Fréttablaðið - 01.07.2007, Page 17

Fréttablaðið - 01.07.2007, Page 17
Störf hjá IKEA Við leitum að kraftmiklum einstaklingum í útstillingadeild IKEA. Útlitshönnuðir Okkur vantar þrjá útlitshönnuði sem vinna að sýnilegri framsetningu á vöruúrvali IKEA. Skipuleggja og koma í framkvæmd breytingum á verslun og starfsmannasvæðum í samræmi við stefnu og viðskiptadagatal IKEA. Hæfniskröfur: • Menntun á sviði hönnunar/útstillinga • Smekkvísi • Áhugi á innanhússhönnun • Áhugi á nýjum stefnum og straumum á sviði hönnunar og húsbúnaðar • Samstarfs- og samskiptahæfni • Frumkvæði • Álagsþol Grafísk hönnun Laust er til umsóknar starf sem felur meðal annars í sér skiltagerð og myndræna framsetningu upplýsinga innan verslunar. Viðkomandi verður að geta tileinkað sér nýjungar á sviði grafískrar hönnunar og skiltagerðar. Hæfniskröfur: • Menntun í grafískri hönnun eða sambærilegt • Áhugi á innanhússhönnun • Áhugi á nýjum stefnum og straumum á sviði hönnunar og húsbúnaðar • Samstarfs- og samskiptahæfni • Frumkvæði • Álagsþol IKEA býður upp á fjölbreytt og lifandi starfsumhverfi. Starfsfólki gefst tækifæri til að vaxa í starfi, axla ábyrgð og vera mikilvægur hlekkur í kraftmiklu og ört vaxandi fyrirtæki. Umsóknum má skila á þjónustuborð IKEA eða fylla út umsóknarform á www.IKEA.is fyrir 8. júlí. Nánari fyrirspurnir skal senda á netfangið fjola@ikea.is Lífeindafræðingur óskast til starfa Rannsóknastofan í Mjódd óskar eftir að ráða lífeindafræðingi til starfa sem fyrst. Um er að ræða fullt starf. Umsóknir með upplýsingum um umsækjanda og sendist til Rannsóknastofunnar í Mjódd, Þönglabakka 6, 109 Reykja- vík, eða á solrun@setrid.is fyrir 9. júlí n.k. Upplýsingar ekki veittar í síma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.