Tíminn - 07.12.1980, Síða 6
6
■LiíiH'I'
Sunnudagur 7. desember 1980
ffMÉM
Útgefandi: Framsóknarflokkurtnn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Glslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgrei&slustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson.
Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur
Stefánsdóttir, Elisabet Jökulsdóttir, Friörik Indriöason, Frtöa
Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guö-
mundsson, Jónas Guömundsson (Alþing), Kristln Leifsdóttir,
Ragnar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Gu&jón Einars-
son, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria
Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300.
Kvöldsimar: 86387,86392.—Verö I lausasöiu: kr. 280. Askriftar-
gjaldá mánuöi: kr.5500. — Prentun: Bla&aprent hf.
Atlantshafsflugið
Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna það, að
Atlantshaf'sf'luginu skuli haldið áfram, m.a. Dag-
blaðið. Guðmundur G. Þórarinsson alþm. fjallar
um þessa gagnrýni i grein, sem hann birti nýlega i
Dagblaðinu.
Guðmundur G. Þórarinsson vikur fyrst að þeim
fullyrðingum, að veriö sé að verja fé úr rikissjóði til
að styrkja ferðalög útlendinga. Hann svarar á
þessa leið:
„Reiknað er með að islenska rikið leggi Atlants-
hafsfluginu nánast þær tekjur, sem rikið hefur af
þessu flugi. Það er að segja, rikið leggi Flugleiðum
það fé, sem hvort eð er mundi tapast, ef flugið
leggst niður. Ef flugið leggst niður, fær rikið ekki
lengur lendingargjöld af þeim flugvélum, sem
hætta að íljúga. Rikið fær ekki leigutekjur af þeim
hluta flugstöðvarbyggingar, sem Flugleiðir segja
upp og ekki er unnt að leigja öðrum. Tekjur fri-
hafnarinnar minnka, ef þessi farþegaflutningur
leggst niður. Aðstöðugjöld Flugleiða minnka ef
þessi starfsemi leggst af. Þannig mætti lengi telja.
íslenska rikið er þvi nánast aðeins að gefa eftir fé,
sem rikissjóður mundi hvort eð er tapa, ef flugið
leggst niður.”
Guðmundur G. Þórarinsson vikur siðan að þeirri
fullyrðingu að hér sé aðeins um gálgafrest að ræða
og þvi sé eins gott að hætta fluginu strax. Um þetta
séu skiptar skoðanir. Með þeirri lausn, sem nú sé
fengin, verði mörgum sérhæfðum og sérfróðum
mönnum tryggð atvinna i eitt ár og sé ekki litilvægt
á þessum atvinnuleysistimum, sem nú eru i heim-
inum. Ýmsir aðilar aðrir, sem tengjast fluginu,
haldi þessum tekjum áfram næsta ár.
„Haldi óbreytt ástand áfram”, segir Guðmundur
G. Þórarinsson”, er i sjálfu sér engu tapað fyrir
Flugleiðir. Félagið getur þá lagt flugið niður eftir
eitt ár. Þá hefur verið gerð tilraun til að bjarga
þessum atvinnurekstri og menn verða ekki sakaðir
um að hafa ekki reynt. Hitt er svo annað mál, að
margvisleg rök hniga að þvi að ástandið á Atlants-
hafinu gæti breyzt innan tiðar.”
Ef svo færi, sem er alveg eins liklegt, myndi
ýmsum þykja illa farið, ef íslendingar væru nýbún-
ir að leggja niður nærri 30 ára starfsemi og kasta
frá sér viðtæku markaðskerfi og reyndu starfsliði,
þegar fargjöld hækkuðu.
Guðmundur G. Þórarinsson vikur i greinarlokin,
að þeirri frétt Dagblaðsins, að vissir starfsmenn
Flugleiða ræði um að mynda samtök gegn Fram-
sóknarflokknum vegna vinnu hans að málum fyrir-
tækisins. Um þetta farast honum svo orð:
„Framsóknarmenn hafa unnið i allt sumar að þvi
að leita leiða til þess að tryggja starfsfólki Flug-
leiða vinnu og tryggja rekstur fyrirtækisins.
Steingrimur Hermannsson hefur i þvi sambandi
enga fyrirhöfn sparað sér. Steingrimur náði góðum
samningum við yfirvöld i Luxemborg og setti sig á
ótrúlega stuttum tima inn i flókinn rekstur Flug-
leiða. Honum tókst að skipa málum á þann veg,
sem nú er orðið, oft gegn talsverðum mótstraumi.
Þannig tókst að tryggja vinnu fólksins og starfsemi
fyrirtækisins.
Það mun lika réttast að margir starfsmenn Flug-
leiða meta þetta, hvað sem liður starfshópi þeim,
sem Dagblaðið sagði frá. — Þ.Þ.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Algert heyrnarleysi
bugar ekki Ashley
Einstætt og frábært afrek brezks þingmanns
AHEYRENDUR á þingpöllum i
brezka þinginu, þótti þaö stund-
um kynlegt, þegar Heath var
forsætisráðherra, að hann virt-
ist oft beina máíi sinu til eins
þingmanns sérstaklega, Jacks
Ashley. Hann horfði einkum i
áttina til hans i stað þess að
horfa yfir þingsalinn og ná eftir-
tekt sem flestra þingmanna.
Þetta háttalag Heaths átti sér
þó einfalda skýringu og lysti
honum sem góðum dreng.
Ashley er algerlega heyrnar-
laus og hefur verið það i 12 ár af
þeim 14 árum, sem hann hefur
átt sæti i brezka þinginu. Hann
er hins vegar þjálfaður i vara-
lestri og gat fylgzt með máli
Heaths, ef hann átti þess kost að
sjá varahreyfingar hans, þegar
hann flutti þingræður sinar.
Annars hefur nii fundizt leið til
að auðvelda Ashley að fylgjast
með þingræðum. Sérstakur
starfsmaður i þinghúsinu
stjórnar tæki, sem prentar það,
sem sagt er. Þetta tæki er svo
tengt móttökutæki, sem Ashley
hefur með sér i þingsalinn og
getur hann þannig lesið jafnóð-
um ræður þingmanna. Þetta
gerir honum auðvelt að taka
þátt i umræðum, ef honum þykir
þess þurfa.
JACK ASHLEY á orðið merki-
lega sögu. Hann er 58 ára gam-
all og er búinn að eiga sæti i
brezka þinginu i 14 ár eins og
áður segir.
Hann er fæddur og a linn upp i
mikilli fátækt. Föður sinn missti
hann þegar hann var fimm ára
gamall. Strax að loknu bama-
skólanámi þurfti hann að fara
aö vinna fyrir sér, en hann var
þá 14 ára.
Ashley stundaði fyrst ýmsa
vinnu, unz hann fékk starf i
efnaverksmiðju. Hann var þá
kominn i kynni við verkalýös-
ireyfinguna og beitti sér fýrir
óvi, að starfsmenn verksmiðj-
unnar stofnuðu deild i sérstöku
verkalýðssambandi Chemical
Workers Union. Þar gat Ashley
sér svo gott orð, að hann var
lcosinn i stjóm landssambands
Jiessara samtaka 21 árs gamall.
Ashley lagði ekki stund a neitt
nám á þessum árum, en ákvað
nú að ganga menntaveginn.
Fyrir tilstyrk verkalýössam-
lakanna fékk hann tveggja ára
námsstyrk við Ruskin College i
Oxford. Hann lagði þar stund á
hagfræði. Námið gekk vel og
lékk hann framhaldsstyrk til
náms i Cambridge, þar sem
iiann lauk prófi.
Að námi loknu sneri Ashley
sér að fjölmiöiun. Hann fékk
starf við Norður-Amerikudeild
brezka útvarpsins, sem var
fólgið í þvi að annast útvarps-
þæ’tti. Þessu starfi hafði
Anthony Wedgwood Benn, sem
nú er leiðtogi vinrtri arms
Verkamannaflokksins, gegnt á
undan honum.
Ashley reyndist góður út-
varpsmaður. Frá útvarpinu lá
leið hans til sjónvarpsins, þar
sem hann sá um stjórn ýmissa
vinsælla þátta. Vinsældir hans
sem sjónvarpsmanns ruddu
honum braut inn á stjórnmála-
sviðið.
Arið 1966 var honum boðið að
verða þingmaður fyrir Verka-
mannaflokkinn i öruggu kjör-
dæmi. Hann tók boðinu og hlaut
að sjálfsögðu kosningu. Hann
varð fljótlega aðstoðarmaöur
eins ráðherrans, Michaels
Stewart.og virtist iiklegur tii að
hljóta ráðherrastöðu innan
tiðar.
Það skyggði á hjá Ashley, að
hann hafði sem barn orðið fyrir
áfalli, sem hafði skemmt hljóð-
himnurnar. Heym hans fór
heldur versnandi og hann ákvað
þvi að gangast undir aðgerð,
sem virtist gefa sæmilegar
vonir um bata. En batinn fékkst
ekki, heldur leiddi aðgeröin til
þess að hann missti alveg
heyrnina.
t FYRSTU munaði minnstu aö
Ashley léti hugfallast og legði
niður þingmennsku. En vinir
hans hvöttu hann til að gefast
ekki upp. Að ráði þeirra hóf
hann að læra varalestur. t þrjá
mánuði lagði hann næstum nótt
við dag og var orðinn vel fær i
varalestri að þeim tima lokn-
um. Hann hætti þá við að leggja
niður þingmennsku og hefur
verið endurkosinn jafnan siðan.
Ashley rækir þingmennskuna
vel, en jafnframt kappkostar
hann að hafa sem nánast sam-
band við kjósendur sina. Kona
Tækið sem gerir Ashley fært að
taka þátt i umræðum I þinginu.
Þvi er stjórnað af aðstoðar-
manni i þinghúsinu og þaö
prentar það, sem sagt er. Tækið
er tengt móttökutæki, sem
Asliley hefurmeð sér inn i þing-
salinn.
hans er yfirleitt með honum á
fundum i kjördæminu og að-
stoðar hann. Þau eiga þrjár
dætur og eru þær mæðgur sam-
hentar um að hjálpa honum
eftir megni.
Með aðstoð þeirra mægðna,
einkaritara sins og annarra
góðra vina, er Ashley auðveldað
að tala i sima. Hann talar
sjálfur i' tækið og les svörin af
vörum einhvers, sem hlustará i
öðru simtóli.
Ashley hefur tekið virkan þátt
i þeim deilum, sem standa yfir i
Verkamannaflokknum. Hann
hefur skipaðsér i hægri arminn.
Arið 1976 tókst honum að ná
kosningu i' flokksstjórnina, en
þar er vinstri armurinn i meiri-
hluta. Hann var felldur úr
flokksstjórninni tveimur árum
siðar.
Það þykir ekki liklegt að
viffstri armurinn fylgi þessu
eftir með þvi að reyna aö fella
hann i kjördæmi hans i næstu
kosningum. Fylgi hans er talið
það traust, að slik tilraun myndi
mistakast.
Ashley segist mjög þakklátur
þeim, sem hafa styrkt hann og
stutt, og gert honum kleift að
sigrastá heyrnarleysinu. Ég hef
engan vin misst, segir hann,
siðan heyrnin bilaöi,en ég vissi
þá fyrst hverjir þeir voru.
Einkaritari og fjölskylda As-
hlevs hafa þróað tækni, sem
gerir honum fært að tala í sfma.
Hann talar sjálfur i tækið og les
svörin af vörurn einhvers, sem
hlustar á i öðru simtæki — í
þessu tilviki er það Caroline
dóttir hans.