Fréttablaðið - 01.07.2007, Síða 14
Hver man ekki eftir sumarhúsa-
byggðunum í Hollandi, Þýskalandi
eða Danmörku? Kempervennen
hvað? Krúttlegum bústöðum, veit-
ingastöðum, tennisvöllum og leik-
völlum var hrúgað saman í virki.
Sumarfrí var ekki sumarfrí nema
fjölskyldan gæti notið guðsgrænn-
ar náttúrunnar eins og blómi í eggi
án þess að eiga það á hættu að
mæta betlurum eða öðru fólki úr
raunveruleikanum. Í sumum til-
fellum var allt heila klabbið sett
undir glerþak sem hleypti þó sól-
argeislunum í gegn. Allir komu því
sólbrúnir heim eftir að hafa legið
saman í laut og hlustað á fuglasöng
– í bergmáli glerkúlunnar.
Gufabað var ómissandi fyrir fólk
sem var að byggja á 9. áratugnum.
Í þá daga þótti það setja punkt-
inn yfir i-ið að enda vinnudaginn
á góðri gufu með nokkra kalda
úr fríhöfninni. Gult handklæði og
megrunarkaramellur í nesti. Eftir
gufuna skellti heimilisfólk sér svo
í sólstofuna og lét hitann rjúka úr
sér í nýju baststólunum úr Hús-
gagnahöllinni. Þegar á leið fylltust
gufuböðin hins vegar af kössum
og breyttust í geymslur. Basthús-
gögnin enduðu á brennunni.
Matarboð sem snerust um að stinga
matarbitum á prjónum ofan í pott
fullan af sjóðandi olíu, súkkulaði
eða osti voru vinsæl fyrir allmörg-
um árum. Á hátindi fondú-tíma-
bilsins var matarboð varla mat-
arboð án þess að boðið væri upp á
fondú. Eftir tíð brunasár og ónýta
borðdúka fékk þjóðin nóg.
Bænum aðstandenda ístrubelgja
var svarað þegar bumbubaninn
kom á markaðinn. Jólagjöf ársins
var reddað og fjölskyldan beið í of-
væni eftir því að ístran á húsbónd-
anum hyrfi fyrir gamlárskvöld.
Þegar komið var fram á vor og
pápi gamli ekki kominn niður fyrir
hundrað kílóa múrinn var bumbu-
bananum hent á haugana á svipuð-
um tíma og McDonalds opnaði á
Suðurlandsbrautinni.
Þetta er eitthvert undarlegasta
æðið sem dunið hefur á landan-
um. Þegar fárið stóð sem hæst
voru jafnvel dæmi um fimmtugar
húsmæður í krumpu-
göllum sem höfðu
ekki plantað einni
stjúpu við bústað-
inn því þær voru
of uppteknar við að
þeysa á kvikindun-
um um holt og hæðir.
Fermingarbörn fóru
ekki varhluta af æðinu
og góðærisbörn þessa
tíma muna eflaust eftir
að hafa verið dregin út
á bílaplan í miðri ferm-
ingarveislunni þar sem
fjórhjólið beið þeirra
með rauðri slaufu. Lög-
reglan hafði í nógu að
snúast að elta uppi börn
í einbýlishúsahverfum
sem tættu upp mosa og
runna á tryllitækjunum.
Þau voru alla vega ekki
að kveikja í sinu á meðan.
Þó að Soda Stream tækin hafi átt
gott kombakk hérna um árið þá
áttu sírópsdunkarnir með pump-
unum ekki afturkvæmt.
Ljósabekkir til einkanota – enginn
vill kannast við að hafa átt þá. Það
var ekki nóg með að fullorðna fólk-
ið hafi tekið smá rispu í bekkjun-
um fyrir jól og fermingarveislur
heldur sluppu börnin ekki heldur.
Ef Lilli litli þótti fölur, veiklulegur
eða ekki nógu frambærilegur fyrir
fimmtugsafmæli Dobbu frænku
var honum bara skellt undir lamp-
ann og viti menn! Á fimm mínút-
um leit hann út eins og eftir fimm
daga á eyðieyju við miðbaug. Allir
sáttir.
Þjóðin stóð á öndinni þegar Vala
Matt leiddi okkur um heimili betri
borgara landsins og sýndi okkur
hvernig ætti að búa smekklega. Þar
leyfðu þjóðþekktir einstaklingar
Völu að sjá heimili sín og þáðu jafn-
vel góð ráð. Gott ef litatónarnir í
málningarbúðum voru ekki nefndir
eftir liðinu í þáttunum. „Ég ætla að
fá fimm lítra af Stefán Karls-hrím-
hvítum takk.“ Kerlaugar, náttúru-
flísar, glerskilrúm, gegnheilt park-
et og fleira brilljant tryllti landann.
En eftir nokkur ár fór gamanið að
kárna og þátturinn var endanlega
settur út af sakramentinu þegar
Ásgeir Kolbeins og Arnar Gauti
tóku þriggja ára gamla eldhúsinn-
réttingu og trérimlagardínur af
lífi í beinni. Í dag ríkir ögn meira
umburðarlyndi og það er í lagi að
vera með innréttingu frá 1993 og
húsgögn sem heita ekki eftir borg-
um í Suður-Evrópu. Auðvitað eru
sumir ekki búnir að ná þessu og
þurrka rykið af viðar-eplunum,
stara út um gluggann á tólftu hæð
í Skuggahverfinu og syrgja gamla
tíma þegar allt var krómað, hvítt og
beisað.
Nuddnámskeið, olíur og bekkir
voru vinsæl fyrir fimmtán árum
eða svo. Margir fjárfestu í olíum,
bekkjum og námskeiðum og hjón
lífguðu upp á sambandið með nuddi
og aftur nuddi. Síðan hætti fólk að
nenna þessu og skildi bara.
Bollan er forfaðir kokteilsins og
þótti afar þægileg þegar von var
á mörgum gestum. Það þurfti bara
eina sterka flösku (tannlæknaspíri
var vinsæll), nóg af gosi, ávexti
og glerskál. Bollur voru þó ekki
vinsælar daginn eftir. Hver hefur
ekki heyrt einhvern segja, grænan
í framan með höfuðið ofan í klós-
ettinu, „Æi, það var einhver bolla
í partíinu í gærkvöldi...“ Í dag vill
fólk frekar vita hvað það er að
drekka. Það þýðir samt ekki að
fólk drekki minna, það
getur bara ekki leng-
ur kennt bollunni um
hausverkinn heldur
eigin stjórnleysi.
Guðfaðir skotanna er
án efa Gallíanó-drykk-
urinn Hot Shot. Sérstök
glös og skeiðar feng-
ust með flöskunni til að
auðvelda lagskipting-
una og í þau var líkjörn-
um, kaffinu og rjóman-
um hellt og síðan skál-
að í botn (áður en allir
skelltu sér í gufuna).
Þegar radarvarar litu
dagsins ljós vaknaði lítill
glæpamaður í rólegustu
heimilisfeðrum. Með börn-
in í aftursætinu var gefið í botn
á þjóðvegum landsins á meðan
adrenalínið þaut um æðarnar.
Svo virðist sem löggan hafi unnið
tæknistríðið við ökumenn sem
keyra of hratt og reyna að kom-
ast upp með það. Nú er ekki leng-
ur hægt að gefa í eins og fjand-
inn sjálfur sé á eftir þér og kloss-
bremsa þegar fyrsta pípið í tækinu
hljómar. Löggan er löngu búin að
ná þér á radarnum.
Beef Wellington þótti ekkert slor
og í flestum fermingum og brúð-
kaupum á árum áður mátti sjá
kjötflykki vafið deigi á öllum betri
hlaðborðum. Hvers vegna réttur-
inn dó út er erfitt að segja til um
en ætli pestó-brauðkörfur, ostar og
pylsur frá bakarameisturum lands-
ins hafi ekki þótt sigurstranglegri
fyrir aðhaldið sem hálf þjóðin virð-
ist vera í.
Fæðing Venusar, Ópið og hinar
rauðhærðu konur Gustavs Klimt
eru ódauðleg listaverk en eftir-
prentanir í römmum sjást varla
lengur. Þær voru þó merkilega
vinsælar hérna áður fyrr – á sama
tíma og helsta prýði bókaskápsins
var Kvennafræðarinn.
Þú finnur varla meiri 80s sprengju
en vatnsrúmin. Hver man ekki eftir
öðrum í jólum – sex stórmáltíðum
og sjö konfektkössum síðar – þegar
heimilisfaðirinn hafði það flott og
lagðist á meltuna í jólagjöfinni frá
sveinka. Hvað gerðist?
Og þá er komið að heilsudellunni.
Grár sveppamassi var settur í
vatnsglas og látinn standa í ísskáp.
Safinn þótti hollur og góður og fólk
drakk af bestu lyst. Bitar af her-
legheitunum gengu manna á milli
enda var nóg að fá brot af sveppn-
um því hann óx hratt. Sögusagnir
voru uppi um að ekki væri hægt að
drepa sveppinn nema grafa hann
í jörðu. Stundum dugði það held-
ur ekki til og fræg er sagan af rað-
húsalengjunni í Fossvogi þar sem
sveppurinn teppalagði hvern bak-
garðinn á fætur öðrum vegna þess
að einhver íbúinn hafði reynt að
grafa hann og drepa í skjóli nætur.
Fyrir nokkrum árum voru stripp-
búllur um alla borg. Viðskipt-
in blómstruðu á stöðunum í skjóli
fattlausra ráðamanna sem héldu
að dansararnir væru listamenn en
ekki þrælar. Eftir að einkadans-
inn var bannaður fækkaði búllun-
um enda ballið búið... og þó. Í verk-
smiðjuhverfi í Kópavogi er síðasta
dansandi móhíkanann að finna.
Þessi móhíkani stendur í ströngu
þessa dagana við að verja rekstur
sinn og segir sig ekki þrælahald-
ara heldur löghlýðinn borgara sem
greiði vini sínum, bæjarfógetan-
um, skatta.
Það er ekki nóg með að þeir hafi
fundið upp megrunarlyf heldur
gat hver sem var grætt fúlgur fjár
á því með því að gerast „sölumað-
ur megrunar“. Herbalife-kóng-
ar spruttu upp eins og sveppur-
inn góði og brátt gat fólk varla
farið í skírnarveislu án þess að
vera dregið út í horn af andsetn-
um sölumanni með megrunarduft-
ið í jakkavasanum og dollaramerki
í augunum sem sannfærði það um
að nú væri kominn tími til að hætta
við fasta fæðu og fá sér duftdrykki
og vítamíntöflur. Í dag eru Herba-
life-sölumenn annaðhvort flún-
ir land eða ganga á milli húsa og
reyna að selja 100.000 króna vatns-
ryksugur.
Stórmerkilegt hverfi sem var hann-
að með það í huga að vera snekkju-
paradís þeirra sem vildu njóta
þess að búa við sjóinn og átti að
minna á strandbæ í Suður-Frakk-
landi. Því miður voru íbúar hverf-
isins sviknir af borgaryfirvöldum
sem lofuðu fyrir mörgum árum
að flytja í burtu sandverksmiðj-
una sem stendur við hverfið. Verk-
smiðjan stendur þar enn og feyk-
ir sandi yfir íbúa þegar vindátt
er óhagstæð. Þegar þannig viðrar
má sjá þá ráfa um með klúta fyrir
vitunum svona eins og íbúar Pek-
ing gerðu vorið 2005 þegar fuglaf-
lensan ógnaði mannkyninu.
Og talandi um fuglaflensuna. Því-
lík lumma! Það má segja að fugla-
flensan sé della sem náði yfir alla
heimsbyggðina. Hver gleymir al-
varlegum yfirlýsingum fjölmiðla
um að jarðarbúar stæðu frammi
fyrir ólæknandi og bráðdrepandi
inflúensu sem myndi láta svarta
dauða líta út eins og vægan hósta?
Áhyggjufullur landlæknir lýsti
því yfir að ef allt færi á versta
veg myndi heil kynslóð Íslendinga
þurrkast út og aðeins gamalmenni
og börn lifa af. Þeir sem höfðu
efni á keyptu sér aukafrystikistur
fullar af frosnu kjöti og húsmæð-
ur í Vesturbænum fylltu skápana
af haframjöli ef stjórnleysi og al-
mennt anarkí myndi skapast af
völdum flensunnar. Í dag er enn
beðið eftir flensunni og hættan á
útbreiðslu er til staðar. Það nennir
bara enginn að hlusta lengur. Enda
blaðran sprungin.
Rykið dustað af dellum þjóðarinnar
Sumarhúsaparadís í Hollandi, bumbubani og
fjórhjól? Hringir þetta einhverjum bjöllum? Hvað
með fondúpott og vatnsrúm? Lára Björg Björns-
dóttir fór í gegnum spjaldskrá íslenskra dellna og
tíndi fram tuttugu drauga úr fortíðinni.
Í dag eru Herbalife-sölumenn annaðhvort flúnir land eða ganga
á milli húsa og reyna að selja 100.000 króna vatnsryksugur.