Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 54

Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 54
Guðmundur Finnbogason er umsjónarmaður Skáta- félagsins Vífils í Garða- bæ og sumarnámskeiða félagsins. Á veturna er hann líka heimilisfræði- kennari í Laugarnes- skóla. Guðmundur er búinn að vera í skátunum síðan hann var níu ára og hefur síðustu ár tekið að sér ýmis störf innan hreyfingarinnar. „Ég varð umsjónarmaður skáta- félagsins Vífils í vetur auk þess sem ég hef verið að vinna fyrir bandalagið og gegni líka foringjastörfum í félaginu,“ segir hann. Skátafélagið Vífill stend- ur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum sex til fjórtán ára og Guðmundur er umsjónarmaður þeirra í sumar. „Við erum með viku- löng sumarnámskeið og smíðavelli sem eru í tvær vikur. Við höfum verið með stærstu svona námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra vorum við með 460 þátttakendur og núna stefn- um við á að fjölga þeim.“ Umsjón skátafélagsins og sumarnámskeiðanna er fullt starf á sumrin en á vet- urna er Guðmundur í þrjá- tíu prósenta starfi hjá félag- inu. „Ég vinn það meðfram kennslu en ég er líka heim- ilisfræðikennari í Laugar- nesskóla á veturna,“ segir hann. Það er heldur ekki hægt að segja annað en að skáta- starfið nýtist Guðmundi líka vel í kennslunni því hann hefur verið að fara frekar óhefðbundnar leiðir. „Ég hef fengið mjög mikið frelsi við það sem ég er að gera og hef verið að þróa útikennslu í heimilisfræði. Mín skoðun er sú að það sé hægt að kenna allt úti og eigi að kenna sem mest úti og heimilisfræðin er ekk- ert undanskilin því. Ef við gerum ráð fyrir því að að krakkar hafi gaman af því að leysa krefjandi verk- efni og læri mest af því er fátt meira krefjandi en að elda úti á prímus í frosti og myrkri.“ Útikennsla í heimilisfræði Rafvirkjamenntun eða sambærileg menntun grunnskilyrði. Helstu verkefni: Sala og ráðgjöf á lýsinga- og rafbúnaði. Tilboðsgerð. Samskipti við erlenda birgja varðandi pantanir og tæknilegar úrlausnir. Þátttaka í kynningum á því nýjasta í raflagna og lýsingabúnaði. Bókhaldsþekking skilyrði. Helstu verkefni: Gjaldkeri söludeildar, bókhald og önnur tilfallandi verkefni. Rafvirkjamenntun eða sambærileg menntun æskileg, en ekki skilyrði. Helstu verkefni: Afgreiðsla, vörumóttaka og pökkun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.