Fréttablaðið - 01.07.2007, Side 16

Fréttablaðið - 01.07.2007, Side 16
M orri útskýr- ir að MOMMS sé nafn dreg- ið af upphafs- stöfum félag- anna en með honum starfa Guðmundur Hall- grímsson (Mundi) og bandaríski myndlistarmaðurinn Schuyler Maehl. Mundi og Morri eru báðir í myndlistarnámi í Listaháskóla Ís- lands. Ævintýrin hófust fyrir al- vöru þegar þeir, fyrir staka tilvilj- un, komust í kynni við austurrísku ólíkindatólin í listahópnum Gelit- in sem settu upp rismikla sýningu í gallerí Kling & bang í fyrrasum- ar. Vinskapur sá hefur leitt pilt- ana víða, þar á meðal til New York og Vínar þar sem þeir hafa verið Gelitin innan handar við ýmis- konar verkefni. Gelitin-hópurinn er heimsþekktur en fjórir félag- ar hafa starfað undir þeim merkj- um frá árinu 1993 og á ferli sínum meðal annars sýnt á Sjanghæ-tví- æringnum, í Gagosian-galleríinu í New York og Pompidou í París. Gelitin er meðal þátttakenda í Feneyjatvíæringnum, einni elstu og virtustu nútímalistasýningu heims, sem nú stendur yfir en hátíð sú var opnuð í byrjun júní. „Þeir báðu okkur um að koma með til Feneyja en eins og áður viss- um við ekkert hvað við vorum að fara að gera. Við mættum þangað alveg grænir,“ segir Morri og út- skýrir að iðulega fylgi fjöldi fólks þessum víðförlu fjórmenningun- um, til dæmis vinir, makar og koll- egar. „Við héldum að við ættum að hjálpa þeim við að byggja skúlptúr sem þeir eru með á sýningunni en það kom fljótlega í ljós að þeir voru með þrjá þaulvana smiði með sér. Þess vegna byrjuðum við bara að byggja okkur bát í staðinn.“ Bátssmíðin vakti lukku í hópnum og félagar þeirra ákváðu einnig að smíða risastóran fleka en í kring- um hann og bátinn spannst gjörn- ingur sem MOMMS-arnir fylgdu eftir. „Við komum fram á daginn og sigldum með fólk um hundr- að metra milli bakkanna. Flekinn og báturinn voru reyndar alveg hriplek hró og það þurfti að ausa úr bátnum á leiðinni. Fólki fannst þetta mjög spennandi – það var eig- inlega alltaf röð við bakkann. Fólk sá kannski pínu eftir því meðan það var um borð en varð svo aftur ánægt þegar það komst í land.“ Gelitin-félagarnir eru þekkt- ir fyrir fremur líkamlega list og í hitanum á Ítalíu var óheppilegt að vera fullklæddur. „Við vorum ekki alveg berrassaðir, en mjög lítið klæddir,“ útskýrir Morri hæv- erskur en hann kveðst sjálfur ekki vera mjög strípihneigður. „Gelitin- hópurinn er einhvers konar pönk- hópur, þeir eru mikið fyrir nekt. Þeir gera margt sem er mjög fynd- ið og skemmtilegt en þeir eiga það líka til að gera hluti sem eru alveg ótrúlegir og magnaðir.“ Sökum þess að Gelitin-hópurinn er afar hátt skrifaður hjá alþjóðlegu listaelítunni um þessar mundir var félögunum einnig boðið í móttökur og partí hjá ýmiss konar þotuliði. „Það var oft mjög fyndið,“ segir Morri kíminn. „Við þekkjum ekk- ert þessi nöfn og þess vegna gátum við alveg hegðað okkur eins og venjulegt fólk á meðan aðrir voru alveg með kúkinn í buxunum yfir þessu.“ MOMMS-menn heimsóttu meðal annars myndlistarkonuna Sophie Call, einn þekktasta kons- ept-listamann Frakka en margir hafa hampað framlagi hennar til tvíæringsins. Samkoman var hald- in heima hjá sýningarstjóra henn- ar sem var orðinn dálítið leiður á öllu saman undir lokin og ætlaði að henda fólki út. „Gaurinn var með svaka stæla og sagði okkur að hunskast burt þó við værum þarna sallarólegir og skælbros- andi. Þegar við vorum á leiðinni út heyrðum við hann segja einhver rætin komment við félaga sinn um að þeir ættu kannski að fá okkur til að vaska upp. Svo við tókum hann á orðinu, drifum okkur inn í eldhús og fórum að vaska upp fyrir Sophie Call. Þau þorðu ekki að koma inn fyrr en eftir tíu mínútur – þá kom hún og sagði að þetta hefði bara verið grín.“ Morri segir að ómeðvitað hafi hópurinn staðið í hálfgerðum gjörningi á meðan á Feneyjaver- unni stóð og þeir félagar hafi gert sitt til þess að „hræra aðeins upp í fólki“. „Við vorum alls ekki að reyna að hneyksla neinn, bara að hafa gaman,“ útskýrir Morri. Næturævintýrin enduðu víða, til dæmis ofan í sundlaug hjá Jeffrey Deitch þar sem ofurfyrirsætan Naomi Campell sást einnig á vappi. „Þetta var mjög óraunverulegt allt saman, svona bíómyndastemning. Reyndar kom það mér á óvart hvað það er mikill rembingur í tengsl- um við þennan tvíæring. Ég hélt að þetta væri miklu meira sjokk- erandi – að listin væri svo mögn- uð. Það eru bara svo miklir pening- ar í umferð þarna. Mikill hluti af listinni er mjög flottur en „save“. Og það er endalaust af galleristum, sýningarstjórum og safnafulltrú- um þarna – alls konar lið með flott- ar hárgreiðslur en ekkert sérlega skemmtilegt fólk.“ Morri segir að þeir hafi einn- ig gefið sér tíma til að heimsækja nokkrar sýningar, þar á meðal formlegt framlag Íslands, sýningu myndlistarmannsins Steingríms Eyfjörð „Lóan er komin“. „Sýn- ingin var mjög fín. Miðað við það sem ég sá fannst mér hann meðal þeirra tíu bestu þarna. Sjálfur er ég búinn að fá alveg upp í kok af ís- lensku myndmáli en hann nálgast það öðruvísi. Steingrímur er mjög húmorískur og getur vel við unað með þessa sýningu.“ Sjálfur segist Morri alls ekki vita hvaða þýðingu þetta samstarf við heimþekktu Austurríkismennina hefur fyrir þá félaga. „Það eru allir að óska okkur til hamingju, þetta lítur ábyggilega vel út á feril- skránni en fyrir okkur er þetta bara ótrúlega gaman og við erum búnir að hitta fullt af frábæru fólki. Ég held að þannig eigi það að vera – fólk á bara að vera það sjálft og vera til í að framkvæma hlutina því þá rúllar allt. Svo snýst þetta ábyggilega um heppni líka.“ Hann vill lítið láta uppi með fram- tíðina og áréttar að hann og Mundi séu jú enn í skóla. „Það verður bara að koma í ljós,“ segir hann sposkur en upplýsir að MOMMS hafi verið boðið að taka þátt í sýningu á Ír- landi á næsta ári og þá muni hlut- verkin snúast aðeins við. „Gelitin- hópurinn er alveg æstur í að fá að koma með og vera aðstoðarmenn. Þeir eru alltaf að gera okkur ein- hverja greiða.“ Einnig er í bígerð að MOMMS verði Gelitin innan handar við sýningu í Nútímalista- safninu í París í vetur svo það er greinilega nóg framundan. MOMMS-þríeykið undi sér vel í Feneyjum en svo kom að því að önnur verkefni kölluðu á krafta hópsins. Mundi og Morri héldu heim á leið og stefndu á Grundar- fjörð en Schuyler fór til Bandaríkj- anna. Á Grundarfirði tóku félagarn- ir ásamt fleirum þátt í verkefninu Dýonísía sem var nokkurs konar grasrótarlistahátíð sem haldin var víða um land dagana 9.-19. júní. „Við ákváðum að reisa pitsustað og byggðum staðinn Vina-Pizzu á bílastæðinu fyrir framan Sögusetr- ið á Grundarfirði,“ útskýrir Morri en auk Munda tóku hugsjónamenn- irnir Finnbogi Péturs og Birgir frændi þátt í smíðinni. Staðurinn var byggður úr sextíu vörubrett- um sem þeir félagar fengu lánuð niðri á höfn. „Þetta var alls ekki svo mikið púl, vörubretti eru mjög meðfærileg. Svo settum við park- ett og náðum í húsgögn. Við feng- um líka lánað grill.“ Listamennirn- ir skreyttu pitsukassa og settu upp sýningu á þeim inni á „staðnum“. Hinn 16. júní var veitingastaður- inn Vina-Pizza opnaður en fjöldi fólks nýtti sér þjónustu staðarins en þar voru seldar Goodfellas-pit- sur á algjöru lágmarksverði. „Þetta voru frábærir dagar. Það var alltaf slatti af gestum hjá okkur og hópur af krökkum að sniglast í kringum Munda pitsubakara.“ Flaggað var kanarísku strandhandklæði og leik- ið á orgel í tilefni dagsins. Markmið Dýonísíu-verkefnis- ins var að skapa tengsl milli lista- fólks og heimamanna á landsbyggð- inni en Morri segir að það hafi ekki allir verið meðvitaðir um hvað væri í gangi á þessu grundfirska bíla- plani. „Bæjarbúar tóku þessu mjög vel. Sumir héldu að fólk myndi verða svekkt því það héldi að við værum að gera grín að þeim því Grundar- fjörður er svo lítill bær,“ segir hann. Hópurinn frétti ekki fyrr en síðar að það er reyndar einn annar stað- ur í bænum sem selur pitsur. Þar á bæ sögðust menn ekki hafa orðið varir við virka samkeppni í pitsusölu á þessum tíma en eigandi veitinga- staðarins Kaffi 59, Anna Guðrún Að- alsteinsdóttir, segir að sér þyki fram- tak þeirra félaga afar sniðugt. Morri segir að víst séu Grundar- fjörður og Feneyjar ólíkir staðir en þeim félögum hafi þótt hinn fyrr- nefndi ólíkt vinalegri auk þess sem Grundfirðingar státi af einu falleg- asta fjalli Íslands, Kirkjufellinu sem gnæfir yfir bænum. „Það sköpuðust þó nokkrar umræður um þetta verk- efni en við útskýrðum fyrir gestum okkar að þetta væri hluti af lista- hátíð sem stæði yfir um allt land. Ég heyrði síðan að gestir okkar út- skýrðu fyrir öðrum að þetta væri ekki beint veitingastarfsemi held- ur gjörningur. Það tóku okkur allir mjög vel og meira að segja „tjokkó- gaurarnir“ komu og versluðu við okkur.“ Að kvöldi 17. júní var staðurinn síðan rifinn aftur og tóku starfs- menn unglingavinnunnar á staðn- um að sér að koma brettunum aftur niður á höfn. „Okkur lang- ar að koma á framfæri þökkum til þeirra og áhaldahússins á Grund- arfirði, Jónasar sem var tengiliður- inn okkar og Sögusetrinu sem leyfði okkur að nota planið. Svo langar okkur líka að þakka Gísla götudans- ara sem var einn af fyrstu gestun- um okkar,“ segir Morri. Grundarfjörður var einn af átta bæjum sem hýstu Díonýsíu-verk- efnið og segir Morri að dagskráin hafi heppnast vel í flestum þeirra. Framundan er vinna við bók um framtakið og síðan er fyrirhug- uð sýning á afrakstri þess í vetur. Morri segir að sig langi tvímæla- laust aftur til Grundarfjarðar. „Ég hugsa að við förum þangað aftur, við eignuðumst góða vini þarna. Það eru líka alveg frábærir krakk- ar á Grundarfirði og við vonum að heimsókn okkar hafi kveikt ein- hvern listaáhuga hjá þeim.“ Frá Feneyjum til Grundarfjarðar Júnímánuður hefur verið viðburðaríkur fyrir listaþríeykið MOMMS. Félagar þess hafa siglt á síkjum Feneyja, sprellað hálfnaktir með heimsþekktu fyrirfólki og opnað pitsustað á Grundarfirði. Kristrún Heiða Hauksdóttir heyrði einstaka ferðasögu hjá Morra, Friðriki Svani Sigurðarsyni. Fólk á bara að vera það sjálft og vera til í að framkvæma hlutina því þá rúllar allt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.