Fréttablaðið - 19.06.2007, Side 23

Fréttablaðið - 19.06.2007, Side 23
Alexander Bridde, járnsmíða- meistari, stofnaði Prófílstál árið 1985 og starfar þar við almenna járnsmíði. Meðfram hefðbundnu starfi sínu hefur Alexander smíð- að listmuni í gegnum tíðina og gefið vinum, ættingjum og stofn- unum við sérstök tækifæri. „Við erum í almennri járnsmíði og höfum mikið starfað við byggingu sundlauga, íþróttamiðstöðva og fleira. Þar smíðum við handrið, stiga, skrautmuni og nánast hvað sem er,“ segir Alexander og bætir því við að einnig smíði þeir mikið af aukahlutum í bíla fyrir björg- unarsveitir og einstaklinga. „Ég hef eiginlega alla tíð eftir að ég fór að mannast verið að smíða listmuni og alltaf haft í mér ein- hverja sköpunargleði. Ég hef gert mikið af stykkjum í gegnum tíðina til gjafa en ekki gert mikið af þessu til að selja hingað til,“ segir Alexander sem smíðar munina úr smíðajárnsafgöngum úr vélunum í fyrirtækinu. Listmunir úr afgöngum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.