Fréttablaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 14
B
augur kynnir nú fyrir
helgina breytingar á
skipulagi yfirstjórnar
fyrirtækisins. Jón
Ásgeir Jóhannesson
víkur úr forstjórastóli
fyrir Gunnari Sigurðssyni. Hann
fer ekki langt, því hlutverk hans
verður hlutverk starfandi stjórn-
arformanns. „Starfandi stjórnar-
formaður er önnur útgáfa af for-
stjóra,“ segir Jón Ásgeir.
„Ég fæ meiri möguleika á að hafa
yfirsýn og móta framtíðarstefn-
una og losna við að sinna ýmsum
verkefnum sem tilheyra daglegum
rekstri. Okkur fannst þetta tíma-
bært, enda félagið stækkað mikið
og mikilvægt að horfa til nýrra
tækifæra og markaða. Hraðinn er
meiri og mikilvægt að einhver sé
með yfirsýnina.“
Jafnframt þessu tekur Jón við
stjórnarformennsku af Skarphéðni
Berg Steinarssyni, sem tekur við
stjórn fasteignafélagsins Stoða
Group. „Það er mikið verkefni
sem krefst skýrs fókuss. Við töld-
um því rétt að ég tæki við þessu
hlutverki.“ Jón Ásgeir segir það
leggjast vel í sig að taka við þessu
kefli í FL Group. „Við höfum unnið
með Hannesi Smárasyni um ára-
bil í FL Group. Það samstarf hefur
verið mjög gott. Hannes og starfs-
menn FL hafa ávaxtað fé hluthafa
með frábærum hætti. Þá má geta
þess vegna forsíðu Morgunblaðs-
ins í gær að stjórn og forstjóri eru
einhuga um framtíðarsýn félags-
ins. Allt tal um annað verður að
flokkast undir hugarburð og slúður
eða jafnvel tilraun til að koma illu
til leiðar,“ segir Jón Ásgeir.
Hann segir breytingar á félaginu
til þess fallnar að skerpa áherslur
og ábyrgð í félaginu. Samkeppni í
fjárfestingum fari vaxandi og erf-
iðara að finna góð tækifæri. „Ég
held að eina vitið fyrir lítil fjár-
festingarfélög eins og okkur sé að
einbeita sér að ákveðnum grein-
um viðskipta og kunna þær vel og
þekkja fólkið innan greinanna.“
Baugur hefur á tiltölulega
skömmum tíma haslað sér völl í
smásöluverslun og í fasteigna-
fjárfestingum í Bretlandi. Tengsl
félagsins í þeim starfsgreinum
eru orðin umtalsverð og við það
orðið til erlendir meðfjárfestar á
ýmsum sviðum. Einn þeirra er Sir
Tom Hunter, sem í kjölfar kynna
sinna af Baugi í gegnum samstarf
í Bretlandi hefur fjárfest með
félaginu innanlands, bæði í FL
Group og Glitni. Hunter er mikill
áhugamaður um þróunaraðstoð og
nú er verið að hleypa af stokkun-
um miklu verkefni í Rúanda sem
Baugur leggur stórar fjárhæðir
í sem bæði bindur kolefni með
ræktun örfoka lands og styð-
ur íbúa til sjálfshjálpar. Verkefn-
ið er í samvinnu við Bill Clinton í
gegnum samstarf þeirra Hunters;
Clinton Hunter Foundation.
„Eins og Tom Hunter orðar það:
Það þýðir ekkert að gefa þeim fisk.
Það þarf að gefa þeim veiðistöng
og kenna þeim að veiða,“ segir Jón
Ásgeir. „Þetta er mjög stórt verk-
efni. Clinton Hunter Foundation
hefur unnið að þróunarverkefnum
sem byggja á hjálp til sjálfshjálp-
ar. Þarna bætist svo við að við
höfum tækifæri til að bæta fyrir
útblásturinn. Þeir voru byrjaðir
með þetta verkefni og kynntu það
fyrir okkur og okkur leist mjög vel
á þetta. Við gerum tvennt í einu.
Við útrýmum fátækt og bindum
kolefni.“
Bændur munu planta ávaxta-
trjám í örfoka land í Rúanda.
„Bændurnir fá því nóg að gera
við að rækta þetta og svo vonandi
selja okkur ávexti,“ segir Jón Ás-
geir, greinilega enn með hugann
við upprunann í matvöruverslun.
Jón segir að Baugur haldi áfram
að styrkja málefni á eigin forsend-
um, en félagið úthlutar 300 millj-
ónum árlega innanlands og er
einnig styrktaraðili UNICHEF.
Hann segir að það muni halda
áfram. „Tom Hunter er mjög
framarlega í velferðarverkefnum
og kynnti þetta fyrir okkur. Hann
er með starfsmenn í þessu og
markvissa hugsun í verkefnunum.
Við töldum þetta því gott verkefni
og vildum vera með og nýta það
sem Hunter hefur byggt upp um
leið og við bætum fyrir eigin losun
á gróðurhúsalofttegundum.“
Heimur viðskiptanna minnkar sí-
fellt og ný tækifæri og markaðir
opnast. Jón Ásgeir segist sjá mikil
tækifæri í nýjum mörkuðum fyrir
Baug. „Við höfum verið að horfa til
Indlands með það í huga að byrja
í fasteignaverkefnum og skoða
verslunina. Þar gætu líka legið
tækifæri fyrir FL Group. Það er
margt að koma þar í kringum það
sem við erum með.“
Jón Ásgeir segir félagið einnig
horfa í vestur. Bandaríkin séu
spennandi markaður, sérstaklega
í fasteignaviðskiptum. „Þarna eins
og annars staðar gildir að finna
réttu verkefnin og tækifærin. Við
höfum lært inn á fasteignavið-
skipti eins og í Bretlandi sem hafa
verið mjög arðsöm. Við munum
ekki fara inn með neinu offorsi, en
ef við horfum á New York er fast-
eignaverð þar þriðjungur af því
sem það er í London. Maður sér
frekar fyrir sér að aðrir markaðir
eigi eftir að nálgast London, frekar
en London fjarlægist þá.“
Jón segir miklu skipta að bjartsýni
gagnvart Bandaríkjunum vaxi á
ný. „Útlendingar þora varla í við-
skipti til Bandaríkjanna. Menn eru
tortryggðir þar og London hefur
verið að njóta þessa ástands. Það
er ekki hægt að reka samfélag á
svona miklum ótta og tortryggni
og þegar heimurinn er fullur af
tækifærum, þá fara menn bara
annað.“ Hann segist eiga von á
því að margt muni breytast eftir
að valdatíma núverandi forseta
ljúki.
Asía hefur verið að opnast sem
heimsálfa tækifæranna og flestir
eru á því að álfan muni leiða vöxt
hagkerfa heimsins á þessari öld.
Það er freistandi að spyrja Jón Ás-
geir í ljósi þróunarverkefnisins
í Rúanda, hvort og hvenær menn
sjái tækifæri í Afríku.
„Það er búið að skemma mikið
með ölmusuhjálp. Það hefur
vantað að byggja upp innviði og
samfélagskerfi. Það vantar mikið
upp á innviðina og verkefnið sem
við tökum þátt í verður vonandi til
þess að aðstoða við að byggja slíkt
upp.“
Veiðistöng og
kunnátta betri
en gefins fiskur
Í lok vikunnar sté Jón Ásgeir Jóhannesson úr forstjórastóli Baugs til að
verða starfandi stjórnarformaður, auk þess sem hann tók við stjórnarfor-
mennsku í FL Group. Baugur leggur á sama tíma upp í metnaðarfullt kol-
efnisbindingarverkefni með Bill Clinton og viðskiptafélaga sínum Sir Tom
Hunter í Rúanda.