Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 54

Fréttablaðið - 19.06.2007, Page 54
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Mér finnst alltaf best að fara á pylsuvagninn í Laugardal. Þar fæ ég mér pylsu með kartöflu- salati, tómatsósu og hráum lauk í bland við sterka sinneps- blöndu. Svo drekk ég kókómjólk með. „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tón- listarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tón- leikum sínum á Grenivík á dög- unum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveim- ur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einn- ig til á Grenivík, sem gerir teng- ingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykja- víkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið sölu- hæsta plata landsins að undan- förnu og er Jón vitaskuld hæst- ánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kom- inn í nokkurra vikna frí en held- ur síðan ótrauður áfram með tón- leikahald síðar í sumar. Grenivík eignar sér Ægissíðu Maríuerlur hafa hreiðrað um sig í þvottahúsi einu í Norðlingaholti og búa sig nú undir að koma fjór- um ungum á legg. Evu Dögg Sig- urgeirsdóttur brá í brún þegar hún sá þessa leynigesti sem höfðu komið sér vel fyrir á meðan hún var í burtu. „Við erum allt í einu orðin tíu manna fjölskylda hérna í Norðlingaholtinu ef fuglafjöl- skyldan er talin með. Ég hef ekki notað þvottahúsið mitt mikið að undanförnu þar sem ég bý að miklu leyti hjá kærastanum og því hafði fuglinn nægan tíma. Okkur brá í brún og vorum handviss um að rotta eða mús hefði komið sér fyrir í þvottahúsinu en létti þegar við sáum maríuerluna fögru,“ Eva Dögg býr á annarri hæð og segir því enga hættu vera á að köttur eða annar óboðinn gestur raski ró fuglanna. „Okkur fannst svo sætt að fuglinn hefði komið sér þarna fyrir að við ákváðum í fyrstu að leyfa honum bara að vera. Ég hringdi svo í Húsdýra- garðinn til að athuga með þetta því það kemur nú lús af þessum fuglum og mér var þá ráðlagt að henda bara hreiðrinu. Ég hafði nú alls ekki brjóst í mér að gera það. Að lokum ákváðum við að færa hreiðrið og hætta á það að fuglinn myndi ekki koma aftur en þeir voru fljótir að taka nýja stað- inn í sátt og sitja glaðir á eggjun- um.“ Sara Ísabella Guðmundsdótt- ir, dóttir Evu er átta ára og eins og við er að búast var hún ekkert nema glöð yfir nýju fjölskyldu- meðlimunum. „Fuglinn gerði hreiður ofan á töskunni minni,“ sagði hún og sagðist hlakka til að sjá ungana koma úr eggjunum. Hreiðurgerð í þvottahúsi „Þeir skulda mér 350 þúsund krón- ur með dráttarvöxtum,“ segir Carmen Jóhannesdóttir fyrrver- andi viðburðastjóri hjá FL Media, sem á og rekur útvarpsstöðina og viðburðafyrirtækið Flass.net. Carmen segir að fyrirtækið hafi ekki greitt sér laun sem hún á inni hjá því. „Okkar leiðir lágu ekki saman og við skildum í góðu. Mér var hins vegar lofað greiðslum en þær hafa aldrei borist,“ útskýr- ir Carmen, sem hefur leitað ráða hjá lögfræðingum en verið ráðlagt að láta málið niður falla því það myndi aldrei svara kostnaði. Eins og kom fram í Fréttablað- inu á sunnudaginn er stál í stál milli hljómsveitarinnar XXX Rott- weilerhundar og Óskars Axels Óskarssonar, markaðsstjóra FL Media. Hljómsveitin segir fyr- irtækið ekki hafa staðið við um- samdar greiðslur fyrir tónleika- hald. Sveitin hefur því stofnað heimasíðu undir nafninu oskarax- elskuldarpening.blogspot.com og krefst greiðslu. „Við höfum ekki fengið greidd- an helminginn af því sem við áttum að fá borgað fyrir þrenna tónleika með Basshunter,“ segir Erpur Eyvindarson, úr XXX Rott- weiler. Óskar Axel og Ómar Vil- helmsson, framkvæmdastjóri flass.net, vísuðu þessu alfarið á bug á sunnudaginn og sögðu Erp sjálfan hafa fengið hundruð þús- unda. Vel gæti verið að einhverj- ar greiðslur væru útistandandi en það væru ekki háar upphæðir „Við spiluðum á Blood Hound Gang og fengum greitt fyrir það, ég skrif- aði í Flass-blaðið og fékk greitt fyrir það. En fyrir Basshunter- tónleikana höfum við ekki fengið greitt,“ útskýrir Erpur. Magnús Árni Gunnarsson, sem nýverið sagði upp starfi tónlist- arstjóra hjá Flass.net, segir fyr- irtækið einnig skulda sér laun upp á rúmar fjögur hundruð þús- und krónur. „Þetta er mjög leið- inlegt fyrir mig því ég var búinn að leggja mikla vinnu í þetta fyr- irtæki,“ segir Magnús sem hefur ekki fengið að sjá neina launa- seðla þrátt fyrir að hafa rekið á eftir þeim. Hann íhugar nú að höfða mál á hendur fyrirtækisins og sagðist vera ráðfæra sig við lögfróða menn. Ómar Vilhelmsson, framkvæmd- arstjóri Flass.net, sagði í samtali við Fréttablaðið að umræddir aðil- ar ættu að skrifa reikninga og þeir yrðu þá greiddir. Magnús sagðist hins vegar alltaf hafa samið um að vera launþegi og allar greiðsl- ur frá útvarpsstöðinni hefðu verið lagðar beint inn á reikning hans. Carmen segist hafa sent inn reikn- ing og gefið þeim tækifæri þegar fyrirtækið var í kröggum en nú væri sá tími liðinn. „Við erum með þessi mál í skoðun og þau eru öll í rétt- um farvegi,“ segir Ómar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.