Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.06.2007, Qupperneq 10
 Laun framhaldsskólakennara hafa ekki hækkað til jafns við meðaldagvinnulaun innan Bandalags háskólamanna. Launamunurinn er nú sex prósent. Þetta kemur fram í ályktun Félags fram- haldsskólakennara. „Kjarasamningur okkar rennur út í lok apríl á næsta ári og það er alveg gríðarlega þýðingarmikið að samningsaðilar nýti tímann vel þangað til,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður FF. Í ályktun FF segir að laun kennara verði ekki leiðrétt án sterks pólitísks vilja yfirvalda. „Við viljum trúa því og treysta að fjármálaráð- herra vilji að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn njóti svipaðra kjara þegar litið er til menntunar og ábyrgðar í störfum,“ segir Aðalheiður. Einar Birgir Steinþórsson, skólastjóri Flensborg- arskólans, tekur í sama streng. „Menn hafa áhyggjur af stöðunni. Það virðist vera meira launaskrið annars staðar svo að það er aftur að myndast gap milli framhaldsskóla og annarra háskólamenntaðra starfsmanna.“ Framhaldsskólakennarar fóru í tveggja mánaða verkfall árið 2000 vegna kjaradeilu. „Ég óttast stöðuna eins og hún er núna,“ segir Einar. „Það væri skelfilegt til þess að hugsa ef það yrði verkfall.“ Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir framhaldsskólann mjög brenndan verkföllum. „Seinasta verkfall var auðvitað skelfilegt og auðvitað hefur maður áhyggjur af slíkum hótunum,“ segir hún. Í ályktun FF er einnig lýst yfir óánægju með fjárskort framhaldsskólanna. „Framhaldsskólar landsins fá of lítið fé til þess að standa undir lögbundinni þjónustu. Af því leiðir að of oft er gripið til óyndisúrræða sem bitna á námi og kennslu,“ segir í ályktuninni. „Við finnum fyrir því að það hefur verið gríðar- lega mikil hagræðing í framhaldsskólakerfinu undanfarin ár. Ég held að það sé samdóma álit okkar skólastjórnenda að nú sé full langt búið að ganga,“ segir Einar. Kjör framhaldsskóla- kennara áhyggjuefni Laun framhaldsskólakennara dragast aftur úr launum annarra háskólamenntaðra starfsmanna. Kjarasamningar losna næsta vor. „Viljum treysta fjármálaráðherra,“ segir formaður FF. „Skelfilegt að hugsa til verkfalls,“ segir skólameistari Flensborgar. Unglingspiltur hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þriggja ára systursyni sínum. Hann var sýknaður af ákæru gegn tveim öðrum systursonum sínum, öðrum þriggja ára og hinum á öðru ári, þar sem ekki var talið sannað að pilturinn hefði náð sakhæfis- aldri þegar þeir atburðir áttu sér stað. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa látið tvo systursyni sína hafa munnmök við sig. Þeir voru báðir þriggja ára. Þá var hann ákærður fyrir að hafa verið með kynferðis- lega tilburði við þriðja systurson- inn, sem þá var aðeins rúmlega ársgamall. Þetta átti sér stað þegar pilturinn var að passa börn- in. Pilturinn játaði þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Hins vegar voru tímasetningar atburð- anna á reiki og dómurinn taldi ekki fullsannað að hann hefði verið orðinn 15 ára og þar með sakhæfur þegar hann braut gegn tveimur drengjanna. Hins vegar hlaut hann skilorðsbundinn dóm til fimm ára fyrir gjörðir sínar gagnvart þriðja barninu. Ákvörð- un refsingar var frestað, en piltur- inn skal sæta umsjón í eitt ár. Þá var hann dæmdur til að greiða tveimur drengjanna 600 þúsund krónur hvorum vegna miska sem þeir höfðu orðið fyrir af hans völd- um. Pilturinn hefur sætt meðferð hjá sálfræðingi. Braut gegn systursyni sínum A-Class – Ánægjunnar vegna ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. Nýr A-Class sameinar skynsemi og þægindi með fullkomnum hætti. Hann er nettur en einnig ótrúlega rúmgóður og glæsileikinn helst í hendur við stórkostleg þægindin. A-Class er bíll sem þú velur ánægjunnar vegna – af því að það er skynsamlegt. Verð frá 2.290.000 kr. Í kvöld, 19. júní, verður farin göngu- og fræðsluferð um Elliðaárdal undir leiðsögn Kristins H. Þorsteinssonar, garðyrkjufræðings. Gróðurfar í Elliðaárdal er að hluta tilkomið vegna ræktunar mannsins. Skoðaðar verða blóm- og trjáplöntur og hugað að breytingum sem hafa orðið síðustu áratugi. Gangan hefst kl. 19:30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Gróðurrækt í Elliðaárdal ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 80 05 0 6. 2 0 0 7 Krabbameins- félagsins Sumarhappdrætti Útdráttur 17. júní 2007 Bifrei› e›a grei›sla upp í íbú›, 1.000.000 kr. Úttekt hjá fer›askrifstofu e›a verslun, 100.000 kr. Vinningar B ir t án á b yr g ð ar Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga 2. júlí nk. 127 137 1503 2182 2201 3905 4052 4494 6462 7007 7521 8439 8702 10000 10305 10482 10630 11755 12116 12572 12673 12845 13060 14011 14106 14460 15628 16462 16801 17205 17397 17597 17752 18017 21575 22385 22687 23253 23605 24060 24706 25333 26438 26606 27869 28908 29258 29880 29985 31848 33553 34034 34283 36048 36275 37466 37602 38449 38697 39941 40556 41904 43200 43620 43797 43850 44255 46524 46588 48150 48931 49003 50031 50093 50597 51419 52365 52950 54915 55576 56392 56914 57981 59964 61877 62609 62701 62861 64046 66735 67471 68676 69493 69669 70485 72338 73568 74166 74368 75263 77039 77168 78464 79823 79975 79979 80289 81587 82841 83339 83592 83779 83897 84238 85542 85631 85686 86159 86297 87398 88392 88885 89476 91218 95313 96201 97209 100710 101163 101584 101871 102600 103051 104240 104563 105029 106003 106611 108984 109179 109389 111723 111730 111737 111827 112023 115785 116381 116418 116494 118105 118466 120419 120453 120908 122887 123276 123914 124148 125207 125289 125290 125490 125679 125993 126271 126521 127529 127847 Handhafar vinningsmi›a framvísi fleim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Krabbameinsfélagi› flakkar landsmönnum veittan stu›ning www.krabb.is Ford Escape Limited 3,0i V6, 3.850.000 kr. 127461 44986 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.