Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 16
S
æll Jóhann. Hvernig
er það, ert þú ekki að
vinna í nýrri plötu?
„Jú, mikið rétt. Ég er
byrjaður að taka upp
nýja sólóplötu og svo
er ég líka að fara að taka upp með
Apparat seinna í mánuðinum.“
Þegar þú hefur verið að vinna í
sólóverkefnunum, hefur þú ekki
yfirleitt unnið út frá einhverju
skýru konsepti? „Verkið Engla-
börn var náttúrlega byggt á leik-
hústónlist. Þegar ég sem kvik-
mynda- eða leikhústónlist vinn
ég samt alltaf út frá þeirri hug-
mynd að tónlistin geti staðið ein.
Ég hugsa alltaf: er þetta nógu gott
til að geta staðið eitt og sér?
Annars finnst mér gott að hafa
grunnkonsept til að vinna út frá
sem er yfirleitt ekki tónlistarleg
hugmynd, á Virðulegum forset-
um vann ég til dæmis út frá eðl-
isfræðihugmyndinni um entrópíu.
Þessi hugmynd um að orka deyi
aldrei heldur dreifist bara um og
sé alltaf til. Þar vann ég þar með
eina litla tólf takta melódíuhug-
mynd sem er sífellt endurtekin
en hægir á sér yfir heilan klukku-
tíma. Eins og hún væri að þenjast
út líkt og alheimurinn, úr einum
litlum köggli.
IBM-platan er svo aftur unnin
út frá mjög konkret hugmynd.
Þar vann ég með upptökur sem
pabbi minn hafði gert með fyrstu
IBM-tölvuna sem kom til landsins.
Tölvan var reyndar alls ekki hönn-
uð með það í huga að gera tónlist
á hana en hann fann samt leið til
þess.“
Er nýja platan unnin út frá ein-
hverju svona konsepti? „Nei, núna
er ég í rauninni í fyrsta skipti á
sólóferlinum bara að taka upp lög.
Þetta eru allt styttri lög sem hafa
orðið til á undanförnum árum.
Sum hef ég verið að spila á tón-
leikum síðustu ár.
Ég er búinn að taka upp strengi
og orgel. Strengina með kvart-
ettnum sem ég hef verið að túra
með, þeim Unu Sveinbjarnardótt-
ur, Grétu Guðnadóttur, Guðmundi
Kristmundssyni og Hrafnkeli
Orra Egilssyni. Matthías Hem-
stock er með slagverk og svo eru
líka rafhljóð.“
Verður platan lík hinum sóló-
plötunum? „Hún verður kannski
aggressívari en hinar plöturn-
ar. Matthías mun leika mjög stórt
hlutverk á plötunni og það verða
nokkur mjög „perkussiv“ lög. Ég
ætla líka að miða við það hljóð
sem við höfum verið með á tón-
leikunum þannig að hún á svolítið
eftir að stjórnast af því.“
Ég er svolítið forvitin um vinnu-
ferlið hjá þér. Hvernig verða
lögin til? Sestu niður til að semja
eða koma lögin kannski bara
þegar þú ert að vaska upp eða eitt-
hvað að vesenast? „Oftast verða
hlutirnir til á ósjálfráðan hátt.
Undirmeðvitundin er eiginlega
besti vinur mannsins í sköpunar-
ferlinu. Maður er alltaf að leita að
leiðum til að fá hana til að fljóta
upp á yfirborðið.
Lítið af mínum tíma fer sem
slíkur í að semja. Ég sest kannski
niður og improvisera, tek það
upp og hlusta svo á það nokkrum
dögum seinna til að sjá hvort ég
hef verið að gera eitthvað af viti.“
Virka einhverjar leiðir virka
en aðrar? Ég hef komið mér upp
mörgum leiðum til að semja. Fer
kannski í göngutúr og læt göng-
una og umhverfið gefa einhvern
ryþma og form. Það eru jafn
margar leiðir að semja og það eru
lög.“
Hvað tekur svo við þegar hug-
myndin er komin? „Það erfiðasta
er að fá hugmyndir. Það eru mis-
munandi heilahvel sem sjá um það
og restina af vinnunni.
Það hægra sér um abstrakt þátt-
inn, að grípa hugmyndina. Það
vinstra tekur svo til við að finna
formið til að setja hugmyndina
inn í. Formið er alveg jafn mikil-
vægt og hugmyndin, það er stund-
um það sem býr til verkið.
Þegar hugmyndin er komin er
það svo þessi níu til fimm vinna
sem tekur við. Að mæta í stúdíóið,
sitja við tölvuna og vinna. Sú
vinna er miklu tímafrekari en
hugmyndavinnan. Hún snýst bara
um að sleppa tökunum á undir-
meðvitundinni og leyfa henni að
toga út hugmyndirnar. Þær eru
þarna, maður þarf bara að kunna
að grípa þær.“
Mýtan er sterk um þunglynda
listamanninn sem vinnur best
heltekinn af hjartasorg. Er því
þannig farið með þig? „Alls ekki,
mér þarf að líða mjög vel til að geta
unnið. Ég er aldrei mjög kreatívur
þegar ég er þunglyndur.
Þótt maður sé að vinna með ein-
hverja melankólíu hefur það ekk-
ert að gera með hvernig manni
líður þegar maður er að semja.
Þetta er spurning um að geta samt
nálgast grunninn einhvern veg-
inn. Það getur verið alls konar dót
þar. Mjög dökkur mjöður í grunn-
inum.“
Þó að þú hafir mikið verið að
vinna í sólóefninu undanfarið ertu
í mörgum samstarfsverkefnum
líka, er það ekki? „Jú, við í App-
arat erum að fara í stúdíó seinna
í mánuðinum. Við ætlum að loka
okkur af í þrjár til fjórar vikur
og sjá hvað við náum að gera.
Við eigum helling af óuppteknum
lögum, bæði kláruðum og ókláruð-
um, sem við ætlum að sjá hvað
verður úr.“
Verður nýja platan lík þeirri
gömlu? „Gamla platan var unnin í
stúdíó á þriggja ára tímabili, áður
en við urðum live-band. Við urðum
svo að læra að spila lögin á tónleik-
um og úr varð það sem fólk þekkir.
Við ætlum að taka þessa plötu að
miklu leyti sem live-band þannig
að það er allt annað ferli sem skil-
ar sér líklega í hljómnum.“
Hver er munurinn á að vinna
einn eða sem hluti af hljóm-
sveit?„Það er rosa mikill munur.
Ég nýt þess mjög að vinna einn en
ég fæ líka mjög mikið út úr sam-
starfi. Bæði í sólóstöffinu og með
Apparat, Ernu, Evil Madness og
öllu hinu. Þetta nærir mann rosa-
lega mikið. Samstarf er mér mjög
mikilvægt og ég hef verið heppinn
og fengið að vinna með frábæru
fólki.
Maður þarf samt að læra að
vinna með fólki, að vera góður
samstarfsmaður til að ná því besta
úr samstarfinu. Ég þurfti alveg að
hafa fyrir því.“
Þú hefur líka unnið með döns-
urum. Hvernig kom það til? „Við
Erna Ómars könnumst við hvort
annað frá því í í MR. Hún hafði
séð mig spila með HAM og eitt-
hvað svona og ég vissi af því sem
hún var að gera í Evrópu.
Við hittumst á Apparat-tón-
leikum úti og fórum að spjalla
saman. Ég sagði henni frá IBM-
sögunni, ég var ekki byrjaður á
neinu en langaði að gera eitthvað
með þetta. Pabbi hennar hafði svo
líka unnið hjá IBM. Okkur langaði
að gera eitthvað saman og fannst
þetta tilvalin hugmynd að vinna
með. Samstarfið hefur gengið
mjög vel og við erum enn að ferð-
ast með IBM-verkið og líka nýtt
verk, Mysteries of Love sem við
sýndum hér heima í maí.“
Hvernig gengur að halda utan
um þetta allt saman? „Það gengur
alveg ágætlega. Mér finnst gaman
að vasast í mörgu. Ég er kannski
þessi týpíski Íslendingur með
milljón járn í eldinum, vinnandi
allar nætur. Mér líður best með
nokkur verkefni í gangi. Ég vinn
líka best undir pressu og ég hef
aðlagað mig þessu vinnuferli.“
Ertu þá skipulagður? „Maður
lærir smátt að maður þarf að
plana langt fram í tímann, hverju
maður þarf að passa sig á og hvað
maður þarf að hafa á hreinu.“
Eru einhverjir tónleikar á döf-
inni? „Ekki mikið. Ég er að ein-
beita mér að upptökum í ár og er
að reyna að halda tónleikum í lág-
marki. Það eru samt þrennir tón-
leikar í júlí. Tvennir í Museum of
Cutting Edge Science í Tokyo og
svo spila ég á Copenhagen Jazz
Festival með Evil Madness.
Ég spila líka með Apparat á af-
mælishátíð Vooruit-listamiðstöðv-
arinnar í Belgíu. Það verður flug-
eldasýning hönnuð í kringum tón-
leikana okkar þar. Ekki slæmt.
Undirmeðvitundin besti vinur
mannsins í sköpunarferlinu
Jóhann Jóhannson hefur starfað með ótal hljómsveitum. Hann var í hinni goðsagnakenndu HAM og er einn stofnmeðlima
Tilraunaeldhússins. Hann hefur gefið út fjórar sólóplötur á síðustu fimm árum og er um þessar mundir að taka upp þá fimmtu.
Jarþrúður Karlsdóttir ræddi við hann um hvernig hugmyndir fæðast og hvernig hann nær að halda utan um þetta allt saman.