Fréttablaðið - 19.06.2007, Síða 42
16 17 18 19 20 21 22
Nú er tími sumarnámskeið-
anna. Krakkar á öllum aldri
eru að bæta við sig reynslu
á mörgum stigum, njóta
kennslu reyndra kennara.
Mörg námskeiðanna sem í
boði eru bæta við kunnáttu
krakkanna, eru blanda af
leik og starfi. Önnur eru
stíf vinna.
Í Klassíska listdansskólanum sem
Guðbjörg Astrid Skúladóttir rekur
var hópur af stelpum í stífri vinnu
þegar skólanum var að ljúka. Ofan
á próflestur bættu þær við sig
stuttu námskeiði á hálfum mán-
uði sem nam nærri heilli vinnu-
viku. Kennarinn var bandarísk-
ur, sagðist reyndar vera amerísk-
ur Rússi: Rafael Grigorian rekur
skóla í New York og starfar jafn-
framt við dansasmíð. Á nemenda-
sýningu í liðinni viku sýndu stúlk-
urnar vinum og vandamönnum
árangur erfiðis síns í glæsileg-
um sölum Klassíska listdanskól-
ans við Grensásveg þangað sem
hann er nýfluttur. Kennari þeirra
hélt tölu meðan þær biðu á ball-
ettskónum sínum og bað menn að
gera sér grein fyrir að verkefn-
ið væri erfitt, tíminn hefði verið
stuttur en þær hefðu góðan grunn
eftir kennslu liðinna ára. „Það sem
þær eru að fara að sýna ykkur er
hræðilega erfitt,“ sagði Rafael.
Hann kenndi á sumarnámskeið-
unum í þremur flokkum en efnið
var allt bundið Þyrnirós, stíl, sögu,
látbragði, búninghefð og allt sem
viðkom þessu sígilda verki.
Klassíski listdansinn hefur um
langt árabil verið í vörn. Hann
er gríðarlega tímafrekur í þjálf-
un og þeir sem ráðast í að tak-
ast á við hann verða að gefa sig
alla á vald dansins. Eins og Helgi
Tómasson lýsti hér í heimsókn
sinni á Listahátíð ná fáir svo langt
að geta helgað sig hinni klassísku
hefð ballettsins. Fáir eru kallaðir
og enn færri útvaldir. Til að list-
dansari geti náð þroska í klass-
ískum ballett verður hann að eiga
þess kost að setjast í daglangar
þjálfunarbúðir og þegar nægileg-
um líkamlegum styrk er náð verð-
ur dansari í þess háttar flokki að
eiga kost á stöðugu sýningarhaldi
sem er ein ástæða þess að Íslenski
dansflokkurinn lagði slíka þjálfun
af fyrir mörgum árum.
Í fjarlægðs sviðs og salar í stór-
um leikhúsum skynja áhorfendur
ekki þá líkamlegu áreynslu sem
felst í dansi af þessu tagi: í dags-
birtu og nálægð danssalar Klass-
íska listdansskólans kom vel í ljós
hvílíkt erfiði dans í þessum stíl er.
Rafael Grigorian beindi orðum
sínum ekki síst til aðstandenda og
gerði þeim grein fyrir að á sama
tíma og nám í listdansi er kröfu-
hart væri það gjöfult þeim fáu
sem komast áfram. Það væri nem-
endunum lán að vel hefði tekist
með grunnnám þeirra og skólinn
veitti þeim skjól, þar sem afar vel
væri hugsað um nemendur.
Klassíski listdanskólinn býður
upp á fornám í ballett og síðan
klassíska listdansbraut á mennta-
skólastigi sem tekur þrjú ár. Er
skólinn með samning við mennta-
málaráðuneyti sem er í samræmi
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is
Muirfield Village
Collection
The
Fasteignafyrirtækið Castle & Cooke bjóða til sölu einbýlishús
í Windermere Orlando. Keene´s Pointe hverfið var valið „Best
Gated Community 2006-2007”. Þar er einn glæsilegasti 18 holu
golfvöllur á Florida „Golden Bear Golf Club” hannaður af Jack
Nicholas. Innan við fi mmtán mín. akstur er í helstu skemmti-
garða og verslanir í Orlando s.s, Disney, Sea World, Universal
Studios, Wet And Wild, Mall at Millennia og Florida Mall.
Einbýlishúsin eru ný og fullbúin bestu tækjum, einstak-
lega glæsileg með sólríkum sundlaugagarði. Aðeins eru 7 hús
í boði og í tilefni þessarar kynningar á Grand Hótel mun hverju
seldu húsi fylgja „Golfclub Membership” að andvirði $ 32.000.-
Fulltrúar Castle & Cooke verða með kynningu á Grand
Hótel Reykjavík 19. og 20. júní frá kl. 13:00 til 21:00.
Komdu og kynntu þér þetta frábæra tækifæri til að eignast
glæslega fasteign í Orlando.
Slóð á netinu er: http://www.cc-keenespointe.com/points.htm
Nánari upplýsingar og pöntun á sérkynningu fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga í síma 857 0161 og 893 9500.
Fulltrúar Castle & Cooke verða hér á landi til 26. júní.
Glæsilegar fasteignir
á besta stað í Orlando Florida.
Fasteignafyrirtækið Castle & Cooke kynnir á Grand Hótel 19 .-20. júní:
Staðsetning skiptir öllu máli !!! Þér bjóðast húseignir á góðum kjörum á besta stað !
Atorka Group hf., kt. 600390-2289, hefur gefið út
víxla á grundvelli ISK 5.520.000.000 sem Kauphöll
Íslands hf. hefur samþykkt og gert aðgengilega
almenningi frá og með 19. júní 2007.
Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út: