Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 50

Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 50
 Alfreð Gíslason sagði eftir landsleik Íslands og Serbíu að hann þyrfti tíma til þess að íhuga hvort hann gæti haldið áfram með landsliðið. Ef HSÍ myndi krefjast svars um framhaldið strax yrði svarið nei og líklegast yrði það samt nei eftir nokkrar vikur en hann vildi samt fá tíma til íhuga málið væri það hægt. Guðmundur Ingvarsson, for- maður HSÍ, segir það ekki vera nokkra spurningu að Alfreð fái sinn tíma til að skoða málið. „Samningur Alfreðs rennur út um mánaðamótin og hann mun fá 3-4 vikur til að hugsa sinn gang áður en hann gefur okkur end- anlegt svar. Það er klár vilji HSÍ að halda Alfreð í starfi landsliðs- þjálfara. Hann er búinn að koma okkur til Noregs og mér finnst eðlilegt að hann klári það dæmi,“ sagði Guðmundur sem ber Alfreð einkar vel söguna. „Alfreð er mjög hæfur þjálfari, ákaflega klár og það er mjög gott að vinna með honum. Leikmenn og þeir sem eru í kringum landsliðið eru allir mjög ánægðir með sam- starfið við hann. Þess vegna viljum við endilega halda honum áfram.“ Guðmundur segist vel skilja þá stöðu sem Alfreð sé í og hefur samúð með stöðu Alfreðs. „Ég held að viljinn til að halda áfram sé klárlega fyrir hendi en hann hefur öðrum skyldum að gegna hjá sínu félagi sem er hans aðal- starf og svo er það náttúrulega fjölskyldan. Þetta snýst um hvort hann finni tíma til að sinna starf- inu því Alfreð er þannig gerður að hann vill sinna öllu sem hann tekur sér fyrir hendur vel og af samviskusemi,“ sagði Guðmundur Ingvarsson. Alfreð Gíslason fær nokkrar vikur til að skoða sín mál Þau leiðu mistök voru í blaði gærdagsins að Helgi Sig- urðsson var ranglega sagður hafa skorað 3 mörk í Landsbankadeild- inni þegar hann hefur að sjálf- sögðu skorað 5 mörk. Ástæðu mistakanna má rekja til þess að upplýsingarnar voru teknar af vef KSÍ, sem hing- að til hefur verið áreiðanlegur, en Valur hefur ekki séð sér fært að skila inn skýrslu fyrir leik sinna manna gegn Víkingi þó að sex dagar séu síðan leikurinn fór fram. Þar lágu mörkin tvö. Fréttablaðið axlar engu að síður fulla ábyrgð á mistökunum og blaðið mun hér eftir styðjast við eigin gögn til að forðast slík mistök í framtíðinni. Leiðrétting Kvennalið Vals hefur samið við tvo ungverska leik- menn en báðir leikmennirnir skrifuðu undir tveggja ára samn- ing við Hlíðarendaliðið. Leikmennirnir heita Barna Éva og Valovics Nóra. Éva er 25 ára gamall miðjumaður en Nóra er tvítug skytta sem getur leyst báðar skyttustöðurnar. Hún er 184 sentimetrar á hæð og þykir mjög efnileg enda unglingalands- liðsmaður. Báðar stúlkurnar eru væntanlegar til Íslands í lok júlí. Fær Ungverja Horfði á landsleikinn úr sjúkrarúminu Framarar fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeist- arar eftir að þeir lögðu Fylki, 3- 1. Það var greinilega þungu fargi létt af Safamýrardrengjum enda fyrsti sigurinn í höfn. Fram hefur spilað ágætis fótbolta það sem af er sumri en gengið bölvanlega að nýta færin. Á því varð breyting í gær. Það voru lítil gæði í leik liðanna í gær en þökk sé slökum varnar- leik fengu áhorfendur talsvert fyrir sinn snúð í formi færa og marka. Fylkisvörnin virtist hafa orðið eftir upp í Árbæ og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Fjalars markvarðar hefði Fram klárað leikinn í fyrri hálfleik. Þá varði Fjalar víti frá Pesic og nokkur dauðafæri þess utan. Margir Framarar áttu því von á svipuðum úrslitum og fyrr í sumar og ekki síst þegar Valur Fannar kom Fylki óverðskuld- að yfir í leiknum með góðu skoti utan teigs. Aðeins níu mínútum síðar dæmdi frábær dómari leiks- ins, Garðar Örn Hinriksson, rétti- lega víti á Gravesen er boltinn fór í hönd hans. Úr vítinu skoraði Hjálmar örugglega. Fram skoraði svo tvö lagleg mörk áður en yfir lauk en maðurinn á bak við mörk- in var varamaðurinn Alexander Steen sem hressti verulega upp á leik Framara og var maðurinn á bak við flestar sóknarlotur þeirra eftir að hann kom inn. „Við vorum klárlega betra liðið í þessum leik og áttum að vera löngu komnir yfir. En við nýtt- um ekki færin okkar sem er ekk- ert nýtt. Við sýndum þó karakter og kláruðum þennan leik eins og menn,“ sagði kátur þjálfari Fram, Ólafur Þórðarson. „Það var margt jákvætt í leiknum. Stóri munurinn á okkar leik er sá að við nýttum loksins færin.“ Kollegi hans hjá Fylki, Leif- ur Garðarsson, sagði stuðnings- menn Fylkis hafa verið betri en leikmennirnir. „Við virðumst ekki hafa verið klárir í leikinn. Fjalar bjargar okkur þegar þeir fengu víti og við komumst svo yfir. Í öllum tilvikum eigum við að klára svona leik en því miður gerðist það ekki.“ Framarar innbyrtu sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni þegar Fylkir kom í heimsókn. Lokatölur 3-1 fyrir Fram og sigurinn hefði orðið stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Fjalars Þorgeirssonar, markvarðar Fylkis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.