Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 68
Sean Connery hefur endan- lega staðfest að hann muni ekki taka að sér hlutverk föður Indi- ana Jones í fjórðu kvikmynd- inni um fornleifafræðinginn en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Connery sló í gegn sem Henry Jones í þriðju myndinni, sem sýnd var fyrir átján árum, en skoska sjarmatröllið tilkynnti nýlega að hann væri hættur kvik- myndaleik. Leikstjórinn Steven Spielberg og framleiðandinn George Lucas þrýstu mikið á Connery um að taka hlutverkið að sér en sá skoski segir að eftir langan um- hugsunartíma hafi hann ákveðið að láta fyrri ákvörðun standa. „Ef eitthvað hefði getað fengið mig til að hætta við að hætta, þá væri það Indiana Jones. Ég nýt lífsins hins vegar svo mikið án kvikmyndaleiks að ég ákvað að taka ekki boði Spielbergs,“ segir Connery. Harrison Ford verður sem fyrr í hlutverki Indiana Jones en af öðrum leikurum má nefna Cate Blanchett, John Hurt og Ray Winstone. Myndin verður frum- sýnd næsta sumar. Connery sagði nei við Spielberg Ástralska söngkonan Kylie Min- ogue vonast til að næsta plata sín komi út fyrir jólin. Kylie er að snúa aftur á sjónarsviðið eftir að hafa greinst með brjóstakrabba- mein. Fjögur ár eru liðin síðan síð- asta plata hennar, Body Language, kom út. Nýverið var tíu lögum sem eiga að vera á nýju plötunni lekið á netið, Kylie til mikils ama. „Það er mjög spennandi að vita til þess að platan gæti orðið tilbúin fyrir jólin,“ sagði Kylie. „Það var samt mjög leiðinlegt að frétta að ókláruðu lögunum var stolið og þau sett á netið.“ Plata fyrir jól Það er sama hvert þig lang- ar að fara. Til Tansaníu, Taílands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finn- urðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina. „Ég vil meina að þetta sé eina alvöru leiðin til að ferðast ef maður vill ferðast lengi og eyða sem minnstum pening,“ segir Haukur Sigurðsson, sem notar heimasíðuna Hospitalityclub.org grimmt. „Þetta er miklu skemmtilegra en að vera á hótelum eða hostel- um og hitta bara einhverja Am- eríkana. Bæði endist peningurinn tíu sinnum lengur og svo er þetta líka miklu skemmtilegra. Maður hittir hressa heimamenn og kynn- ist betur menningunni.“ Hosptialityclub.org er heima- síða sem fólk getur skráð sig inn á til að útvega sér ókeypis gist- ingu í heimahúsum um allan heim. Fólk er skráð þar frá 207 löndum þannig að um margt er að velja. Síðan er þannig upp byggð að fólk skráir sig inn og gefur upplýs- ingar um sjálft sig svo sem aldur, kyn, búsetu og annað. Hvort það er í aðstöðu til að hýsa aðra eða bara bjóða í mat eða kynnisferð um borgina. Eftir innskráning- una getur maður leitað uppi fólk úti um allan heim sem er í sömu hugleiðingum og er tilbúið að opna heimilið sitt fyrir ferðalöngum. „Ég er búinn að vera skráður þarna í rúm tvö ár og hef notað síðuna mjög mikið. Ég hef gist hjá fólki úti um alla Evrópu og mín reynsla af þessu er eingöngu jákvæð.“ Haukur hefur hitt marga sem nota þessa heimasíðu, bæði stelpur og stráka, og enginn þeirra hefur slæma sögu að segja. Haukur hefur þó lent á nokkr- um furðufuglum á ferðum sínum. „Það er stundum eitthvað sem er pínlegt á meðan á því stendur en verður svo góð saga eftir á. Í versta falli býr maður bara til af- sökun til að fara næsta dag og finnur sér nýjan gestgjafa.“ Flestir notenda síðunnar eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára en þó er fólk þarna allt frá ungling- um til eldri borgara. Þegar Haukur er búinn að ákveða áfangastað fer hann á síð- una og skoðar „prófíla“ fólksins í viðkomandi bæ eða borg og finn- ur fólk sem honum líst á. Þá sendir hann nokkrum póst og fær nær alltaf jákvætt svar frá einhverj- um þeirra. „Þetta er sjaldnast nein fimm stjörnu gisting, held- ur yfirleitt pláss í stofusófa eða dýna á gólfi. En það er bara fínt, ég þarf ekki þægindi fyrr en ég verð orðinn gamall,“ segir Hauk- ur að lokum. Nám á netinu Bókasafnstækni Margmiðlunarhönnun ljósmyndun vefhönnun teiknimyndagerð myndbygging útvarp sjónvarp umbrot litafræði kvikmyndun safnafræði grafísk hönnun formfræði Borgarholtsskóli v/Mosaveg 112 R. Sími 535 1700 www.bhs.is Innritun til 19. júní Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar: http://dreifnam.multimedia.is dreifnám MasterCard korthafar fá miðann á þessa skemmtilegu fjölskyldumynd á aðeins 600 kr. meðan myndin er sýnd, greiði þeir með kortinu. Myndin er sýnd í Laugarásbíói og Smárabíói. Meira á www.kreditkort.is/klubbar 600 kall meðan myndin er í sýningum! Komin í bíó! Komin í bíó!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.