vantar oft fullt af fólki í stúk-
una,“ sagði Federer. „Fólkið sem
er með VIP sætin mætir kannski
ekki nema á einn eða tvo leiki á
dag.“
Léleg stemning
á aðalvellinum