Fréttablaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 8
Hver er framkvæmdastjóri
Samtakanna ´78?
Hvað hét skáldsaga Salmans
Rushdie sem kom út árið 1988?
Hvaða lið varð spænskur
meistari í knattspyrnu á sunnu-
dag?
Færri fóstur
deyja nú en áður vegna rann-
sókna á meðgöngu. Fækkun leg-
vatnsástungna þýðir að um 4-5
færri fóstur deyja í móðurkviði.
Fyrir aldamót fóru nær allar
konur 35 ára og eldri í legvatns-
ástungu á meðgöngu. Upp úr
aldamótum varð snemmskimun
algengari og fara 70 prósent
barnshafandi kvenna á öllum
aldri í slíka rannsókn.
Við hverjar hundrað legvatns-
ástungur lést eitt fóstur, að sögn
Reynis Tómasar Geirssonar,
prófessors og yfirlæknis kvenna-
deildar LSH.
Einungis um hundrað ástungur
eru nú framkvæmdar á ári, oft-
ast í kjölfar þess að snemmskim-
un hafi leitt í ljós grunsemdir um
fæðingargalla.
„Við vorum að gera 500 ástung-
ur á ári og misstum fimm heil-
brigð börn,“ segir Reynir. „Ef við
værum að gera legvatnsástung-
ur í sama mæli í dag værum við
að missa um sex heilbrigð fóst-
ur.“
Fréttablaðið greindi frá því á
laugardag að undanfarin sjö ár
hafi um fjörutíu konum verið
boðið að ljúka meðgöngu þegar
skimun á fóstri sýndi Downs-
heilkenni. Einungis tvær völdu
að halda meðgöngunni áfram.
Skimun kostar 6.600 kr. „Það
er meðal annars gert til að fólk
hugsi sig um,“ segir Reynir.
Færri fósturlát við rannsóknir
Flugstöð Leifs
Eiríkssonar (FLE) og Hitaveita
Suðurnesja hafa gert samning um
kaup flugstöðvarinnar á raforku
og heitu vatni af hitaveitunni.
Einnig mun hitaveitan sjá um
rekstur og viðhald á nýrri
varaaflsstöð sem verður sett upp
í byrjun árs 2008.
Flugstöðin hefur alltaf keypt
rafmagn af hitaveitunni. Nú var
gerður heildarsamningur. Þeir
sjá því einnig um viðhald og
rekstur á nýrri varaaflsstöð.
Þetta eykur rekstraröryggið
segir Stefán Jónsson, fram-
kvæmdastjóri fasteignasviðs
FLE.
Bætt rekstrar-
öryggi í Leifsstöð
NÝJAR OG BETRI JÚMBÓ
HYRNUR Í NÆSTU VERSLUN
Fullbúin máltíð á innan við 5 mínútum
Má bjóð
a þér
upp á ýs
u í kvöld
?
Útgjöld til heil-
brigðismála eru 34 milljörðum
króna hærri í ár en þau voru 1998,
sé reiknað á núvirði.
Árið 1998 var tæpum sextíu
milljörðum varið til heilbrigðis-
mála en í fjárlögum þessa árs er
rúmum 93 milljörðum varið til
málaflokksins. Aukningin nemur
57 prósentum.
Í nýju vefriti fjármálaráðuneyt-
isins er fjallað um útgjöld til heil-
brigðismála og bent á að langmest
aukning hefur orðið í útgjöldum
til öldrunar- og endurhæfingar-
stofnana. Nemur hún 13 milljörð-
um króna á tímabilinu.
Ásta Möller, formaður heil-
brigðisnefndar Alþingis, segir
mikla fjölgun hjúkrunarrýma
fyrir aldraða helstu skýringu
hækkunarinnar. Kostnaður við
uppbyggingu hjúkrunarrýmis sé
um átján milljónir og árlegur
rekstrarkostnaður sex milljónir.
Þær aðgerðir séu í takt við fjölgun
aldraðra og breyttar hugmyndir
um öldrunarþjónustu.
Að sögn Ástu liggur almenn
hækkun framlaga til heilbrigðis-
mála að mestu leyti í auknum
launakostnaði.