Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 1
Þriðjudagar
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
38%
B
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
D
V
41%
73%
4%
V
D
VVVV
D
V
DD
Þórsteinn Ágústsson, eigandi heilver l
Umbo›s- og sölua›iliBirkiaska ehf.sími: 551 9239www.birkiaska.is
Birkiaska
Umbo›s- og sölua›iliBirkiaska ehf.sími: 551 9239www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Smíðar listaverk úr
smíðajárnsafgöngum
Mætast á
golfvellinum
hola í höggiÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 Ráð fyrir konurRagnhildur Sigurðar-dóttir gefur góð ráð
BLS. 6
Nýr og spennandi bóka-
flokkur um ævintýri Kótós.
Lærðu að teikna í leiðinni.
edda.is
Kalla þurfti út auka-
lið lögreglumanna frá Reykjavík
og Selfossi, þegar kannabisrækt-
un var gerð upptæk í Þykkvabæn-
um á föstudagskvöld. Þremur
doberman-hundum var sigað á
lögregluna sem var á staðnum og
beit einn þeirra lögreglumann.
Á föstudagskvöld var haldinn
dansleikur í héraðinu og fékk lög-
reglan á Hvolsvelli lögreglumenn
frá fíkniefnadeild lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða
við hefðbundið eftirlit. Jafnframt
var ákveðið að skyggnast um eftir
marijúanaræktun á bæ í Þykkva-
bænum, en lögreglunni á Hvols-
velli höfðu borist ábendingar um
að slíkt kynni að vera í gangi.
Þegar lögreglumenn frá Hvols-
velli og fíkniefnadeildinni komu á
vettvang var þar fyrir einn maður
með þrjá hunda. Hann sigaði þeim
umsvifalaust á lögreglumennina
með þeim afleiðingum, að einn
hundanna beit lögreglumann í
lærið. Lögreglumaðurinn slapp þó
við meiri háttar meiðsl.
Þegar þessi staða var komin upp
var kallað á liðsauka frá lögregl-
unni á Selfossi. Þá voru lögreglu-
menn úr sérsveit Ríkislögreglu-
stjóra kallaðir á staðinn. Jafnframt
var fengin heimild til húsleitar.
Samtals 52 kannabisgræðlingar
fundust sem voru ræktaðir í þar
til gerðum geymsluhólfum við
bæinn.
Maðurinn, sem sigaði hundun-
um á lögregluna, var gestkomandi
á bænum og var hann einn heima
þegar lögregluna bar upphaflega
að garði. Eftir að liðsauki hafði
borist kom annar maður akandi að
bænum, en hann mun vera húsráð-
andi þar og góðkunningi lögreglu.
Mennirnir voru báðir handteknir,
en þeir látnir lausir að loknum
yfirheyrslum. Húsráðandi var
grunaður um akstur undir áhrif-
um lyfja, auk þess sem hann hefur
játað að eiga kannabisplönturnar.
Samtals voru að störfum þarna
níu lögreglumenn frá fjórum emb-
ættum þegar mest var.
Þetta er í þriðja skiptið sem lög-
reglan tekur marijúanaplöntur á
þessum bæ á átta mánaða tímabili.
Í fyrsta skiptið tók lögreglan svip-
að magn og um tíu plöntur í annað
skiptið.
„Við höfum hert eftirlit og
aðgerðir gegn málum af þessu tagi
hér í héraðinu,“ segir Sveinn Rún-
arsson, yfirlögregluþjónn á Hvols-
velli. „Við fáum aðstoð frá fíkni-
efnadeildinni í Reykjavík, svo og
leitarhunda frá Ríkislögreglu-
stjóra. Við erum með úrvalslið,
sem skiptir öllu máli.“
Sigaði hundi
á lögregluna
Doberman-hundar voru notaðir til þess að hindra
aðgang lögreglu að kannabisræktun á bæ í Þykkva-
bænum. Einn hundanna beit lögreglumann.
Guðmundur Ingvars-
son, formaður HSÍ, segir það skýr-
an vilja sambandsins að hafa
Alfreð Gíslason áfram sem þjálf-
ara handknattleikslandsliðsins.
Alfreð segist hafa áhuga á að
þjálfa áfram en efast um að hann
hafi tíma fyrir starfið. Hann bað
um frest til að íhuga málið og
hefur HSÍ samþykkt beiðni
Alfreðs. Hann mun því leggjast
undir feld í fríinu og í kjölfarið
greina frá ákvörðun sinni.
Leggst undir feld
Sveitarfélagið Ölfus á í
einkaviðræðum við íslenska ráð-
gjafarfyrirtækið Arctus ehf., félags
meðal annars í eigu Jóns Hjaltalíns
Magnússonar, um lóð vegna bygg-
ingar áltæknigarðs í Þorlákshöfn.
„Við höfum veitt þeim [Arctus]
vilyrði fyrir lóð, sem gildir í allt að
átján mánuði,“ segir Ólafur Áki
Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss. Á
þeim tíma mun sveitarfélagið sam-
kvæmt samkomulaginu hvorki
hefja viðræður við aðra aðila né
úthluta öðrum lóðum til annarra er
lúta að uppbyggingu álvers innan
marka sveitarfélagsins. Rennur það
út um mitt ár 2008.
Ólafur Áki segir að yfirmenn
Alcan hafi haft frumkvæði að við-
ræðum við sveitarfélagið eftir að
tillaga um stækkun álversins í
Straumsvík var felld. „Við höfum
kynnt þeim það sem við höfum upp
á að bjóða og gert þeim fulla grein
þessu vilyrði sem við höfum veitt
Arctus.“
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á
Íslandi, segir að ekki sé ólíklegt að
ferð yfirmanna Alcan til Íslands
vegna stjórnarfundar á morgun
verði notuð í fleira. Ekki sé enn
búið að ákveða dagskrá heimsókn-
arinnar endanlega.
Íslenskt félag hefur forgang