Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 4

Fréttablaðið - 10.06.2007, Side 4
 Vífilfell braut siðaregl- ur um velsæmi í auglýsingaher- ferð fyrir gosdrykkinn Coke Zero, samkvæmt siðanefnd Sambands íslenskra auglýsinga- stofa. Tilgreindar voru þrjár auglýs- ingar: „Af hverju ekki konur með ZERO skoðanir“, „Af hverju ekki kynlíf með ZERO forleik“ og „Af hverju ekki konur með ZERO bílpróf“. Auglýsingastofan Vatikanið gerði auglýsingarnar en sam- kvæmt greinargerð frá henni og Vífilfelli birtist hluti þeirra fyrir misskilning og verður ekki birtur aftur. Brutu reglur auglýsingastofa Endurgreiðslutími virkj- ana Orkuveitu Reykjavíkur, það er að segja sá tími sem framlegð frá virkjunum er að greiða að fullu til baka það lánsfé sem tekið er til þeirra, er fimmtán til sextán ár. Eftir það flokkast þær undir að vera skuldlausar eignir OR. Þetta kemur fram í tilkynningu frá OR en í henni segir einnig að ávöxtun eiginfjár verði um þrettán pró- sent, sem er mjög mikil arðsemi í alþjóðlegum samanburði. Fréttablaðið greindi frá því í gær að raforkusala Orkuveitunn- ar til Norðuráls myndi líklega borga sig upp á um þrjátíu árum, miðað við forsendur sem fengust frá OR. Að sögn Eiríks Hjálmars- sonar, upplýsingafulltrúa OR, eru útreikningar á arðsemi samninga eins og þeim sem fjallar um sölu raforku til Helguvíkur flóknir og óvissuþættir margir. Taka þurfi tillit til þróunar álverðs, gengis og vaxta til langs tíma og þá skipti einnig máli hvernig verðbólga sé meðhöndluð. „OR er með lánshæfismat og fjármagnar framkvæmdir hjá stórum alþjóðlegum fjárfestingar- sjóðum sem allir leggja mat á aðferðafræði OR við arðsemi virkjana. Þá hefur Eftirlitsstofn- un EES einnig lagt mat á aðferða- fræði OR á útreikningi á arðsemi virkjana og hvort í orkuverðinu felist niðurgreiðsla á álvinnslu,“ segir Eiríkur. Arðsemi eigin fjár 13 prósent Ítalska lögreglan neydd- ist til að beita táragasi á tugþús- undir mótmælenda sem saman voru komnir í Róm í gær til að andmæla George W. Bush Banda- ríkjaforseta og stefnu ríkis- stjórnar hans gagnvart aukinni hnattvæðingu og hernaði í Írak. Framan af degi höfðu mótmælin verið hin friðsælustu en eftir að Bush hafði lokið fundahöldum með Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, og Benedikt páfa XVI fóru mótmælendurnir að láta ófriðlega. Eftir átök á milli lög- reglu og mótmælenda í yfir klukkustund, þar sem flöskum, múrsteinum og öðru lauslegu var kastað í átt að lögreglumönnum, ákváðu þeir að beita táragasi á þá sem verst létu. Náði lögreglan tökum á ástandinu í kjölfarið. Einn lögreglumaður og einn mót- mælandi voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla og nokkrir óláta- seggjanna voru handteknir. Bush hóf gærdaginn á því að ræða við Romano Prodi, forsætis- ráðherra Ítalíu, og að sögn þeirra beggja gekk fundurinn afar vel. Samband Bandaríkjanna við Ítalíu er mjög gott,“ sagði Bush eftir fundinn með Prodi, sem tók í sama streng og Bandaríkjafor- seti. „Við erum í meginatriðum sammála um hvernig heimurinn eigi að vera,“ sagði ítalski leið- toginn. Fundur Bush með Benedikt páfa fór að mestu í að ræða stöðu kristinna í Írak. Sagði Bush að páfinn hefði lýst yfir áhyggjum sínum yfir aðstæðum kristinna í hinu stríðshrjáða landi, sem og annars staðar í Mið-Austurlönd- um. Bush sagði ennfremur að páf- inn vonaðist til þess að hinn forni samfélagshópur kristinna muni halda velli, þrátt fyrir að þeir yrðu fyrir ofbeldi á degi hverj- um. „Við töluðum minna um stríð- ið í Írak,“ bætti Bush við. Talið er að um þrjú prósent af þeim 26 milljónum sem búa í Írak séu kristinnar trúar. Margir þeirra hafa flúið landið á undan- förnum vikum af ótta við ofbeldi múslima. Kristnar kirkjur eru nánast mannlausar eftir morð og mannrán á þeirra slóðum síðustu vikur. Bush sagði enn fremur að heim- sóknin í Vatíkanið hefði hreyft við sér og páfinn væri „mjög snjall og umhyggjusamur maður“. Þetta var í fyrsta sinn sem Bush hittir Benedikt páfa á opinberum vettvangi. Lögregla beitti tára- gasi á mótmælendur Lögregla í Róm þurfti að grípa til táragass til að hafa hemil á tugþúsundum mótmælenda George W. Bush sem saman voru komnir í borginni í gær. Yfirvöld í Danmörku hyggjast setja á laggirnar gagnagrunn sem hefur að geyma upplýsingar um allar helstu fótboltabullur landsins. Von er á lagafrumvarpi um málið innan fárra vikna og kemur það í kjölfarið á uppákomunni í landsleik Dana og Svía fyrir skemmstu þar sem ölvaður áhorfandi réðst að dómara leiksins. Fjöldi fótboltabullna í Dan- mörku hefur vaxið hratt á undanförnum árum og á föstudag komu upp atvik í tveimur æfingaleikjum þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af áhorf- endum. Markmiðið með frum- varpinu er að útiloka slíkar bullur frá völlunum. Hyggjast stöðva fótboltabullur Erlendir ferðamenn eru í sífellu staðnir að hraðakstri á þjóðvegum landsins. Lögreglan á Akureyri tók þrettán manns fyrir of hraðan akstur síðasta sólarhring og voru nær allir þeirra erlendir ferðamenn. Lögreglan á Blönduósi telur að hún stöðvi um tíu erlenda ferðamenn á hverjum degi fyrir of hraðan akstur. Flestir lögregluþjónanna sem rætt var við sögðu að eitthvað þyrfti að gera til að ástandið batnaði. Keyra of hratt á þjóðvegunum IsNord tónleikahátíð- inni í Borgarfirði lýkur í dag með tónleikum sem haldnir verða í gíg Grábrókar. Þar verður leikin tónlist úr Fjalla-Eyvindi og Skugga-Sveini. Á meðal þeirra sem koma fram eru Guðrún Ingimarsdóttir, Bergþór Pálsson, Guðmundur Þorvaldsson og Hljómskálakvint- ettinn auk félaga úr Kammerkór Vesturlands. Söngur í gíg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.